FA telur vinnubrögð ráðherra tilefni til málsóknar

Félag atvinnurekenda telur að vinnubrögð velferðarráðuneytisins vegna kostnaðarútreikninga að baki rafrettueftirlitsgjalda sé tilefni til málsóknar á hendur ráðherra. Ráðuneytið hefur engar upplýsingar veitt um hvernig gjaldið endurspegli kostnað

Maður að veipa Mynd: Davide Sibilio (Unsplash)
Auglýsing

Félag atvinnu­rek­enda telur að vinnu­brögð vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins vegna kostn­að­ar­út­reikn­inga að baki ra­frettu­eft­ir­lits­gjalda sé til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra. Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hefur engar upp­lýs­ingar veitt um kostn­að­ar­út­reikn­inga að baki 75.000 króna gjaldi, sem lagt er á hverja til­kynn­ingu um mark­aðs­setn­ingu á ra­frett­u­m og tengdum vör­um. Í svari við erind­i FA um gjaldið kom fram að ráðu­neytið hefði til skoð­unar hvernig gjaldið end­ur­speglar kostnað og að ráðu­neyt­ið ­á­æt­li að ljúka þeirra skoðun í mars. Gjald­takan hófst hins vegar í sept­em­ber í fyrra. 

Til skoð­unar hjá ráðu­neyt­inu hvernig gjaldið end­ur­speglar kostn­að 

Í yfir­lýs­ingu frá Félagi atvinnu­rek­enda segir að for­saga máls­ins sé sú að heil­brigð­is­ráð­herra setti reglu­gerð um ra­frett­ur í byrjun sept­em­ber, en sam­kvæmt henni ber fram­leið­endum og inn­flytj­end­um ra­frettna að til­kynna mark­aðs­setn­ingu var­anna til Neyt­enda­stofu. Í upp­haf­legri gerð reglu­gerð­ar­innar var ekk­ert um fjár­hæð eft­ir­lits­gjalds­ins sem Neyt­enda­stofa tek­ur, en þegar reglu­gerðin tók gildi var komið inn í hana ákvæði um 75.000 króna gjald fyrir hverja til­kynn­ingu, sam­kvæmt FA. 

FA sendi erindi vegna ­reglu­gerð­ar­inn­ar til ráðu­neyt­is­ins í sept­em­ber á síð­asta ári, engin svör bár­ust fyrr en félagið kvart­aði til umboðs­manns Alþing­is. Erind­i FA var síðan svarað rétt fyrir jól og í svari ráðu­neyt­is­ins segir að ráðu­neytið hafi „til skoð­unar hvernig gjaldið end­ur­speglar kostnað við mót­töku til­kynn­inga, geymslu þeirra sem og með­höndlun og grein­ingu upp­lýs­inga sem fylgdu þeim.“ Áætlar ráðu­neytið að þeirri skoðun ljúki fyrir 1. mars næst­kom­andi. Gjald­takan hófst hins vegar 1. sept­em­ber og stendur enn.

Auglýsing

Gjaldið sé í raun ólög­mætur skattur

Félagið segir að gjaldið geti þýtt millj­óna króna útgjöld fyrir marga inn­flytj­endur og selj­end­ur ra­frettna. Í erind­i FA til ráðu­neyt­is­ins voru­gerðar vor­u marg­vís­legar athuga­semdir við vinnu­brögðin við setn­ingu reglu­gerð­ar­innar og meðal ann­ars bent á þá meg­in­reglu stjórn­sýslu­réttar að eft­ir­lits­gjöld verði ein­göngu nýtt til að standa straum af þeim kostn­aði, sem af við­kom­andi eft­ir­lits­að­gerð leiðir og þurfi fjár­hæð þeirra að byggj­ast á traustum útreikn­ing­um. Félagið gerði einnig alvar­lega athuga­semd við ákvörðun fjár­hæðar gjalds­ins. 

Sam­kvæmt FA virt­ist gjaldið hafa ver­ið  byggð á ágiskun, án þess að kostn­að­ar­grein­ing lægi fyr­ir, og telur félagið gjaldið vera langt umfram raun­hæfan kostnað við eft­ir­lit­ið. Því seg­ir FA að gjaldið sé í raun ólög­mætur skatt­ur. Félagið krafð­ist ógild­ingar reglu­gerð­ar­innar og bauð jafn­framt fram sam­starf við ráðu­neytið um setn­ingu nýrrar reglu­gerð­ar.

Virð­ist sem ráðu­neytið ætli að reikna sig upp í gjald­ið eftir á 

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, segir í yfir­lýs­ing­unni að þetta sé að mati félags­ins full­kom­lega óboð­leg stjórn­sýsla. „Eitt er að ráðu­neyti svari ekki bréfum frá sam­tökum fyr­ir­tækja, sem eiga mik­illa hags­muna að gæta vegna stjórn­valds­á­kvarð­ana. Því miður er það ekki eins­dæmi; við biðum í átta mán­uði eftir svari frá atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu vegna ann­ars mik­il­vægs máls. “

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Ólafur segir það síðan frá­leitt að ráðu­neytið stefni á að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort að gjald­takan sé lög­mæt í byrjun mars á þessu. ári. „Gjald­töku­á­kvæðið hefur verið virkt frá 1. sept­em­ber 2018 og fyr­ir­tæk­in, sem um ræð­ir, áttu rétt á því strax í upp­hafi að fá að vita að traustir kostn­að­ar­út­reikn­ing­ar lægju að baki gjald­tök­unni. Nú virð­ist sem ráðu­neytið ætli að reikna sig upp í gjaldið eft­irá.“ 

Ólafur segir því að með þessum vinnu­brögðum gefi ráðu­neytið fullt til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra. „Und­an­farin ár hafa margir dómar fall­ið, þar sem ríkið hefur verið dæmt til að end­ur­greiða fyr­ir­tækjum eft­ir­lits­gjöld, sem hafa ýmist verið rangt eða ekki kostn­að­ar­greind, eins og við blasir í þessu til­viki. Með þessum vinnu­brögðum gefur ráðu­neytið fullt til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra,“ segir Ólafur að lokum í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent