Jón Þór ætlar að óska eftir stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðanda um stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti þegar þing kemur saman á ný í lok janúar. Jón Þór óskar eftir að aðrir þingmenn verði með á skýrslubeiðninni.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata ætlar að leggja fram skýrslu­beiðni til Rík­is­end­ur­skoð­anda um stjórn­sýslu­út­tekt á Íslands­pósti þegar þing kemur saman þann 21. jan­ú­ar næst­kom­andi. Stjórn­sýslu­út­tekt felur í sér mat á frammi­stöðu stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins. Við ­mat á frammi­stöðu er meðal ann­ars litið til með­ferðar og nýt­ingar á rík­is­féi og hvort hag­kvæmni sé gætt í rekstri. Jón Þór til­kynnti þetta í dag og óskaði einnig eftir því að aðrir þing­menn yrðu með á skýrslu­beiðn­inn­i. 

Rík­is­end­ur­skoðun telur það óheppi­legt að ekki liggi fyrir hvernig á að taka á rekstr­ar­vanda Ís­lands­pósts

­Fyrir jól sam­­þykkti Alþingi 500 millj­óna króna lán til­­ Ís­lands­­póst­­s ­­vegna bágrar fjár­­hags­­stöðu þrátt fyrir að ekki ligg­i ­fyrir grein­ing á því hvað valdi þeim mikla ­rekstr­ar­vanda fyr­ir­tæk­is­ins. Í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar um fjár­auka­lögin sem sam­þykkt voru 14. des­em­ber ­segir að ­Rík­­is­end­­ur­­skoðun telji að það sé óheppi­­legt að ekki liggi nákvæm­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­ar­­vanda Íslands­­­pósts þannig að til­­skil­inn árangur náist „áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­is­­sjóði til félags­­ins.“ 

Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun virð­ist vera á þeirri skoðun að ekki liggi fyrir hvort að fjár­­hags­vand­inn sé vegna einka­rétt­­ar­hluta starf­­sem­innar (þ.e. dreif­ingu árit­aðra bréfa undir 50 grömm­um), vegna alþjón­ust­u­kvaða sem lagðar eru á fyr­ir­tækið eða vegna sam­keppn­is­­starf­­semi sem það stund­­ar. „Þeir mög­u­­leikar sem fyrir hendi eru á að takast á við vand­ann hljóta að ráð­­ast að miklu leyti af nið­­ur­­stöðu slíkrar grein­ing­­ar,“ segir í umsögn­inni.

Til við­­bótar við það fé sem ríkið ætlar að lána Íslands­­­pósti í fjár­­auka­lögum er enn frek­­ari lán­veit­ing fyr­ir­huguð á árinu 2019. Í fjár­­lögum þess árs er heim­ild til að end­­ur­lána allt að 1,5 millj­­örðum króna til Íslands­­­pósts til að auka eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins vegna fyr­ir­liggj­andi lausa­­fjár­­­vanda þess. Þar segir að skil­yrði lán­veit­ing­­ar­innar sé að lánið verði veitt á mark­aðs­­for­­sendum með full­nægj­andi trygg­ing­­um. Ekk­ert liggur þó fyrir um hvernig Íslands­­­póstur ætlar að greiða umrædd lán til baka.

Íslands­póstur afskráð­i ePóst­ án sam­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins

Íslands­­­­­póstur hefur ekki staðið undir sér und­an­farin ár meðal ann­­­ars vegna mik­ils sam­­­dráttar í bréfa­­­send­ingum og nið­­­ur­greiðslu erlendra póst­­­­­send­inga. Dreif­ing­­­ar­­­dögum póst­­s­ins hefur verið fækkað og póst­­­­­burð­­­ar­­­gjald hefur þre­fald­­­ast á tíu árum. Eft­ir­lits­að­ilar hafa hins vegar bent á að slæma rekstr­­­ar­­­stöðu Íslands­­­­­pósts sé ekki aðal­­­­­lega að rekja til auk­ins kostn­aðar við al­þjón­ustu. Í athuga­­­semdum Póst- og fjar­skip­sta­stofn­unn­ar við skýrslu um rekstr­­­ar­skil­yrði Íslands­­­­­pósts, frá árinu 2014, er meðal ann­­­ars bent á að hund­ruð millj­­­óna hafi tap­­­ast vegna lán­veit­inga til dótt­­­ur­­­fé­laga Íslands­­­­­pósts í sam­keppn­is­­­rekstri. Íslands­­­­­póst­­­­­ur, m.a. vegna fjár­­­­­fest­ingu í prent­smiðju Sam­­­skipta og láns til­­ ePóst­s dótt­­­ur­­­fé­lags Íslands­­­­­póst­­s.

Mynd: Anton BrinkGreint var frá því í dag að Ís­lands­­­póstur hlaut ekki sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins áður en dótt­­ur­­fyr­ir­tæki þess, ePóst­ur, var sam­einað móð­­ur­­fé­lag­inu. Í sátt sem fyr­ir­tækið gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið í febr­­úar 2017 segir að ekki megi sam­eina dótt­­ur­­fé­lög móð­­ur­­fé­lag­inu nema sam­­þykki eft­ir­lits­ins liggi fyr­­ir. ­Fyr­ir­tæk­ið ePóst­ur var stofnað árið 2012 og í heild hefur Íslands­póstur lán­að­i ePóst, dótt­ur­fyr­ir­tæki sín­u,  til­ rúmar 300 millj­­ónum króna en lánið hefur nær enga vexti bor­ið. Í ­­fyrr­­nefndri sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir að reikna skuli vexti á lán­in. Séu lánin látin bera mark­aðsvexti má reikna með að tap Íslands­­­póst af ePóst­i ­nemi hátt í hálfan millj­­arð króna.

Félag atvinnu­rek­enda telur að Rík­is­end­ur­skoðun sé van­hæf þar sem stofn­unin end­ur­skoði reikn­inga Íslands­pósts

Félag atvinn­u­rek­enda hefur sent Sig­­urði Inga Jó­hanns­syn­i, ­sam­göng­u- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra, erindi og hvatt til þess að ráðu­­neyti hans óski eftir óháðri úttekt á rekstri Íslands­­­pósts. Ólaf­­ur Steph­ens­sen, fram­­kvæmda­­stjóri FA telur að ef ráð­ist verður í úttekt þá yrði að fá utan­­­að­kom­andi aðila til verks­ins. Hann bendir á að Póst- og fjar­­­skipta­­­stofnun telji það ekki sitt hlut­verk að rann­saka slíkt og þá er Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun van­hæf þar sem stofn­unin end­­­ur­­­skoði reikn­inga Íslands­­­­­pósts.

Í lögum um Rík­is­end­ur­skoð­andi segir að Rík­is­end­ur­skoð­andi skal upp­lýsa Alþingi og stjórn­völd um mál­efni sem varða rekstur og fjár­reiður rík­is­ins, leiða í ljós frá­vik frá lögum og reglum á því sviði og gera til­lögur að úrbót­um, bættri stjórn­sýslu, skýr­ari ábyrgð og betri nýt­ingu rík­is­fjár. 

Stjórn­sýslu­end­ur­skoðun Rík­is­end­ur­koð­andi, sú skoðun sem Jón Þór seg­ist ætla að óska eft­ir, felur í sér mat á frammi­stöðu hefur eft­ir­lit með. Mark­mið stjórn­sýslu­end­ur­skoð­unar er að stuðla að úrbótum þar sem horft er til­ á­kveð­inn­i ­at­riða þar á meðal með­ferðar og nýt­ingar rík­is­fjár, hvort hag­kvæmni og skil­virkni gætir í rekstri stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins og hvort fram­lög rík­is­skins skili þeim árangri. Í lög­unum segir að við mat á frammi­stöðu skal meðal ann­ars líta til þess hvort starf­semi sé í sam­ræmi við fjár­heim­ild­ir, þá lög­gjöf sem gildir um hana og góða og við­ur­kennda starfs­hætti.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent