Minni aukning í umferðinni á síðasta ári

Mun minni aukning var í umferðinni árið 2018 en árin þar á undan. Þó að heildaraukning yfir árið sé talsverð þarf að fara aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára.

hellisheii-og-arnessysla_14357124297_o.jpg
Auglýsing

Umferðin árið 2018 jókst í heild um 4,6 prósent á Hringveginum. Fara þarf aftur til ársins 2013, þegar hún var 3,4 prósent, til að finna minni aukningu á milli ára en aukning var mun meiri árin 2016 og 2017. Árið 2017 var hún 10 prósent, árið þar á undan 14,3 prósent, árið 2015 5,9 prósent og árið 2014 5,4 prósent.

Þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar. 

Umferðin í desembermánuði árið 2018 jókst um 3,4 prósent miðað við sama mánuð árið 2017. Í frétt Vegagerðarinnar segir að ljóst sé að umferðin hafi aukist í öllum mánuðum ársins fyrir utan febrúar en þá varð 2,6 prósent samdráttur. 

Auglýsing

Umferðin jókst mest um Suðurland á síðasta ári

Mest jókst umferðin um Vesturland í desember eða um 6,4 prósent en minnst varð aukningin um Norðurland eða um 1,3 prósent. Vegagerðin telur mögulega skýringu vera þá að niðurfelling gjaldskyldu í Hvalfjarðargöngum hafi orðið til þess að umferðin hafi aukist þetta mikið á Vesturlandi – umfram aðra landshluta en næst mest jókst umferðin um Suðurland eða um 5,1 prósent.

Nú liggur það fyrir að umferðin á síðasta ári hafi aukist um 4,6 prósent yfir 16 lykilteljara á Hringvegi miðað við árið 2017. Mest jókst umferðin um Suðurland eða um 7,4 prósent en minnst um Norðurland eða um 2,5 prósent. 

Mynd: Vegagerðin

Umferðin jókst á öllum vikudögum og hlutfallslega mest á mánudögum eða 4,8 prósent en minnst jókst umferðin á sunnudögum eða um 1,5 prósent. Mest var ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent