Seðlabanki Íslands greip inn í á gjaldeyrismarkaði í dag, líkt og á föstudaginn, og vann með kaupum á gjaldeyri gegn veikingu krónunnar.
Þetta staðfesti bankinn við Kjarnann. Umfang viðskiptanna liggur ekki fyrir.
Gengi krónunnar gagnvar helstu viðskiptamyntum hefur veikst lítillega undanfarna viðskiptadaga, en veikingin gagnvart evru nam 0,75 prósentum. Evra kostar nú 135 krónur og Bandaríkjadalur 118 krónur.
Á undanförnum mánuðum hefur gengið sveiflast nokkuð. Samhliða óróleika á mörkuðum, þegar fréttir af bágri fjárhagsstöðu WOW air fóru að berast, þá veiktist krónan nokkuð mikið. Evran fór yfir 140 krónur og Bandaríkjadalur í 125 krónur í nóvember, en gengi krónunnar hefur verið að styrkjast að undanförnu.
Seðlabankinn hefur gripið inn á gjaldeyrismarkaði, en með viðskiptum sínum vill hann vinna gegn óæskilegum sveiflum á gjaldeyrismarkaði.