Seðlabankinn grípur inn í á gjaldeyrismarkaði

Seðlabanki Íslands hefur að undanförnu gripið inn í á gjaldeyrismarkaði, og unnið á móti veikingu krónunnar.

Evrur
Auglýsing

Seðla­banki Íslands greip inn í á gjald­eyr­is­mark­aði í dag, líkt og á föstu­dag­inn, og vann með kaupum á gjald­eyri gegn veik­ingu krón­unn­ar. 

Þetta stað­festi bank­inn við Kjarn­ann. Umfang við­skipt­anna liggur ekki fyr­ir.

Gengi krón­unnar gagn­var helstu við­skipta­myntum hefur veikst lít­il­lega und­an­farna við­skipta­daga, en veik­ingin gagn­vart evru nam 0,75 pró­sent­um. Evra kostar nú 135 krónur og Banda­ríkja­dalur 118 krón­ur. 

Auglýsing

Á und­an­förnum mán­uðum hefur gengið sveifl­ast nokk­uð. Sam­hliða óró­leika á mörk­uð­um, þegar fréttir af bágri fjár­hags­stöðu WOW air fóru að ber­ast, þá veikt­ist krónan nokkuð mik­ið. Evran fór yfir 140 krónur og Banda­ríkja­dalur í 125 krónur í nóv­em­ber, en gengi krón­unnar hefur verið að styrkj­ast að und­an­förn­u. 

Seðla­bank­inn hefur gripið inn á gjald­eyr­is­mark­aði, en með við­skiptum sínum vill hann vinna gegn óæski­legum sveiflum á gjald­eyr­is­mark­að­i. 

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent