Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Samtökum Grænkera á Íslandi styrk upp á 400 þúsund krónur fyrir Veganúar 2019. Veganúar er áskorun þar sem fólki er hvatt til að neyta eingöngu vegan fæðis í janúar mánuði. Markmið Veganúar að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti og kynna kosti vegna fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið styrkir Veganúar eða Samtök Grænkera.
Veganúr í fimmta sinn á Íslandi
Íslendingum er nú, í fimmta sinn, boðið að taka þeirri áskorun að neyta eingöngu vegan fæðis í mánuð. Samtök Grænkera standa fyrir framtakinu hér á landi og þau skora á þátttakendur að taka þátt í áskoruninni og þannig upplifa hversu gefandi, heilsueflandi og auðvelt það geti verið að neyta eingöngu vegan fæðis.
Á heimasíðu Veganúar segir að margar og fjölbreyttar ástæður liggi að baki þess að fólk ákveði að taka þátt í Veganúar. Fyrir flesta sé það dýravernd en aðrir geri það til að líða betur og minnka umhverfisáhrif sín. Aðrir noti áskorunina sem áramótaheit og nýta þannig mánuðinn til að byrja nýtt ár heilsusamlega.
„Veganimsi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast, eftir fremsta megni, hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu,“ segir á heimasíðu Veganúar.
Viðburðurinn er hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hófst í Englandi árið 2014 og hefur frá því náð til margra landa víða um heim. Síðan hreyfingin byrjaði fyrir fimm árum síðan hafi þátttakendur í Veganúar tvöfaldast og í byrjun janúar höfðu meira en 250.000 manns í 193 löndum skráð sig, samkvæmt frétt á vef Guardian.
Sleppa dýraafurðum til að sporna gegn loftlagsbreytingum
Umræða um veganisma hefur aukist töluvert hér á landi á síðustu árum en í dag eru 21.653 meðlimir í Facebook grúppunni Vegan Ísland. Grúppan er hugsuð sem umræðuhópur um veganisma á Íslandi og að allir sem hafi einlægan áhuga á að gerast vegan eða eru það nú þegar séu velkomnir í hópinn. Ein af þremur helstu ástæðum þess að fólk gerist vegan er til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna, segir á heimasíðu Veganúar. Þetta helst í hendur við að á síðustu árum hefur fjöldi rannsókna verið birtar sem sýna fram á ein af þeim aðgerðum sem talið er að gætu haft úrslitaáhrif í baráttunni gegn hlýnun jarðar eru breyttar neysluvenjur fólks.
Í byrjun október 2018 kom út ný skýrsla loftlagssérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem skýrt var frá óhugnanlegri stöðu er varðar hlýnun jarðar. Niðurstöður skýrslunnar sýna að hitastig á jörðunni mun hækka um 1,5 gráðu fyrir 2030 ef ekki er brugðist hratt við. Í skýrslunni segir að nauðsynlegt sé að breyta því hvernig lönd eru nýtt, hvernig fólk borðar, hvernig menn ferðast og svo framvegis.
Önnur yfirgripmismikil rannsókn á áhrifum matvælaframleiðslu var birt í vísindaritinu Nature í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að gífurlegur samdráttur í kjötneyslu gæti haft úrslitaáhrif í að halda hættulegum veðurfarsbreytingum í skefjum. Samkvæmt rannsókninni þarf neysla á Vesturlöndum á nautakjöti að dragast saman um 90 prósent og auka þarf neyslu á baunum og belgjurtum fimmfalt. Í rannsóknin er sýnt fram á landbúnaður og framleiðsla dýraafurða veldur ekki aðeins losun gróðurhúsalofttegunda frá búpeningi, heldur einnig eyðing skóga, gríðarmikilli vatnsnotkun og súrnun sjávar.
Þessar rannsóknir sýna að hinn almenni borgari geti með breytingum á matarvenjum sínum haft áhrif á kolefnislosun. Fjöldi rannsókna hafa aftur á móti sýnt að erfitt getur verið að fá fólk til að breyta matarvenjur eða ferðamátum með það að markmiði að hafa áhrif á umhverfismál. Því hefur verið bent á ábyrgð stjórnvalda í þessum málu. Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi kolefnisspor matvæla á Íslandi, allt frá framleiðslu til neyslu, er hins vegar óljós.
Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi kolefnisspor matvæla óljós
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti í september á síðasta ári aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Samkvæmt heimasíðu umhverfisráðuneytisins á áætlunin að vera hornsteinn og leiðarljós um útfærslu á stefnu stjórnvalda í málaflokknum. Í heild voru settar fram 34 aðgerðir í áætluninni, engin af þeim aðgerðum snýr að matarvenjum fólks og hvergi í skýrslunni er minnst á vitundarvakningu um kosti þess að minnka neyslu dýrafurða.
Áður en aðgerðaáætlun stjórnvalda var birt í september þá stóðst til boða fyrir fólk að senda inn hugmyndir um aðgerðir sem stjórnvöld gætu lagst í til að hafa áhrif á kolefnisfótspor Íslands. Sex hugmyndir sneru að samdrætti í kjötneyslu á Íslandi. Meðal þeirra var hugmynd um að stjórnvöld myndu hækka skatta á mjólkur og kjötvörur. Önnur var að styrkja grænmetisbændur í þeirra von að hvetja almenning að neyta meira grænmetis og minnka innflutning grænmetis frá útlöndum. Ein hugmyndin benti á ábyrgð stjórnvalda við að fræða fólk um hvað felst í að breyta matarvenjum sínum og hver afleiðingar þess yrðu á umhverfið. Engin af þessum hugmyndum rötuðu þó í aðgerðaáætlunina.
Fyrsti skipti sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir Samtökum Grænkera styrk
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur um árabil veitt ýmsum félagasamtökum, sem starfa á verkefnasviði þess rekstrarstyrki en úthlutað er árlega úr sérstökum rekstrarstyrkjapotti. Í heild veitti ráðuneytið styrki upp á rúmar 34 milljónir til ýmissa samtaka og verkefna árið 2018. Meðal þeirra fengu Samtök Grænkera styrk upp á 400 þúsund vegna verkefnisins „Veganúar – vitundarvakning um grænmetisfæði í janúar“. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið veitir Samtökum grænkera eða samtölum grænmetisæta styrk.
Ofangreind aðgerðaáætlun í loftlagsmálum verður uppfærð í ljósi umsagna sem bárust eftir að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var birt og mun önnur útgáfa koma út á þessu ári. Forvitnilegt verður að sjá hvort að neysla dýraafurða verði á dagskrá í nýrri útgáfu aðgerðaáætlunarinnar. Greinargerð Loftlagsráðs um markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysið 2040 mun síðan vera birt í mars á þessu ári. Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs og fyrrverandi forstöðumaður loftslagsamning Sameinuðu þjóðanna sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans í október á síðasta ári, að allar líkur sé á því að neysla dýraafurða verði tekin fyrir í greinargerð Loftlagsráð.
Þingmaður Vinstri grænna segir kjötskatt mögulegt næsta skref
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birti í gær stöðuuppfærslu um kosti þess að nota kjötskatt sem lið í aðgerðum gegn loftlagsbreytingum. Hann deildi frétt frá The Guardian sem greinir frá því að þingmaður breskra Græningja vilji að breski þingið leggi skatt á kjötvörur, með það fyrir augum að minnka losun gróðurhúsaloftegunda.
„Áhugaverð hugmynd frá þingmanni breskra Græningja. Hér á landi er tóbak skattlagt sérstaklega, m.a. vegna þess samfélagskostnaðar sem reykingar valda, og kolefnisgjald á jarðaefnaeldsneyti er ein af þeim leiðum sem eru notaðar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Andrés í færslunni.
Í færslunni segir Andrés að kannski sé kjötskattur rökrétt næsta skref, bæði til að bregðast við áhrif á kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftlagsbreytingum af mannavöldum.
Hann segir að þetta sé eitthvað til að melta í Veganúar og bendir á að hægt væri til dæmis að nota skatttekjurnar til að hjálpa bændum að verða kolefnishluthlausir, ásamt því væri hægt að styðja bæandur í að taka upp framleiðslu á grænmeti og fræða almenning um breytta neysluhætti.
Áhugaverð hugmynd frá þingmanni breskra Græningja. Hér á landi er tóbak skattlagt sérstaklega, m.a. vegna þess...
Posted by Andrés Ingi á þingi on Friday, January 4, 2019