Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna

Aðstoðarforstjóri WOW air hefur verið ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna.

Ragnhildur Geirsdóttir
Auglýsing

Ragn­hildur Geirs­dóttir er hætt sem aðstoð­ar­for­stjóri WOW air og hefur verið ráðin for­stjóri Reikni­stofu bank­anna (RB). Hún hafði gegnt aðstoð­ar­for­stjóra­stöðu hjá flug­fé­lag­inu frá því í ágúst 2017. Ragn­hildur mun taka við af Frið­riki Snorra­syni sem sagði upp störfum á síð­asta ári eftir að hafa starfað hjá fyr­ir­tæk­inu í tæp átta ár.

Í til­kynn­ingu frá RB kemur er haft eftir Ragn­hildi að RB sé spenn­andi fyr­ir­tæki sem eigi sér langa sögu. „Hjá fyr­ir­tæk­inu starfar hópur af afar hæfu starfs­fólki sem verður gaman að vinna með að þeim breyt­ingum sem framundan eru“.

Sævar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akransi og stjórn­ar­for­maður RB segir að Ragn­hildur sé öfl­ugur leið­togi með víð­tæka reynslu sem muni nýt­ast RB vel. „Fyr­ir­tækið hefur verið að taka miklum breyt­ingum á síð­ustu árum og munu þær halda áfram enda leikur RB stórt hlut­verk í að auka gæði og hag­kvæmni í fjár­mála­kerf­inu á Íslandi, m.a. með rekstri helstu grunn­kerfa fjár­mála­fyr­ir­tækja“.

Auglýsing

Ragn­hildur er verk­fræð­ingur og við­skipta­fræð­ingur að mennt. Hún lauk CS prófi í véla- og iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskóla Íslands 1995, MS prófi í iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskól­anum í Wisconsin árið 1996 og MS prófi í við­skipta­fræði frá sama skóla 1998.

RB er þjón­ustu­fyr­ir­tæki á sviði upp­lýs­inga­tækni sem þróar og rekur hinar ýmsu fjár­mála­lausnir, þar á meðal öll megin greiðslu­kerfi lands­ins. Hjá RB starfa tæp­lega 170 manns. Eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru stærstu fjár­mála­fyr­ir­tæki lands­ins. Þeir eru Arion banki, Borg­un, Íslands­banki, Lands­bank­inn, Kvika banki, Sam­band íslenskra spari­sjóða, Spari­sjóðir lands­ins og Valitor. 

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent