Magnús Geir verður áfram útvarpsstjóri næstu fimm árin

Fimm ár eru liðin síðar í þessum mánuði frá því að stjórn RÚV ákvað að ráða Magnús Geir Þórðarson sem útvarpsstjóra, en ráðningartímabilið er fimm ár. Stjórnarformaður RÚV segir að Magnús Geir muni sitja áfram í embættinu næstu fimm árin.

Magnús Geir RÚV
Auglýsing

Magnús Geir Þórð­ar­son, sem verið hefur útvarps­stjóri RÚV frá því í mars 2014, mun verða það áfram næstu fimm árin. Þetta stað­festir Kári Jón­as­son, stjórn­ar­for­maður RÚV, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Kári segir að það séu engin áform um að aug­lýsa starfið þótt fimm ára ráðn­ing­ar­tíma­bili Magn­úsar Geirs ljúki bráð­lega. Hann muni sitja áfram í emb­ætt­inu til árs­ins 2024.

Kári segir að Magnús Geir sé öfl­ugur útvarps­stjóri, það sé mikið um að vera í Efsta­leiti og að lands­menn verði varir við það á hverjum degi. „Stjórnin og hann stefna saman að því marki nú eins og áður að senda út öfl­uga dag­skrá í öllum miðlum Rík­is­út­varps­ins og það er ýmis­legt í far­vatn­inu á nýju ári.“

Til­kynnt var um ráðn­ingu Magn­úsar Geirs sem útvarps­stjóra í jan­úar 2014. Hann tók svo form­lega við emb­ætt­inu 1. mars sama ár. Magnús Geir hafði áður verið leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins.

Auglýsing
Staða útvarps­stjóra hafði verið aug­lýst laus til umsóknar í des­em­ber 2013, eftir að Páll Magn­ús­son lét af störf­um. Alls sóttu 39 ein­stak­lingar um stöð­una.

Sam­kvæmt lögum um Rík­is­út­varp­ið, fjöl­mið­ils í almanna­þágu, er útvarps­stjóri ráð­inn til fimm ára í senn. Hann er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sem er lang­um­svifa­mesta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, og æðsti yfir­maður allrar dag­skrár­gerð­ar. Sam­kvæmt lög­unum er heim­ilt að end­ur­ráða útvarps­stjóra einu sinni. Stjórn RÚV hefur ákveðið að gera það.

Tekjur fara yfir sjö millj­arða

RÚV nýtur þeirrar sér­stöðu á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði að vera bæði fjár­magnað úr rík­is­sjóði og geta keppt á sam­keppn­is­mark­aði um tekjur við aðra fjöl­miðla. Á fjár­lögum árs­ins 2018 fékk RÚV til að mynda úthlutað 4,2 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði og gera má ráð fyrir því að sam­keppn­i­s­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins, sem fel­­ast fyrst og síð­­­ast í sölu aug­lýs­inga og kost­un­­ar,hafi verið nálægt 2,5 millj­­örðum króna í fyrra, ef miðað er við að fyr­ir­tækið hafi haft sömu tekjur af þeirri starf­­semi og árið 2017 að við­bættum 200 millj­­óna króna við­­bót­­ar­­tekjum vegna HM í knatt­­spyrnu, sem sýnt var á RÚV í fyrra­sum­­­ar. Alls vinna á annan tug manns í fullu starfi hjá RÚV við að sinna sölu á aug­lýs­ing­um, sölu á efni og leigu á dreifi­­kerfi.

Til við­bótar við ofan­greindar tekjur fékk RÚV 222 millj­óna króna fram­lag á fjár­auka­lögum árs­ins 2018.

Í skýr­ingum á fram­lag­inu í frum­varpi til fjár­­auka­laga sagði að þetta sé til sam­ræmis við tekju­á­ætlun um inn­­heimtar tekjur af útvarps­­gjaldi. „Um er að ræða leið­rétt­ingu á lög­­bundnu fram­lagi til RÚV en í fjár­­lögum árs­ins 2018 var fjár­­veit­ing 222 m.kr. lægri en tekju­á­ætlun um inn­­heimtar tekjur af útvarps­­gjaldi gerði ráð fyr­­ir.“

Auglýsing
Í fjár­­lögum árs­ins 2019 er gengið út frá því að fram­lag rík­­is­­sjóðs til fjöl­mið­l­unar muni hækka um 534 millj­­­ónir króna á milli ára, eða um 12,8 pró­­­sent. Breyt­ing­una má rekja til 175 milljón króna hækk­­­unar á fram­lagi til RÚV vegna sjóðs sem ætlað er að kaupa efni frá sjálf­­­stæðum fram­­­leið­endum hér­­­­­lendis og 360 milljón króna hækk­­­unar á fram­lagi til RÚV „í sam­ræmi við tekju­á­ætlun um inn­­­heimtar tekjur af útvarps­­­gjald­i.“

Ljóst er að miðað við þetta munu tekjur RÚV aukast umtals­vert á næsta ári og fara yfir sjö millj­­arða króna.

Bygg­inga­réttur og breyttir skil­málar

RÚV hefur getað aukið rekstr­­­ar­hæfi sitt með öðrum leiðum en auknum tekjum og fram­lögum á síð­­­­­ustu árum. Árið 2017 var afkoma RÚV jákvæð um 321 milljón króna og þar skipti hagn­aður af sölu á bygg­inga­lóðum í Efsta­­­leiti sköp­um, en heild­­­ar­­­sölu­verð þeirra var um tveir millj­­­arðar króna.

Auk þess samdi RÚV í maí 2018 við Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna rík­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­lega  er lengt í greiðslu­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða er höf­uð­­­­stóll hækk­­­­aður og vextir lækk­­­­aðir úr fimm pró­­­­sentum í 3,5 pró­­­­sent. Þetta mun gera það að verkum að greiðsla skuld­­­ar­innar mun teygja sig til nýrra kyn­slóða en fjár­­­­­magns­­­gjöld  sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru 282,5 millj­­­ónir króna í fyrra.

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent