Forseti Alþjóðabankans segir óvænt af sér

Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, tilkynnti skyndilega í gær að hann ætli að hætta hjá bankanum um næstu mánaðarmót. Kim hefur starfað sem forseti frá árinu 2012 en þrjú ár eru þar til skipunartíma hans lýkur.

Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans.
Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans.
Auglýsing

Jim Yong Kim, for­seti Alþjóða­bank­ans, til­kynnti í gær að hann ætli að hætta hjá ­bank­an­um eftir sex ár í emb­ætt­i. ­Þrjú ár eru þar til skip­un­ar­tíma hans lýk­ur en hann var end­ur­kjör­in til fimm ára árið 2017. Fram­kvæmda­stjóri bank­ans, Krist­al­ina ­Ge­orgi­eva, ­tekur við sem for­seti tíma­bundið þegar Kim hættir um næst­u ­mán­aða­mót. Frá þessu var greint á vef BBC í dag. 

Kim ætlar að snúa sér að einka­geir­an­um 

Engin ástæða hefur verið gefin fyrir ákvörðun Kim önnur en hann ætli að snúa aftur í einka­geir­ann um ­mán­aða­mót­in. Í til­kynn­ingu frá­ Al­þjóða­bank­an­um ­segir að Kim ætli nú að ráða sig til fyr­ir­tækis sem sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum í innviðum í þró­un­ar­lönd­um. Í tíð Kim sem for­seta bank­ans var mark­mið um að eyða algerri fátækt í heim­inum fyrir árið 2030 sam­þykkt.

Sam­kvæmt frétt BBC hefur Kim forðast að malda í móinn við Don­ald Trump, ­Banda­ríkja­for­seta, opin­ber­lega en þeim greinir sér­stak­lega á um lofts­lags­mál. Í tíð Kim hefur Alþjóða­bank­inn hætt að lána fyrir kola­orku­verk­efnum á sama tíma og Trump hefur reynt að bjarga deyj­andi kola­iðnað í Banda­ríkj­un­um. Á ­síð­asta ári fékk bank­inn 13 millj­arða auka­lega eftir að fall­ist var á kröf­ur Trump um að haldið væri aftur af lán­veit­ingum til ríkja á borð við Kína, sem njóta mik­illar hag­sældar en eru skil­greind sem þróunarríki.

Auglýsing

Hefð að Banda­ríkja­stjórn til­nefni for­seta Alþjóða­bank­ans

Alþjóða­bank­inn og Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn voru stofn­aðir á ráð­stefnu í Bretton Woods í Banda­ríkj­unum árið 1944. Alþjóða­bank­an­um  hefur það frum­hlut­verk að lána þró­un­ar­löndum pen­inga en 189 þjóðir heims eru aðilar að ­bank­an­um.

Alþjóða­bank­inn segir að haf­ist verði handar nú þegar til að finna var­an­legan eft­ir­mann Kim. Ó­skrifuð regla Alþjóða­bank­ans segir að æðsti yfir­maður hans sé alltaf val­inn af stærsta hlut­haf­anum , sem eru Banda­rík­in. Evr­ópu­ríki fái hins vegar að velja æðsta yfir­mann Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Kim, sem er Banda­ríkja­maður af kóreskum ætt­um, var til­nefndur af Barack Obama, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta. Því er talið að ákvörðun Kim gefi Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, tæki­færi til þess að hafa áhrif á hver muni taka við stjórn­ar­taumunum í Alþjóða­bank­an­um.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiErlent