Íslandspóstur afskráði dótturfélag án samþykkis

Íslandspóstur afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til þess hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.

img_3075_raw_1807130200_10016381175_o.jpg
Auglýsing

Íslands­póstur hlaut ekki sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins áður en dótt­ur­fyr­ir­tæki þess, ePóst­ur, var sam­einað móð­ur­fé­lag­inu. Í sátt sem fyr­ir­tækið gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið í febr­úar 2017 segir að ekki megi sam­eina dótt­ur­fé­lög móð­ur­fé­lag­inu nema sam­þykki eft­ir­lits­ins liggi fyr­ir. Frá þessu var greint í Frétta­blað­inu í dag. Félag atvinnu­rek­enda hefur sent frá sér til­kynn­ingu vegna umfjöllun Frétta­blaðs­ins í morg­un, í til­kynn­ing­unni segir að þetta mál ­sýni enn og aftur fram á  þörf­ina á að gerð verði óháð úttekt á Íslands­póst og öllum þeim „röngu ákvörð­un­um“ sem þar hafi verið tekn­ar, ekki síst um sam­keppn­is­rekstur eins og ePóst.

Íslands­póstur lán­aði ePóst 300 millj­ónar

Hinn 13. des­em­ber síð­ast­liðin var ePóst­ur af­skráð úr ­fyr­ir­tækja­skrá og inn­limað inn í Íslands­póst­. Í 9. grein sátt­ar Ís­lands­pósts og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá því í febr­úar 2017 kemur skýrt fram að ekki megi sam­eina nokkur dótt­ur­fé­lög Íslands­pósti, þar á með­al­ ePóst, án sam­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og álits sér­stakrar eft­ir­lits­nefnd­ar, sem fram­fylgir því að sáttin sé hald­in. Sam­runi félag­anna var ákveð­inn síð­asta sum­ar, sam­kvæmt um­fjöll­un Frétta­blaðs­ins, en eft­ir­lits­að­ilum var ekki til­kynnt um fyr­ir­ætl­un­ina fyrr en fjórum mán­uðum síð­ar­. Beiðni um afstöðu eft­ir­lits­nefnd­ar­innar var hins vegar ekki send fyrr en þremur dögum eftir að Félag atvinnu­rek­enda kærði Póst­inn í októ­ber, sam­kvæmt Félagi atvinnu­rek­enda.

Fyr­ir­tæk­ið ePóst­ur var stofnað var árið 2012. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi 2013 fékk fyr­ir­tækið 247 millj­ónir í lán frá móð­ur­fé­lagi sínu. Tap á rekstri var 80 millj­ónir það rekstr­arár og eig­in­fjár­staða félags­ins nei­kvæð sem því nem­ur. Árið 2014 fékk fyr­ir­tækið aftur lán frá Íslands­póst, nú upp á 55 millj­ón­ir. Fyr­ir­tækið skil­aði rekstr­ar­tapi upp á 90 millj­ónir það ár og var eigið fé nei­kvætt um 151 millj­ón. Lán Íslands­póst til­ ePóst nam því rúmum 300 millj­ónum króna en lánið hefur nær enga vexti bor­ið. Í ­fyrr­nefndri sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir að reikna skuli vexti á lán­in. Séu lánin látin bera mark­aðsvexti má reikna með að tap Íslands­póst af ePósti nemi hátt í hálfan millj­arð króna.

Auglýsing

Afstaða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins liggur ekki fyr­ir 

Ekki liggur fyrir afstaða hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um hvort aðgerð Íslands­póst sé brot gegn sátt­inni. Í skrif­leg­u svari Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins ­segir að ekki liggi fyrir hvort að gripið verði til aðgerða gag­vart Ís­lands­póst en að fram kemur að málið sé í skoð­un.

Fyrir jól sam­þykkti Alþingi 1,5 millj­arða neyð­ar­láns­heim­ild til­ Ís­lands­póst­s ­vegna bágrar fjár­hags­stöðu. Íslands­­­póstur hefur ekki staðið undir sér und­an­farin ár meðal ann­­ars vegna mik­ils sam­­dráttar í bréfa­­send­ingum og nið­­ur­greiðslu erlendra póst­­­send­inga. Dreif­ing­­ar­­dögum póst­s­ins hefur verið fækkað og póst­­­burð­­ar­­gjald hefur þre­fald­­ast á tíu árum. Fjár­­­fest­ingar fyr­ir­tæk­is­ins hlaupa á millj­­örðum og fyr­ir­tækið hefur tapað hund­ruðum millj­­ónum króna vegna lána til dótt­­ur­­fé­laga Íslands­­­póst­s. ­Ís­lenska ríkið ákvað að lána Íslands­­­pósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir grein­ing á því hvað valdi miklum rekstr­­ar­­vanda. Frá því hefur verið greint að Rík­­is­end­­ur­­skoðun telji það óheppi­­legt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vand­­anum áður en fjár­­­magn sé sett í það.

Beðið um afstöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins eftir kæru frá Félagi atvinnu­rek­enda

Í fyrr­greindri til­kynn­ingu frá Félagi atvinnu­rek­enda segir að félagið hafi kært Íslands­póst til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í októ­ber síð­ast­liðnum vegna þess að ekki höfðu verið reikn­aðir mark­aðsvextir á lán félags­ins til­ ePósts, eins og sáttin kveður þó skýrt á um. Í svörum Íslands­pósts til eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar, sem Félag atvinnu­rek­enda greindi frá 5. des­em­ber síð­ast­lið­inn, kom fram að ekki hefði verið farið að ákvæðum sátt­ar­innar um vaxta­út­reikn­ing­inn af því að ákveðið hefði verið að sam­eina ePóst­ ­móð­ur­fé­lag­inu ann­að­hvort árið 2017 eða í júní 2018, stjórn­endum Íslands­pósts ber ekki saman um það, sam­kvæmt til­kynn­ingu FA.

Slíkt er hins vegar óheim­ilt án þess að afla fyrst álits eft­ir­lits­nefnd­ar­innar og svo sam­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Beiðni um afstöðu eft­ir­lits­nefnd­ar­innar var hins vegar ekki send fyrr en þremur dögum eftir að Félag atvinnu­rek­enda kærði Póst­inn í októ­ber, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni FA.

Félag atvinnu­rek­enda fékk stað­fest frá eft­ir­lits­nefnd­inni 4. des­em­ber síð­ast­lið­inn að afstaða hennar til beiðni Íslands­póst um sam­ein­ingu við ePóst­ lægi ekki fyr­ir. Eftir að í ljós kom að ePóst­ur var afskráður úr fyr­ir­tækja­skrá hinn 13. des­em­ber sendi félagið eft­ir­lits­nefnd­inni enn kvörtun og spurði hvort afstaða nefnd­ar­innar eða sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hafi legið fyrir við sam­ein­ingu félag­anna.  Hvorki nefndin né Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur svarað félag­inu, en í Frétta­blað­inu í morgun stað­festir Sam­keppn­is­eft­ir­litið að ekki liggi fyrir hjá stofn­un­inni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot á sátt­inn­i. 

Segir Íslands­póst hafa falið hið raun­veru­lega tap á fyr­ir­tæk­inu sem sé nálægt hálfum millj­arði 

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir í til­kynn­ing­unni að þetta mál sé með miklum ólík­ind­um. „Ís­lands­póstur telur sátt­ina við Sam­keppn­is­eft­ir­litið aug­ljós­lega lít­ils virði. Það vekur furðu okkar hversu svifa­seint eft­ir­litið með fyr­ir­tæk­inu er af hálfu sam­keppn­is­yf­ir­valda. Aug­ljós brot liggja í augum uppi - það þarf ekki annað en að kunna að lesa til að átta sig á því. For­svars­menn Íslands­pósts verða jafn­framt upp­vísir að ósann­ind­um um sam­skipti sín við sam­keppn­is­yf­ir­völd en við­brögð eft­ir­lits­nefnd­ar­innar og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins láta á sér standa. Eft­ir­lits­nefndin var 18 mán­uði að svara annarri kæru FA ­vegna sátt­ar­inn­ar, sem sneri að sendi­bíla­þjón­ustu Pósts­ins. Það væri fárán­legt ef það tæki sam­keppn­is­yf­ir­völd jafn­langan tíma að bregð­ast við í þessu máli,“ segir Ólaf­ur.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda.Hann segir jafn­framt að með því að koma sér hjá því að reikna vexti á lán ePóst­s hafi Íslands­póstur falið hið raun­veru­lega tap á fyr­ir­tæk­inu, sem sé nálægt hálfum millj­arði króna. 

„Með því að sam­eina félögin býr Íslands­póstur sér svo til mögu­leika á að skrá kostn­að­inn vegna ePóst­s á alþjón­ust­una og krefj­ast þess að hann verði bættur úr sam­eig­in­legum sjóðum eins og annar tap­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta mál sýnir enn og aftur fram á þörf­ina á að gerð verði óháð úttekt á Íslands­póst og öllum þeim röngu ákvörð­unum sem þar hafa verið tekn­ar, ekki síst um sam­keppn­is­rekstur eins og ePóst,“ segir Ólafur að lok­um.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent