Magnús Geir verður áfram útvarpsstjóri næstu fimm árin

Fimm ár eru liðin síðar í þessum mánuði frá því að stjórn RÚV ákvað að ráða Magnús Geir Þórðarson sem útvarpsstjóra, en ráðningartímabilið er fimm ár. Stjórnarformaður RÚV segir að Magnús Geir muni sitja áfram í embættinu næstu fimm árin.

Magnús Geir RÚV
Auglýsing

Magnús Geir Þórð­ar­son, sem verið hefur útvarps­stjóri RÚV frá því í mars 2014, mun verða það áfram næstu fimm árin. Þetta stað­festir Kári Jón­as­son, stjórn­ar­for­maður RÚV, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Kári segir að það séu engin áform um að aug­lýsa starfið þótt fimm ára ráðn­ing­ar­tíma­bili Magn­úsar Geirs ljúki bráð­lega. Hann muni sitja áfram í emb­ætt­inu til árs­ins 2024.

Kári segir að Magnús Geir sé öfl­ugur útvarps­stjóri, það sé mikið um að vera í Efsta­leiti og að lands­menn verði varir við það á hverjum degi. „Stjórnin og hann stefna saman að því marki nú eins og áður að senda út öfl­uga dag­skrá í öllum miðlum Rík­is­út­varps­ins og það er ýmis­legt í far­vatn­inu á nýju ári.“

Til­kynnt var um ráðn­ingu Magn­úsar Geirs sem útvarps­stjóra í jan­úar 2014. Hann tók svo form­lega við emb­ætt­inu 1. mars sama ár. Magnús Geir hafði áður verið leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins.

Auglýsing
Staða útvarps­stjóra hafði verið aug­lýst laus til umsóknar í des­em­ber 2013, eftir að Páll Magn­ús­son lét af störf­um. Alls sóttu 39 ein­stak­lingar um stöð­una.

Sam­kvæmt lögum um Rík­is­út­varp­ið, fjöl­mið­ils í almanna­þágu, er útvarps­stjóri ráð­inn til fimm ára í senn. Hann er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sem er lang­um­svifa­mesta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, og æðsti yfir­maður allrar dag­skrár­gerð­ar. Sam­kvæmt lög­unum er heim­ilt að end­ur­ráða útvarps­stjóra einu sinni. Stjórn RÚV hefur ákveðið að gera það.

Tekjur fara yfir sjö millj­arða

RÚV nýtur þeirrar sér­stöðu á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði að vera bæði fjár­magnað úr rík­is­sjóði og geta keppt á sam­keppn­is­mark­aði um tekjur við aðra fjöl­miðla. Á fjár­lögum árs­ins 2018 fékk RÚV til að mynda úthlutað 4,2 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði og gera má ráð fyrir því að sam­keppn­i­s­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins, sem fel­­ast fyrst og síð­­­ast í sölu aug­lýs­inga og kost­un­­ar,hafi verið nálægt 2,5 millj­­örðum króna í fyrra, ef miðað er við að fyr­ir­tækið hafi haft sömu tekjur af þeirri starf­­semi og árið 2017 að við­bættum 200 millj­­óna króna við­­bót­­ar­­tekjum vegna HM í knatt­­spyrnu, sem sýnt var á RÚV í fyrra­sum­­­ar. Alls vinna á annan tug manns í fullu starfi hjá RÚV við að sinna sölu á aug­lýs­ing­um, sölu á efni og leigu á dreifi­­kerfi.

Til við­bótar við ofan­greindar tekjur fékk RÚV 222 millj­óna króna fram­lag á fjár­auka­lögum árs­ins 2018.

Í skýr­ingum á fram­lag­inu í frum­varpi til fjár­­auka­laga sagði að þetta sé til sam­ræmis við tekju­á­ætlun um inn­­heimtar tekjur af útvarps­­gjaldi. „Um er að ræða leið­rétt­ingu á lög­­bundnu fram­lagi til RÚV en í fjár­­lögum árs­ins 2018 var fjár­­veit­ing 222 m.kr. lægri en tekju­á­ætlun um inn­­heimtar tekjur af útvarps­­gjaldi gerði ráð fyr­­ir.“

Auglýsing
Í fjár­­lögum árs­ins 2019 er gengið út frá því að fram­lag rík­­is­­sjóðs til fjöl­mið­l­unar muni hækka um 534 millj­­­ónir króna á milli ára, eða um 12,8 pró­­­sent. Breyt­ing­una má rekja til 175 milljón króna hækk­­­unar á fram­lagi til RÚV vegna sjóðs sem ætlað er að kaupa efni frá sjálf­­­stæðum fram­­­leið­endum hér­­­­­lendis og 360 milljón króna hækk­­­unar á fram­lagi til RÚV „í sam­ræmi við tekju­á­ætlun um inn­­­heimtar tekjur af útvarps­­­gjald­i.“

Ljóst er að miðað við þetta munu tekjur RÚV aukast umtals­vert á næsta ári og fara yfir sjö millj­­arða króna.

Bygg­inga­réttur og breyttir skil­málar

RÚV hefur getað aukið rekstr­­­ar­hæfi sitt með öðrum leiðum en auknum tekjum og fram­lögum á síð­­­­­ustu árum. Árið 2017 var afkoma RÚV jákvæð um 321 milljón króna og þar skipti hagn­aður af sölu á bygg­inga­lóðum í Efsta­­­leiti sköp­um, en heild­­­ar­­­sölu­verð þeirra var um tveir millj­­­arðar króna.

Auk þess samdi RÚV í maí 2018 við Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna rík­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­lega  er lengt í greiðslu­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða er höf­uð­­­­stóll hækk­­­­aður og vextir lækk­­­­aðir úr fimm pró­­­­sentum í 3,5 pró­­­­sent. Þetta mun gera það að verkum að greiðsla skuld­­­ar­innar mun teygja sig til nýrra kyn­slóða en fjár­­­­­magns­­­gjöld  sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru 282,5 millj­­­ónir króna í fyrra.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent