Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna

Aðstoðarforstjóri WOW air hefur verið ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna.

Ragnhildur Geirsdóttir
Auglýsing

Ragn­hildur Geirs­dóttir er hætt sem aðstoð­ar­for­stjóri WOW air og hefur verið ráðin for­stjóri Reikni­stofu bank­anna (RB). Hún hafði gegnt aðstoð­ar­for­stjóra­stöðu hjá flug­fé­lag­inu frá því í ágúst 2017. Ragn­hildur mun taka við af Frið­riki Snorra­syni sem sagði upp störfum á síð­asta ári eftir að hafa starfað hjá fyr­ir­tæk­inu í tæp átta ár.

Í til­kynn­ingu frá RB kemur er haft eftir Ragn­hildi að RB sé spenn­andi fyr­ir­tæki sem eigi sér langa sögu. „Hjá fyr­ir­tæk­inu starfar hópur af afar hæfu starfs­fólki sem verður gaman að vinna með að þeim breyt­ingum sem framundan eru“.

Sævar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akransi og stjórn­ar­for­maður RB segir að Ragn­hildur sé öfl­ugur leið­togi með víð­tæka reynslu sem muni nýt­ast RB vel. „Fyr­ir­tækið hefur verið að taka miklum breyt­ingum á síð­ustu árum og munu þær halda áfram enda leikur RB stórt hlut­verk í að auka gæði og hag­kvæmni í fjár­mála­kerf­inu á Íslandi, m.a. með rekstri helstu grunn­kerfa fjár­mála­fyr­ir­tækja“.

Auglýsing

Ragn­hildur er verk­fræð­ingur og við­skipta­fræð­ingur að mennt. Hún lauk CS prófi í véla- og iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskóla Íslands 1995, MS prófi í iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskól­anum í Wisconsin árið 1996 og MS prófi í við­skipta­fræði frá sama skóla 1998.

RB er þjón­ustu­fyr­ir­tæki á sviði upp­lýs­inga­tækni sem þróar og rekur hinar ýmsu fjár­mála­lausnir, þar á meðal öll megin greiðslu­kerfi lands­ins. Hjá RB starfa tæp­lega 170 manns. Eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru stærstu fjár­mála­fyr­ir­tæki lands­ins. Þeir eru Arion banki, Borg­un, Íslands­banki, Lands­bank­inn, Kvika banki, Sam­band íslenskra spari­sjóða, Spari­sjóðir lands­ins og Valitor. 

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent