FA telur vinnubrögð ráðherra tilefni til málsóknar

Félag atvinnurekenda telur að vinnubrögð velferðarráðuneytisins vegna kostnaðarútreikninga að baki rafrettueftirlitsgjalda sé tilefni til málsóknar á hendur ráðherra. Ráðuneytið hefur engar upplýsingar veitt um hvernig gjaldið endurspegli kostnað

Maður að veipa Mynd: Davide Sibilio (Unsplash)
Auglýsing

Félag atvinnu­rek­enda telur að vinnu­brögð vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins vegna kostn­að­ar­út­reikn­inga að baki ra­frettu­eft­ir­lits­gjalda sé til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra. Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hefur engar upp­lýs­ingar veitt um kostn­að­ar­út­reikn­inga að baki 75.000 króna gjaldi, sem lagt er á hverja til­kynn­ingu um mark­aðs­setn­ingu á ra­frett­u­m og tengdum vör­um. Í svari við erind­i FA um gjaldið kom fram að ráðu­neytið hefði til skoð­unar hvernig gjaldið end­ur­speglar kostnað og að ráðu­neyt­ið ­á­æt­li að ljúka þeirra skoðun í mars. Gjald­takan hófst hins vegar í sept­em­ber í fyrra. 

Til skoð­unar hjá ráðu­neyt­inu hvernig gjaldið end­ur­speglar kostn­að 

Í yfir­lýs­ingu frá Félagi atvinnu­rek­enda segir að for­saga máls­ins sé sú að heil­brigð­is­ráð­herra setti reglu­gerð um ra­frett­ur í byrjun sept­em­ber, en sam­kvæmt henni ber fram­leið­endum og inn­flytj­end­um ra­frettna að til­kynna mark­aðs­setn­ingu var­anna til Neyt­enda­stofu. Í upp­haf­legri gerð reglu­gerð­ar­innar var ekk­ert um fjár­hæð eft­ir­lits­gjalds­ins sem Neyt­enda­stofa tek­ur, en þegar reglu­gerðin tók gildi var komið inn í hana ákvæði um 75.000 króna gjald fyrir hverja til­kynn­ingu, sam­kvæmt FA. 

FA sendi erindi vegna ­reglu­gerð­ar­inn­ar til ráðu­neyt­is­ins í sept­em­ber á síð­asta ári, engin svör bár­ust fyrr en félagið kvart­aði til umboðs­manns Alþing­is. Erind­i FA var síðan svarað rétt fyrir jól og í svari ráðu­neyt­is­ins segir að ráðu­neytið hafi „til skoð­unar hvernig gjaldið end­ur­speglar kostnað við mót­töku til­kynn­inga, geymslu þeirra sem og með­höndlun og grein­ingu upp­lýs­inga sem fylgdu þeim.“ Áætlar ráðu­neytið að þeirri skoðun ljúki fyrir 1. mars næst­kom­andi. Gjald­takan hófst hins vegar 1. sept­em­ber og stendur enn.

Auglýsing

Gjaldið sé í raun ólög­mætur skattur

Félagið segir að gjaldið geti þýtt millj­óna króna útgjöld fyrir marga inn­flytj­endur og selj­end­ur ra­frettna. Í erind­i FA til ráðu­neyt­is­ins voru­gerðar vor­u marg­vís­legar athuga­semdir við vinnu­brögðin við setn­ingu reglu­gerð­ar­innar og meðal ann­ars bent á þá meg­in­reglu stjórn­sýslu­réttar að eft­ir­lits­gjöld verði ein­göngu nýtt til að standa straum af þeim kostn­aði, sem af við­kom­andi eft­ir­lits­að­gerð leiðir og þurfi fjár­hæð þeirra að byggj­ast á traustum útreikn­ing­um. Félagið gerði einnig alvar­lega athuga­semd við ákvörðun fjár­hæðar gjalds­ins. 

Sam­kvæmt FA virt­ist gjaldið hafa ver­ið  byggð á ágiskun, án þess að kostn­að­ar­grein­ing lægi fyr­ir, og telur félagið gjaldið vera langt umfram raun­hæfan kostnað við eft­ir­lit­ið. Því seg­ir FA að gjaldið sé í raun ólög­mætur skatt­ur. Félagið krafð­ist ógild­ingar reglu­gerð­ar­innar og bauð jafn­framt fram sam­starf við ráðu­neytið um setn­ingu nýrrar reglu­gerð­ar.

Virð­ist sem ráðu­neytið ætli að reikna sig upp í gjald­ið eftir á 

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, segir í yfir­lýs­ing­unni að þetta sé að mati félags­ins full­kom­lega óboð­leg stjórn­sýsla. „Eitt er að ráðu­neyti svari ekki bréfum frá sam­tökum fyr­ir­tækja, sem eiga mik­illa hags­muna að gæta vegna stjórn­valds­á­kvarð­ana. Því miður er það ekki eins­dæmi; við biðum í átta mán­uði eftir svari frá atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu vegna ann­ars mik­il­vægs máls. “

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Ólafur segir það síðan frá­leitt að ráðu­neytið stefni á að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort að gjald­takan sé lög­mæt í byrjun mars á þessu. ári. „Gjald­töku­á­kvæðið hefur verið virkt frá 1. sept­em­ber 2018 og fyr­ir­tæk­in, sem um ræð­ir, áttu rétt á því strax í upp­hafi að fá að vita að traustir kostn­að­ar­út­reikn­ing­ar lægju að baki gjald­tök­unni. Nú virð­ist sem ráðu­neytið ætli að reikna sig upp í gjaldið eft­irá.“ 

Ólafur segir því að með þessum vinnu­brögðum gefi ráðu­neytið fullt til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra. „Und­an­farin ár hafa margir dómar fall­ið, þar sem ríkið hefur verið dæmt til að end­ur­greiða fyr­ir­tækjum eft­ir­lits­gjöld, sem hafa ýmist verið rangt eða ekki kostn­að­ar­greind, eins og við blasir í þessu til­viki. Með þessum vinnu­brögðum gefur ráðu­neytið fullt til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra,“ segir Ólafur að lokum í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent