Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna

Aðstoðarforstjóri WOW air hefur verið ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna.

Ragnhildur Geirsdóttir
Auglýsing

Ragn­hildur Geirs­dóttir er hætt sem aðstoð­ar­for­stjóri WOW air og hefur verið ráðin for­stjóri Reikni­stofu bank­anna (RB). Hún hafði gegnt aðstoð­ar­for­stjóra­stöðu hjá flug­fé­lag­inu frá því í ágúst 2017. Ragn­hildur mun taka við af Frið­riki Snorra­syni sem sagði upp störfum á síð­asta ári eftir að hafa starfað hjá fyr­ir­tæk­inu í tæp átta ár.

Í til­kynn­ingu frá RB kemur er haft eftir Ragn­hildi að RB sé spenn­andi fyr­ir­tæki sem eigi sér langa sögu. „Hjá fyr­ir­tæk­inu starfar hópur af afar hæfu starfs­fólki sem verður gaman að vinna með að þeim breyt­ingum sem framundan eru“.

Sævar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akransi og stjórn­ar­for­maður RB segir að Ragn­hildur sé öfl­ugur leið­togi með víð­tæka reynslu sem muni nýt­ast RB vel. „Fyr­ir­tækið hefur verið að taka miklum breyt­ingum á síð­ustu árum og munu þær halda áfram enda leikur RB stórt hlut­verk í að auka gæði og hag­kvæmni í fjár­mála­kerf­inu á Íslandi, m.a. með rekstri helstu grunn­kerfa fjár­mála­fyr­ir­tækja“.

Auglýsing

Ragn­hildur er verk­fræð­ingur og við­skipta­fræð­ingur að mennt. Hún lauk CS prófi í véla- og iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskóla Íslands 1995, MS prófi í iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskól­anum í Wisconsin árið 1996 og MS prófi í við­skipta­fræði frá sama skóla 1998.

RB er þjón­ustu­fyr­ir­tæki á sviði upp­lýs­inga­tækni sem þróar og rekur hinar ýmsu fjár­mála­lausnir, þar á meðal öll megin greiðslu­kerfi lands­ins. Hjá RB starfa tæp­lega 170 manns. Eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru stærstu fjár­mála­fyr­ir­tæki lands­ins. Þeir eru Arion banki, Borg­un, Íslands­banki, Lands­bank­inn, Kvika banki, Sam­band íslenskra spari­sjóða, Spari­sjóðir lands­ins og Valitor. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent