Segir afnám einkasölu ríkisins á áfengi fjölgi dauðsföllum

Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskráar, segir að það blasi við að slökun á auglýsingabanni og afnám einkasölu ríkisins á áfengi muni valda aukinni neyslu áfengis og þar með fjölgun dauðsfalla, meðal annars vegna krabbameina.

bjór og hvítt
Auglýsing

Laufey Tryggva­dótt­ir, klínískur pró­fessor í lækna­deild HÍ og fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­skrár Krabba­meins­fé­lags Íslands seg­ist vona að Alþingi fari ekki í öfuga átt við lýð­heilsu­stefnu stjórn­valda og slaki á aug­lýs­inga­bann­i á áfengi og afnem­i einka­sölu rík­is­ins áfengi. Í rit­stjórn­ar­grein í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins segir Laufey það blasa við að afnám á einka­sölu rík­is­ins á áfengi muni valda auk­inni neyslu og þar með fjölgun dauðs­falla, meðal ann­ars vegna krabba­meina.

Goð­sögnin um hóf­lega drykkju riðar til falls

Í rit­stjórn­ar­grein sinni, Krabba­mein, áfengi og sam­fé­lags­leg ábyrgð, í Lækna­blað­inu segir Laufey að það séu ekki nýjar fréttir að áfeng­is­neysla auki áhættu á til­teknum krabba­mein­um. Lengi hafi verið vitað að sam­band sé á milli áfeng­is­neyslu og krabba­meins í munn­holi, koki, barka­kýli, vél­inda, lif­ur, brjóst­um, ristli og enda­þarmi. Hún segir að samt sem áður hafi mörgum brugðið í brún þegar nið­ur­stöður stórrar rann­sóknar birt­ust í Lancet í ágúst­mán­uði í fyrra. Í nið­ur­stöðum þeirrar rann­sóknar kom fram að þótt hóf­leg neysla á áfengi, undir einu glasi á dag, geti lækkað áhættu á blóð­þurrð i hjarta og á syk­ur­sýki hjá konum þá vegi aukin áhætta á krabba­meini og fleiri sjúk­dómum upp þau áhrif. 

Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands„Sam­kvæmt þessu hefur öll áfeng­is­neysla heilsu­fars­á­hættu í för með sér og goð­sögnin um að hóf­lega drukkið vín bæti heils­una riðar til falls. Fyrri leið­bein­ingar hafa jafn­vel mælt með einu til tveimur glösum á dag en höf­undar reikna með að nið­ur­stöð­urnar muni valda breyt­ingum þar á,“ segir Lauf­ey.

Fram kom í sömu rann­sókn að þriðj­ungur jarð­ar­búa neyti áfeng­is, að rekja megi þrjár millj­ónir dauðs­falla árlega til drykkj­unnar og að krabba­mein sé þar í efsta sæti hjá ein­stak­lingum yfir 50 ára. Laufey segir það athygl­is­vert að neyslan auk­ist með batn­andi efna­hag og þjóð­fé­lags­stöðu og þess vegna sé spáð auknum heilsu­far­s­vanda­málum í löndum sem þar efn­hags­staða fer batn­andi, ef ekki verði brugð­ist við.

Auglýsing

Drykkja myndi aukast um 31 pró­sent ef almennar versl­anir tækju við áfeng­is­sölu 

Í grein­inni segir Laufey frá rann­sókn sem sýni fram á að þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Í rann­sókn­inni voru áhrif þess að aflétta rík­is­ein­okun í Sví­þjóð rann­sök­uð, ef sala færð­ist ann­ars vegar yfir í einka­reknar sér­versl­anir með áfengi og hins vegar í almennar versl­an­ir. ­Sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar myndi drykkja aukast um 20 pró­sent ef sér­versl­anir tækju við, en um 31 pró­sent ef það yrðu almennar versl­an­ir. Áfeng­is­tengd dauðs­föll vegna krabba­meina myndu aukast um 18 pró­sent með sér­versl­unum og 29 pró­sent með almennum versl­un­um.

Vínbúðin er rekin af ÁTVR sem er í eigu íslenska ríkisins.

Laufey fjallar einnig um aðra nýlega rann­sókn sem gerð var af nor­rænum krabba­meins­skrám, í þeirri rann­sókn var ­á­ætlað hve mikið af nýgengi krabba­meina megi rekja til áfeng­is­neyslu í Dan­mörku, Finn­landi, Íslandi, Nor­egi og Sví­þjóð. Í nið­ur­stöðum segir að búast megi 83.000 áfeng­is­tengdum til­fellum næstu 30 árin og munu flest þess­ara meina grein­ast í rist­li,  enda­þarmi og brjóst­um. Laufey segir að óraun­hæft sé að reikna með að hægt sé að fyr­ir­byggja öll þessi til­felli, það er að öll áfeng­is­neysla hverfi á næst­unni, en með helm­ings fækkun í hópi þeirra sem drekka eitt til fjögur glös á dag mætti koma í veg fyrir 21.500 til­felli.

Laufey bendir þó á í grein sinni að þótt áfengi valdi mörgum krabba­meinum í stóra sam­heng­inu, sé það aðeins einn af mörgum áhættu­þátt­um. Þannig skýri áfeng­is­neysla til dæmis aðeins um 5 pró­sent brjóstakrabba­meina og 3 pró­sent ristil- og enda­þarmskrabba­meina á Norð­ur­lönd­un­um. „Því er úti­lokað að segja til um það hvers vegna hver og einn fær sitt krabba­mein, enda erum við langt frá því að skilja til hlítar hið flókna sam­spil erfða og umhverfis sem þar er að verki,“ segir Lauf­ey.

Áhrifa­rík­ustu leið­irnar til að draga úr áfeng­is­neyslu allar á valdi stjórn­valda

Laufey bendir á að áfengi sé sterk­lega sam­ofið menn­ingu Íslend­inga og segir að umfjöllun um nei­kvæð áhrif þess eigi ekki greiða leið að eyrum fólks. „Enda hefur WHO (Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in)  bent á að áhrifa­rík­ustu leið­irnar til að draga úr áfeng­is­neyslu séu allar á valdi stjórn­valda og felist í tak­mörkun á fram­boði áfeng­is, verð­stýr­ingu og banni við áfeng­is­aug­lýs­ing­um,“ seg­ir Lauf­ey. 

Laufey bendar að lokum á að í stefnu vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í lýð­heilsu og for­vörn­um, sem kynnt var í sept­em­ber 2016, komi fram að eitt af mark­miðum ráðu­neyt­is­ins sé að ­draga úr áfeng­is- og vímu­efna­neyslu meðal ungs fólks. Í stefn­unni má finna aðgerðir líkt og stýr­ingu á áfeng­is­neyslu með verði, einka­sölu ríkis og háum ald­urs­mörkum til áfeng­is­kaupa. Laufey seg­ist því vona að Alþingi fari ekki í öfuga átt við lýð­heilsu­stefn­una. „Við blasir að slökun á aug­lýs­inga­banni og afnám einka­sölu rík­is­ins á áfengi mun valda auk­inni neyslu og þar með fjölgun dauðs­falla, meðal ann­ars vegna krabba­meina. Von­andi ber Alþingi Íslend­inga gæfu til að fara ekki í öfuga átt við lýð­heilsu­stefnu, heldur beini kröftum sínum í far­veg sem eflir heilsu, vel­ferð og ham­ingju lands­manna.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent