FA telur vinnubrögð ráðherra tilefni til málsóknar

Félag atvinnurekenda telur að vinnubrögð velferðarráðuneytisins vegna kostnaðarútreikninga að baki rafrettueftirlitsgjalda sé tilefni til málsóknar á hendur ráðherra. Ráðuneytið hefur engar upplýsingar veitt um hvernig gjaldið endurspegli kostnað

Maður að veipa Mynd: Davide Sibilio (Unsplash)
Auglýsing

Félag atvinnu­rek­enda telur að vinnu­brögð vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins vegna kostn­að­ar­út­reikn­inga að baki ra­frettu­eft­ir­lits­gjalda sé til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra. Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hefur engar upp­lýs­ingar veitt um kostn­að­ar­út­reikn­inga að baki 75.000 króna gjaldi, sem lagt er á hverja til­kynn­ingu um mark­aðs­setn­ingu á ra­frett­u­m og tengdum vör­um. Í svari við erind­i FA um gjaldið kom fram að ráðu­neytið hefði til skoð­unar hvernig gjaldið end­ur­speglar kostnað og að ráðu­neyt­ið ­á­æt­li að ljúka þeirra skoðun í mars. Gjald­takan hófst hins vegar í sept­em­ber í fyrra. 

Til skoð­unar hjá ráðu­neyt­inu hvernig gjaldið end­ur­speglar kostn­að 

Í yfir­lýs­ingu frá Félagi atvinnu­rek­enda segir að for­saga máls­ins sé sú að heil­brigð­is­ráð­herra setti reglu­gerð um ra­frett­ur í byrjun sept­em­ber, en sam­kvæmt henni ber fram­leið­endum og inn­flytj­end­um ra­frettna að til­kynna mark­aðs­setn­ingu var­anna til Neyt­enda­stofu. Í upp­haf­legri gerð reglu­gerð­ar­innar var ekk­ert um fjár­hæð eft­ir­lits­gjalds­ins sem Neyt­enda­stofa tek­ur, en þegar reglu­gerðin tók gildi var komið inn í hana ákvæði um 75.000 króna gjald fyrir hverja til­kynn­ingu, sam­kvæmt FA. 

FA sendi erindi vegna ­reglu­gerð­ar­inn­ar til ráðu­neyt­is­ins í sept­em­ber á síð­asta ári, engin svör bár­ust fyrr en félagið kvart­aði til umboðs­manns Alþing­is. Erind­i FA var síðan svarað rétt fyrir jól og í svari ráðu­neyt­is­ins segir að ráðu­neytið hafi „til skoð­unar hvernig gjaldið end­ur­speglar kostnað við mót­töku til­kynn­inga, geymslu þeirra sem og með­höndlun og grein­ingu upp­lýs­inga sem fylgdu þeim.“ Áætlar ráðu­neytið að þeirri skoðun ljúki fyrir 1. mars næst­kom­andi. Gjald­takan hófst hins vegar 1. sept­em­ber og stendur enn.

Auglýsing

Gjaldið sé í raun ólög­mætur skattur

Félagið segir að gjaldið geti þýtt millj­óna króna útgjöld fyrir marga inn­flytj­endur og selj­end­ur ra­frettna. Í erind­i FA til ráðu­neyt­is­ins voru­gerðar vor­u marg­vís­legar athuga­semdir við vinnu­brögðin við setn­ingu reglu­gerð­ar­innar og meðal ann­ars bent á þá meg­in­reglu stjórn­sýslu­réttar að eft­ir­lits­gjöld verði ein­göngu nýtt til að standa straum af þeim kostn­aði, sem af við­kom­andi eft­ir­lits­að­gerð leiðir og þurfi fjár­hæð þeirra að byggj­ast á traustum útreikn­ing­um. Félagið gerði einnig alvar­lega athuga­semd við ákvörðun fjár­hæðar gjalds­ins. 

Sam­kvæmt FA virt­ist gjaldið hafa ver­ið  byggð á ágiskun, án þess að kostn­að­ar­grein­ing lægi fyr­ir, og telur félagið gjaldið vera langt umfram raun­hæfan kostnað við eft­ir­lit­ið. Því seg­ir FA að gjaldið sé í raun ólög­mætur skatt­ur. Félagið krafð­ist ógild­ingar reglu­gerð­ar­innar og bauð jafn­framt fram sam­starf við ráðu­neytið um setn­ingu nýrrar reglu­gerð­ar.

Virð­ist sem ráðu­neytið ætli að reikna sig upp í gjald­ið eftir á 

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, segir í yfir­lýs­ing­unni að þetta sé að mati félags­ins full­kom­lega óboð­leg stjórn­sýsla. „Eitt er að ráðu­neyti svari ekki bréfum frá sam­tökum fyr­ir­tækja, sem eiga mik­illa hags­muna að gæta vegna stjórn­valds­á­kvarð­ana. Því miður er það ekki eins­dæmi; við biðum í átta mán­uði eftir svari frá atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu vegna ann­ars mik­il­vægs máls. “

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Ólafur segir það síðan frá­leitt að ráðu­neytið stefni á að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort að gjald­takan sé lög­mæt í byrjun mars á þessu. ári. „Gjald­töku­á­kvæðið hefur verið virkt frá 1. sept­em­ber 2018 og fyr­ir­tæk­in, sem um ræð­ir, áttu rétt á því strax í upp­hafi að fá að vita að traustir kostn­að­ar­út­reikn­ing­ar lægju að baki gjald­tök­unni. Nú virð­ist sem ráðu­neytið ætli að reikna sig upp í gjaldið eft­irá.“ 

Ólafur segir því að með þessum vinnu­brögðum gefi ráðu­neytið fullt til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra. „Und­an­farin ár hafa margir dómar fall­ið, þar sem ríkið hefur verið dæmt til að end­ur­greiða fyr­ir­tækjum eft­ir­lits­gjöld, sem hafa ýmist verið rangt eða ekki kostn­að­ar­greind, eins og við blasir í þessu til­viki. Með þessum vinnu­brögðum gefur ráðu­neytið fullt til­efni til mál­sóknar á hendur ráð­herra,“ segir Ólafur að lokum í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent