Jón Þór ætlar að óska eftir stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðanda um stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti þegar þing kemur saman á ný í lok janúar. Jón Þór óskar eftir að aðrir þingmenn verði með á skýrslubeiðninni.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata ætlar að leggja fram skýrslu­beiðni til Rík­is­end­ur­skoð­anda um stjórn­sýslu­út­tekt á Íslands­pósti þegar þing kemur saman þann 21. jan­ú­ar næst­kom­andi. Stjórn­sýslu­út­tekt felur í sér mat á frammi­stöðu stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins. Við ­mat á frammi­stöðu er meðal ann­ars litið til með­ferðar og nýt­ingar á rík­is­féi og hvort hag­kvæmni sé gætt í rekstri. Jón Þór til­kynnti þetta í dag og óskaði einnig eftir því að aðrir þing­menn yrðu með á skýrslu­beiðn­inn­i. 

Rík­is­end­ur­skoðun telur það óheppi­legt að ekki liggi fyrir hvernig á að taka á rekstr­ar­vanda Ís­lands­pósts

­Fyrir jól sam­­þykkti Alþingi 500 millj­óna króna lán til­­ Ís­lands­­póst­­s ­­vegna bágrar fjár­­hags­­stöðu þrátt fyrir að ekki ligg­i ­fyrir grein­ing á því hvað valdi þeim mikla ­rekstr­ar­vanda fyr­ir­tæk­is­ins. Í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar um fjár­auka­lögin sem sam­þykkt voru 14. des­em­ber ­segir að ­Rík­­is­end­­ur­­skoðun telji að það sé óheppi­­legt að ekki liggi nákvæm­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­ar­­vanda Íslands­­­pósts þannig að til­­skil­inn árangur náist „áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­is­­sjóði til félags­­ins.“ 

Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun virð­ist vera á þeirri skoðun að ekki liggi fyrir hvort að fjár­­hags­vand­inn sé vegna einka­rétt­­ar­hluta starf­­sem­innar (þ.e. dreif­ingu árit­aðra bréfa undir 50 grömm­um), vegna alþjón­ust­u­kvaða sem lagðar eru á fyr­ir­tækið eða vegna sam­keppn­is­­starf­­semi sem það stund­­ar. „Þeir mög­u­­leikar sem fyrir hendi eru á að takast á við vand­ann hljóta að ráð­­ast að miklu leyti af nið­­ur­­stöðu slíkrar grein­ing­­ar,“ segir í umsögn­inni.

Til við­­bótar við það fé sem ríkið ætlar að lána Íslands­­­pósti í fjár­­auka­lögum er enn frek­­ari lán­veit­ing fyr­ir­huguð á árinu 2019. Í fjár­­lögum þess árs er heim­ild til að end­­ur­lána allt að 1,5 millj­­örðum króna til Íslands­­­pósts til að auka eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins vegna fyr­ir­liggj­andi lausa­­fjár­­­vanda þess. Þar segir að skil­yrði lán­veit­ing­­ar­innar sé að lánið verði veitt á mark­aðs­­for­­sendum með full­nægj­andi trygg­ing­­um. Ekk­ert liggur þó fyrir um hvernig Íslands­­­póstur ætlar að greiða umrædd lán til baka.

Íslands­póstur afskráð­i ePóst­ án sam­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins

Íslands­­­­­póstur hefur ekki staðið undir sér und­an­farin ár meðal ann­­­ars vegna mik­ils sam­­­dráttar í bréfa­­­send­ingum og nið­­­ur­greiðslu erlendra póst­­­­­send­inga. Dreif­ing­­­ar­­­dögum póst­­s­ins hefur verið fækkað og póst­­­­­burð­­­ar­­­gjald hefur þre­fald­­­ast á tíu árum. Eft­ir­lits­að­ilar hafa hins vegar bent á að slæma rekstr­­­ar­­­stöðu Íslands­­­­­pósts sé ekki aðal­­­­­lega að rekja til auk­ins kostn­aðar við al­þjón­ustu. Í athuga­­­semdum Póst- og fjar­skip­sta­stofn­unn­ar við skýrslu um rekstr­­­ar­skil­yrði Íslands­­­­­pósts, frá árinu 2014, er meðal ann­­­ars bent á að hund­ruð millj­­­óna hafi tap­­­ast vegna lán­veit­inga til dótt­­­ur­­­fé­laga Íslands­­­­­pósts í sam­keppn­is­­­rekstri. Íslands­­­­­póst­­­­­ur, m.a. vegna fjár­­­­­fest­ingu í prent­smiðju Sam­­­skipta og láns til­­ ePóst­s dótt­­­ur­­­fé­lags Íslands­­­­­póst­­s.

Mynd: Anton BrinkGreint var frá því í dag að Ís­lands­­­póstur hlaut ekki sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins áður en dótt­­ur­­fyr­ir­tæki þess, ePóst­ur, var sam­einað móð­­ur­­fé­lag­inu. Í sátt sem fyr­ir­tækið gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið í febr­­úar 2017 segir að ekki megi sam­eina dótt­­ur­­fé­lög móð­­ur­­fé­lag­inu nema sam­­þykki eft­ir­lits­ins liggi fyr­­ir. ­Fyr­ir­tæk­ið ePóst­ur var stofnað árið 2012 og í heild hefur Íslands­póstur lán­að­i ePóst, dótt­ur­fyr­ir­tæki sín­u,  til­ rúmar 300 millj­­ónum króna en lánið hefur nær enga vexti bor­ið. Í ­­fyrr­­nefndri sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir að reikna skuli vexti á lán­in. Séu lánin látin bera mark­aðsvexti má reikna með að tap Íslands­­­póst af ePóst­i ­nemi hátt í hálfan millj­­arð króna.

Félag atvinnu­rek­enda telur að Rík­is­end­ur­skoðun sé van­hæf þar sem stofn­unin end­ur­skoði reikn­inga Íslands­pósts

Félag atvinn­u­rek­enda hefur sent Sig­­urði Inga Jó­hanns­syn­i, ­sam­göng­u- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra, erindi og hvatt til þess að ráðu­­neyti hans óski eftir óháðri úttekt á rekstri Íslands­­­pósts. Ólaf­­ur Steph­ens­sen, fram­­kvæmda­­stjóri FA telur að ef ráð­ist verður í úttekt þá yrði að fá utan­­­að­kom­andi aðila til verks­ins. Hann bendir á að Póst- og fjar­­­skipta­­­stofnun telji það ekki sitt hlut­verk að rann­saka slíkt og þá er Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun van­hæf þar sem stofn­unin end­­­ur­­­skoði reikn­inga Íslands­­­­­pósts.

Í lögum um Rík­is­end­ur­skoð­andi segir að Rík­is­end­ur­skoð­andi skal upp­lýsa Alþingi og stjórn­völd um mál­efni sem varða rekstur og fjár­reiður rík­is­ins, leiða í ljós frá­vik frá lögum og reglum á því sviði og gera til­lögur að úrbót­um, bættri stjórn­sýslu, skýr­ari ábyrgð og betri nýt­ingu rík­is­fjár. 

Stjórn­sýslu­end­ur­skoðun Rík­is­end­ur­koð­andi, sú skoðun sem Jón Þór seg­ist ætla að óska eft­ir, felur í sér mat á frammi­stöðu hefur eft­ir­lit með. Mark­mið stjórn­sýslu­end­ur­skoð­unar er að stuðla að úrbótum þar sem horft er til­ á­kveð­inn­i ­at­riða þar á meðal með­ferðar og nýt­ingar rík­is­fjár, hvort hag­kvæmni og skil­virkni gætir í rekstri stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins og hvort fram­lög rík­is­skins skili þeim árangri. Í lög­unum segir að við mat á frammi­stöðu skal meðal ann­ars líta til þess hvort starf­semi sé í sam­ræmi við fjár­heim­ild­ir, þá lög­gjöf sem gildir um hana og góða og við­ur­kennda starfs­hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent