Íslandspóstur afskráði dótturfélag án samþykkis

Íslandspóstur afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til þess hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.

img_3075_raw_1807130200_10016381175_o.jpg
Auglýsing

Íslands­póstur hlaut ekki sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins áður en dótt­ur­fyr­ir­tæki þess, ePóst­ur, var sam­einað móð­ur­fé­lag­inu. Í sátt sem fyr­ir­tækið gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið í febr­úar 2017 segir að ekki megi sam­eina dótt­ur­fé­lög móð­ur­fé­lag­inu nema sam­þykki eft­ir­lits­ins liggi fyr­ir. Frá þessu var greint í Frétta­blað­inu í dag. Félag atvinnu­rek­enda hefur sent frá sér til­kynn­ingu vegna umfjöllun Frétta­blaðs­ins í morg­un, í til­kynn­ing­unni segir að þetta mál ­sýni enn og aftur fram á  þörf­ina á að gerð verði óháð úttekt á Íslands­póst og öllum þeim „röngu ákvörð­un­um“ sem þar hafi verið tekn­ar, ekki síst um sam­keppn­is­rekstur eins og ePóst.

Íslands­póstur lán­aði ePóst 300 millj­ónar

Hinn 13. des­em­ber síð­ast­liðin var ePóst­ur af­skráð úr ­fyr­ir­tækja­skrá og inn­limað inn í Íslands­póst­. Í 9. grein sátt­ar Ís­lands­pósts og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá því í febr­úar 2017 kemur skýrt fram að ekki megi sam­eina nokkur dótt­ur­fé­lög Íslands­pósti, þar á með­al­ ePóst, án sam­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og álits sér­stakrar eft­ir­lits­nefnd­ar, sem fram­fylgir því að sáttin sé hald­in. Sam­runi félag­anna var ákveð­inn síð­asta sum­ar, sam­kvæmt um­fjöll­un Frétta­blaðs­ins, en eft­ir­lits­að­ilum var ekki til­kynnt um fyr­ir­ætl­un­ina fyrr en fjórum mán­uðum síð­ar­. Beiðni um afstöðu eft­ir­lits­nefnd­ar­innar var hins vegar ekki send fyrr en þremur dögum eftir að Félag atvinnu­rek­enda kærði Póst­inn í októ­ber, sam­kvæmt Félagi atvinnu­rek­enda.

Fyr­ir­tæk­ið ePóst­ur var stofnað var árið 2012. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi 2013 fékk fyr­ir­tækið 247 millj­ónir í lán frá móð­ur­fé­lagi sínu. Tap á rekstri var 80 millj­ónir það rekstr­arár og eig­in­fjár­staða félags­ins nei­kvæð sem því nem­ur. Árið 2014 fékk fyr­ir­tækið aftur lán frá Íslands­póst, nú upp á 55 millj­ón­ir. Fyr­ir­tækið skil­aði rekstr­ar­tapi upp á 90 millj­ónir það ár og var eigið fé nei­kvætt um 151 millj­ón. Lán Íslands­póst til­ ePóst nam því rúmum 300 millj­ónum króna en lánið hefur nær enga vexti bor­ið. Í ­fyrr­nefndri sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir að reikna skuli vexti á lán­in. Séu lánin látin bera mark­aðsvexti má reikna með að tap Íslands­póst af ePósti nemi hátt í hálfan millj­arð króna.

Auglýsing

Afstaða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins liggur ekki fyr­ir 

Ekki liggur fyrir afstaða hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um hvort aðgerð Íslands­póst sé brot gegn sátt­inni. Í skrif­leg­u svari Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins ­segir að ekki liggi fyrir hvort að gripið verði til aðgerða gag­vart Ís­lands­póst en að fram kemur að málið sé í skoð­un.

Fyrir jól sam­þykkti Alþingi 1,5 millj­arða neyð­ar­láns­heim­ild til­ Ís­lands­póst­s ­vegna bágrar fjár­hags­stöðu. Íslands­­­póstur hefur ekki staðið undir sér und­an­farin ár meðal ann­­ars vegna mik­ils sam­­dráttar í bréfa­­send­ingum og nið­­ur­greiðslu erlendra póst­­­send­inga. Dreif­ing­­ar­­dögum póst­s­ins hefur verið fækkað og póst­­­burð­­ar­­gjald hefur þre­fald­­ast á tíu árum. Fjár­­­fest­ingar fyr­ir­tæk­is­ins hlaupa á millj­­örðum og fyr­ir­tækið hefur tapað hund­ruðum millj­­ónum króna vegna lána til dótt­­ur­­fé­laga Íslands­­­póst­s. ­Ís­lenska ríkið ákvað að lána Íslands­­­pósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir grein­ing á því hvað valdi miklum rekstr­­ar­­vanda. Frá því hefur verið greint að Rík­­is­end­­ur­­skoðun telji það óheppi­­legt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vand­­anum áður en fjár­­­magn sé sett í það.

Beðið um afstöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins eftir kæru frá Félagi atvinnu­rek­enda

Í fyrr­greindri til­kynn­ingu frá Félagi atvinnu­rek­enda segir að félagið hafi kært Íslands­póst til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í októ­ber síð­ast­liðnum vegna þess að ekki höfðu verið reikn­aðir mark­aðsvextir á lán félags­ins til­ ePósts, eins og sáttin kveður þó skýrt á um. Í svörum Íslands­pósts til eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar, sem Félag atvinnu­rek­enda greindi frá 5. des­em­ber síð­ast­lið­inn, kom fram að ekki hefði verið farið að ákvæðum sátt­ar­innar um vaxta­út­reikn­ing­inn af því að ákveðið hefði verið að sam­eina ePóst­ ­móð­ur­fé­lag­inu ann­að­hvort árið 2017 eða í júní 2018, stjórn­endum Íslands­pósts ber ekki saman um það, sam­kvæmt til­kynn­ingu FA.

Slíkt er hins vegar óheim­ilt án þess að afla fyrst álits eft­ir­lits­nefnd­ar­innar og svo sam­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Beiðni um afstöðu eft­ir­lits­nefnd­ar­innar var hins vegar ekki send fyrr en þremur dögum eftir að Félag atvinnu­rek­enda kærði Póst­inn í októ­ber, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni FA.

Félag atvinnu­rek­enda fékk stað­fest frá eft­ir­lits­nefnd­inni 4. des­em­ber síð­ast­lið­inn að afstaða hennar til beiðni Íslands­póst um sam­ein­ingu við ePóst­ lægi ekki fyr­ir. Eftir að í ljós kom að ePóst­ur var afskráður úr fyr­ir­tækja­skrá hinn 13. des­em­ber sendi félagið eft­ir­lits­nefnd­inni enn kvörtun og spurði hvort afstaða nefnd­ar­innar eða sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hafi legið fyrir við sam­ein­ingu félag­anna.  Hvorki nefndin né Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur svarað félag­inu, en í Frétta­blað­inu í morgun stað­festir Sam­keppn­is­eft­ir­litið að ekki liggi fyrir hjá stofn­un­inni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot á sátt­inn­i. 

Segir Íslands­póst hafa falið hið raun­veru­lega tap á fyr­ir­tæk­inu sem sé nálægt hálfum millj­arði 

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir í til­kynn­ing­unni að þetta mál sé með miklum ólík­ind­um. „Ís­lands­póstur telur sátt­ina við Sam­keppn­is­eft­ir­litið aug­ljós­lega lít­ils virði. Það vekur furðu okkar hversu svifa­seint eft­ir­litið með fyr­ir­tæk­inu er af hálfu sam­keppn­is­yf­ir­valda. Aug­ljós brot liggja í augum uppi - það þarf ekki annað en að kunna að lesa til að átta sig á því. For­svars­menn Íslands­pósts verða jafn­framt upp­vísir að ósann­ind­um um sam­skipti sín við sam­keppn­is­yf­ir­völd en við­brögð eft­ir­lits­nefnd­ar­innar og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins láta á sér standa. Eft­ir­lits­nefndin var 18 mán­uði að svara annarri kæru FA ­vegna sátt­ar­inn­ar, sem sneri að sendi­bíla­þjón­ustu Pósts­ins. Það væri fárán­legt ef það tæki sam­keppn­is­yf­ir­völd jafn­langan tíma að bregð­ast við í þessu máli,“ segir Ólaf­ur.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda.Hann segir jafn­framt að með því að koma sér hjá því að reikna vexti á lán ePóst­s hafi Íslands­póstur falið hið raun­veru­lega tap á fyr­ir­tæk­inu, sem sé nálægt hálfum millj­arði króna. 

„Með því að sam­eina félögin býr Íslands­póstur sér svo til mögu­leika á að skrá kostn­að­inn vegna ePóst­s á alþjón­ust­una og krefj­ast þess að hann verði bættur úr sam­eig­in­legum sjóðum eins og annar tap­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta mál sýnir enn og aftur fram á þörf­ina á að gerð verði óháð úttekt á Íslands­póst og öllum þeim röngu ákvörð­unum sem þar hafa verið tekn­ar, ekki síst um sam­keppn­is­rekstur eins og ePóst,“ segir Ólafur að lok­um.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent