Kleifarberg svipt veiðileyfi vegna brottkasts

Togarinn Kleifaberg RE hefur verið sviptur veiðileyfi í þrjá mánuði vegna brottkasts. Fiskistofa telur brottkastið ásetningsbrot og beitir þyngstu viðurlögum sem lög leyfa. Útgerðin mun kæra til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Kleifaberg RE
Kleifaberg RE
Auglýsing

Fiski­­stofa hefur svipt tog­ar­ann Kleif­­ar­berg RE-70, sem er gert út af Útgerð­­ar­­fé­lag­i Reykja­vík­ur, leyfi til fisk­veiða í atvinn­u­­skyni í tólf vikur vegna brott­kasts. Svipt­ingin tekur gildi frá og með 4. febr­­ú­­ar. Ákvörð­unin er dag­­sett 2. jan­ú­­ar. Frétta­­skýr­inga­þátt­­ur­inn Kveikur fjall­aði ítar­­lega um brott­kastið í þætti sem var sýndur í nóv­­em­ber 2017. Frá þessu er greint í Frétta­­blað­inu í dag. ­Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­víkur ætlar að kæra svipt­ing­una til­ at­vinnu- og nýsköð­un­ar­ráðu­neyt­is­ins en félagið segir að leyf­is­svipt­ingin sé í raun „dauða­dóm­ur“ yfir Kleifa­berg­i. 

Fyrr­ver­andi skip­verji kom mynd­skeið­unum til Fiski­stofu

Það var fyrr­ver­andi skip­verji á Kleifa­bergi sem afhenti mynd­skeið til Fiski­stofu í des­em­ber 2017 sem hann sagð­ist hafa tekið um borð í Kleif­ar­berg og sýndi hvernig fiski sem komið hafði um borð í skipið með veið­ar­færum var kastað aftur í sjó­inn. Um er að ræða mynd­skeið frá árunum 2008, 2010 og 2016.

Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur fjall­aði um þessi mynd­skeið í þætti sem sýndur var í nóv­em­ber 2017.  Í úrskurði Fiski­stofu er vikið sér­stak­lega að þessum þætti Kveiks og tekið fram að á fundi með lög­fræð­ingi Fiski­stofu hafi skip­verj­inn fyrr­ver­andi sagt að brott­kastið um borð í Kleif­ar­berg­i hefði í öllum til­vikum verið sam­kvæmt fyr­ir­mælum frá skip­stjóra og stýri­manni.

„Þetta er nið­­ur­­staða sem liggur fyrir í fram­haldi af rann­­sókn sem fór af stað í kjöl­far upp­­lýs­inga sem komu meðal ann­­ars fram í frétta­­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV,“ segir Eyþór Björns­­son fiski­­stofu­­stjóri. 

Fiski­stofa telur að útgerðin hafi haft fjár­hags­legan ávinn­ing af brott­kast­inu

Í úrskurði Fiski­stofu er útgerðin kemur fram að talið er að útgerðin hafi haft fjár­hags­legan ávinn­ing af því að kasta fiski fyrir borð sem ann­ars yrði til að tefja vinnslu um borð eða sem full­nægði ekki kröfum útgerð­ar­inn­ar. ­Miklu magni af fiski hafi verið hent með vit­und og sam­kvæmt fyr­ir­mælum skip­stjóra. Einnig megi ganga út frá því, eins og atvikum er lýst, að um ásetn­ings­brot hafi verið að ræða.

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda og eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur. Mynd: Brim Seafood „Ég hef aldrei gefið fyr­ir­skipun um brott­kast, það er engin útgerð­ar­maður sem gefur fyr­ir­skipun um brott­kast­ið,“ sagði Guð­mundur Krist­jáns­son, þáver­andi útgerð­ar­stjóri Brims, sem gerði þá út Kleif­ar­berg, í við­tali við RÚV í nóv­em­ber 2017.  

 



Fyrir brotin fær útgerðin þyngstu við­ur­lög sem lög leyfa; svipt­ingu veiði­leyfis í 12 vik­ur. Um við­ur­lögin segir í úrskurð­inum að hvorki útgerð­in, áhöfn né aðrir sem starfi í þágu útgerð­ar­innar hafi orðið upp­vísir að sam­bæri­legum brotum áður en vegna fjölda atvikanna, hve mik­ill afl­inn var og vegna aug­ljóss ásetn­ings telji stofn­unin rétt að hafa veiði­leyf­is­svipt­ing­una eins langa og lög leyfa. 

Auglýsing

Útgerðin telur mála­til­búnað Fiski­stofu ekki standast 

Í yfir­lýs­ingu frá Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur segir að úrskurð­ur­inn verði kærður til atvinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins. Félagið telur sig ekki hafa fengið rétt­láta máls­með­ferð hjá Fiski­stofu sem hafi bæði rann­sakað meint brot og fellt úrskurð. „Við erum alveg miður okkar yfir þess­ari ákvörðun og teljum hana ranga,“ segir Run­ólfur Viðar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. Hann segir ekki hafa verið tekið til­lit til sjón­ar­miða og rök­semda félags­ins við rann­sókn máls­ins. 

Útgerðin telur mála­til­búnað Fiski­stofu ekki stand­ast en úrskurður hennar byggi á lýs­ingu eins manns og mynd­skeiðum sem auð­velt sé að eiga við og bjaga. Þá telji útgerð­ar­fé­lagið að þau meintu brot sem Fiski­stofa telur að hafi verið framin á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd. 

Enn fremur hafi eitt mynd­skeið­anna verið kært til lög­reglu enda sé það falsað að mati sér­fræð­inga útgerð­ar­inn­ar. Að þessu atriði er vikið í úrskurði Fiski­stofu en vísað til ann­arra atriða sem styðji frá­sögn upp­ljóstr­ar­ans, þar á meðal færslna í afla­dag­bók skips­ins, gagna Fiski­stofu og vitn­is­burðar ann­ars skip­verja sem var í einni af umræddum veiði­ferð­um.

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra boð­aði aðgerðir gegn brott­kasti

Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­ir, þáver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, sagði í Silfr­inu 27. nóv­­em­ber í kjöl­far Kveiks­þátts­ins að útgerðin beri mesta ábyrgð á brott­kasti og því að vigtun afla væri ekki sem skyldi. Hún sagði enn fremur að styrkja þyrfti úrræði og við­­ur­lög vegna þessa.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.Í apríl síð­ast­liðnum boð­aði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, núver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, aðgerðir gegn brott­kasti. Ráð­herr­ann lagði meðal ann­ars fram frum­varpi þar sem Fiski­stofu var veitt heim­ild til að not­ast við mynda­vélar í eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar.  



Telja að svipt­ingin rýri tekjur útgerð­ar­inn­arum um einn millj­arð 

Í yfir­lýs­ingu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur kemur fram að þótt ákvörðun Fiski­stofu verði kærð til ráðu­neyt­is­ins fresti það ekki veiði­leyfa­svipt­ingu. Mat útgerð­ar­innar sé að þetta muni rýra tekjur hennar um allt að einum millj­arði auk þess að valda henni var­an­legum skaða þar sem óvíst er hvort að skipið muni halda aftur til veiða. 

Kleifaberg Re Mynd: Anna K. Kristjánsdóttir„Þetta eru gríð­ar­lega hörð við­ur­lög, í raun dauða­dómur yfir Kleifa­bergi RE-70. Kleifa­berg hefur verið meðal feng­sæl­ustu fiski­skipa íslenska flot­ans. Afli skips­ins frá árinu 2007 hef­ur­verið tæp 100.000 tonn og afla­verð­mæti yfir 30 millj­arðar króna á núvirði. Lang stærsti hlut­i þessa frá­bæra árang­urs má þakka yfir­burða áhöfn á skip­inu. Ef skipið stoppar í 3 mán­uði eru allar líkur á að sjó­menn á Kleifa­bergi fái vinnu á öðrum skip­um. Með þess­ari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnu­stað,“ segir Run­ólfur Viðar í yfir­lýs­ingu útgerð­ar­fé­lags­ins.

Í við­tali við Kveik árið 2017 sagði Eyþór Björns­son, fiski­stofu­stjóri, að við­ur­lög vegna brott­kasts væru í raun gagns­laus. Veiði­leyfa­svipt­ingar væru þannig úr garði gerðar að hægt væri að kom­ast hjá þeim með því að færa kvóta og áhöfn yfir á annað skip og halda veiðum áfram, á meðan við­kom­andi skip sætir veiði­leyfa­svipt­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent