Seðlabankinn telur ekki rétt að birta stýrivaxtaspáferil bankans

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur að birting stýrivaxtaspáferils bankans muni ekki hjálpa til við að upplýsa fjárfesta um líklega þróun vaxtanna. Seðlabankinn hyggst koma á fót vinnuhóp til þess að meta inngripastefnu bankans á gjaldeyrismarkað.

seðlabankinn
Auglýsing

Síð­asta sumar lagði starfs­hópur um end­ur­skoðun ramma pen­inga­stefn­unnar Íslands til að Seðla­bank­inn birti eigin stýri­vaxt­ar­spá sem leið til að bæta vænt­inga­stjórnun Seðla­bank­ans. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans telur hins vegar að sú leið sé ekki rétt en nefndin segir að birt­ing spár­innar geti verið afvega­leið­andi og hjálpi ekki til við að upp­lýsa fjár­festa og almenn­ing um lík­lega þróun stýri­vaxta bank­ans. Enn fremur geti birt­ing spár af hálfu sér­fræð­inga Seðla­bank­ans sem er í grund­vall­aratríðum ólík sýn meiri­hluta pen­inga­stefnu­nefndar skapað aukna óvissu. Frá þessu er greint í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins í dag. 

Telja að birt­ing einnar spár hjálpi ekki til við að upp­lýsa mark­að­inn

­Starfs­hóp­ur­inn um ramma pen­inga­stefnu var skip­aður í mars árið 2017 og hóp­ur­inn skil­aði skýrslu þann 5. júní síð­ast­lið­inn. Í skýrsl­unni lagði hóp­ur­inn meðal ann­ars til víð­tækar breyt­ingar á hlut­verki Seðla­bank­ans. Í nefnd­inni sátu hag­fræð­ing­arnir Ásgeir Jóns­son, sem var for­maður hennar Ásdís Krist­jáns­dóttir og Ill­ugi Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Fjórar til­lögur nefnd­ar­innar sneru að ákvörð­un­ar­ferli pen­inga­stefn­unnar og þar á meðal lagði hóp­ur­inn til að Seðla­bank­inn birti stýri­vaxta­spá­feril í Pen­inga­málum fjórum sinnum á ári. Stýri­vaxta­spá­ferlar Seðla­bankns liggja til grund­vallar verð­bólgu­spá bank­ans. Starfs­hóp­ur­inn telur að þannig sé unnt að styrkja mark­aðsvænt­ingar og auka gagn­sæi í lang­tíma vaxta­stefnu bank­ans.

Pen­inga­stefnu­nefndin fjall­aði um til­lögur starfs­hóps­ins um ramma pen­inga­stefn­un­unnar á fundi í síð­asti mán­uði og birt hefur verið afstaða bank­ans varð­andi ein­stakar til­lög­ur. Í grein­ar­gerð bank­ans segir að pen­inga­stefnu­nefndin sé ósam­mála til­lögu starfs­hóps­ins um birt­ingu stýri­vaxt­ar­spá­ferla og bend­ir á að vaxta­spá Seðla­bank­ans sé gerð af sér­fræð­ingum bank­ans og sé því ekki spá pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar. Nefndin telur því að ósam­ræmi geti skap­ast á milli spár bank­ans og vænt­inga þeirra sem ákveða vexti bankns, sem eru nefndn­ar­menn í pen­inga­stefnu­nefnd um fram­tíð­ar­þróun vaxt­anna. 

Ásamt því telur nefndin að birt­ing spár­inn­ar ­geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Pen­inga­stefna sé ekki „verk­fræði­leg­t“ úr­lausn­ar­efni sem hægt sé að leysa ­með stærð­fræði­lík­ön­um, til þess sé ó­vissan of mik­il. 

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri og formaður Peningastefnunefndar

Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoð­anir á því hverjir jafn­vægisvextir Seðla­bank­ans séu. Því ótt­ist nefndar menn að birt­ing einnar spár hjálpi ekki til við að upp­lýsa mark­að­inn um lík­lega þróun vaxta bank­ans. 

Í pen­inga­nefnd ­Seðla­bank­ans sitja nú Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, Rann­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, Þór­ar­inn G. Pét­urs­son sem er  aðal­hag­fræð­ingur nefnd­ar­inn­ar, Gylfi Zoëga pró­fessor við Háskóla Íslands og Katrín Ólafs­dótt­ir, Lektor við Háskól­ann í Reykja­vík.

Auglýsing

Starfs­hóp­ur­inn lagði til að bank­inn tæki upp umferð­ar­ljós­ar­kerfi nýsjá­lenska seðla­bank­ans

Í skýrsl­unni var einnig að finna tvær til­lögur sem snúa að mark­viss­ari beit­ingu stjórn­tækja Seðla­bank­ans. Önnur til­lagan snýr að því að Seðla­banki Íslands taki mið af „um­ferð­ar­ljósa­kerfi“ nýsjá­lenska seðla­bank­ans með það fyrir augum að skapa skýrar leik­reglur í kringum ákvarð­ana­töku og miðlun upp­lýs­inga um gjald­eyr­is­inn­grip. ­Pen­inga­stefnu­nefndin telur til­lög­una skoð­un­ar­verða en telur að hugsa þurfi hana bet­ur. Nefndin hyggst því að koma á fót vinnu­hóp á næstu mán­uðum sem fær það hlut­verk að leggja mat á inn­gripa­stefnu bank­ans. 

Sam­kvæmt umfjöll­un ­Mark­að­ar­ins ­lýsir nýsjá­lenska kerfið sér þannig að seðla­bank­inn beitir ein­ungis inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði ef gengi gjald­mið­ils­ins, nýsjá­lenska dals­ins, er komið umfram það sem sam­ræmst getur grund­vall­ar­hagstærðum hag­kerf­is­ins. Gjald­eyr­is­inn­grip verða þannig með síð­ustu við­brögðum seðla­bank­ans við geng­is­sveiflum og því afar fátíð. Skýrar leik­reglur gilda einnig um inn­grip­in. 

Pen­inga­stefnu­nefndin bendir þó á að tak­mörk séu fyrir því hve fyr­ir­sjá­an­leg gjald­eyr­is­inn­grip seðla­banka geti verið án þess að hætta skap­ist á að fjár­festar „krói bank­ann af og hagn­ist á ein­hliða veð­mál­um. Reynslan hefur sýnt að það getur verið vara­samt að seðla­bankar dragi línu í sand­inn í þessum efn­um,“ segir nefnd­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent