Forseti Alþjóðabankans segir óvænt af sér

Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, tilkynnti skyndilega í gær að hann ætli að hætta hjá bankanum um næstu mánaðarmót. Kim hefur starfað sem forseti frá árinu 2012 en þrjú ár eru þar til skipunartíma hans lýkur.

Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans.
Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans.
Auglýsing

Jim Yong Kim, for­seti Alþjóða­bank­ans, til­kynnti í gær að hann ætli að hætta hjá ­bank­an­um eftir sex ár í emb­ætt­i. ­Þrjú ár eru þar til skip­un­ar­tíma hans lýk­ur en hann var end­ur­kjör­in til fimm ára árið 2017. Fram­kvæmda­stjóri bank­ans, Krist­al­ina ­Ge­orgi­eva, ­tekur við sem for­seti tíma­bundið þegar Kim hættir um næst­u ­mán­aða­mót. Frá þessu var greint á vef BBC í dag. 

Kim ætlar að snúa sér að einka­geir­an­um 

Engin ástæða hefur verið gefin fyrir ákvörðun Kim önnur en hann ætli að snúa aftur í einka­geir­ann um ­mán­aða­mót­in. Í til­kynn­ingu frá­ Al­þjóða­bank­an­um ­segir að Kim ætli nú að ráða sig til fyr­ir­tækis sem sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum í innviðum í þró­un­ar­lönd­um. Í tíð Kim sem for­seta bank­ans var mark­mið um að eyða algerri fátækt í heim­inum fyrir árið 2030 sam­þykkt.

Sam­kvæmt frétt BBC hefur Kim forðast að malda í móinn við Don­ald Trump, ­Banda­ríkja­for­seta, opin­ber­lega en þeim greinir sér­stak­lega á um lofts­lags­mál. Í tíð Kim hefur Alþjóða­bank­inn hætt að lána fyrir kola­orku­verk­efnum á sama tíma og Trump hefur reynt að bjarga deyj­andi kola­iðnað í Banda­ríkj­un­um. Á ­síð­asta ári fékk bank­inn 13 millj­arða auka­lega eftir að fall­ist var á kröf­ur Trump um að haldið væri aftur af lán­veit­ingum til ríkja á borð við Kína, sem njóta mik­illar hag­sældar en eru skil­greind sem þróunarríki.

Auglýsing

Hefð að Banda­ríkja­stjórn til­nefni for­seta Alþjóða­bank­ans

Alþjóða­bank­inn og Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn voru stofn­aðir á ráð­stefnu í Bretton Woods í Banda­ríkj­unum árið 1944. Alþjóða­bank­an­um  hefur það frum­hlut­verk að lána þró­un­ar­löndum pen­inga en 189 þjóðir heims eru aðilar að ­bank­an­um.

Alþjóða­bank­inn segir að haf­ist verði handar nú þegar til að finna var­an­legan eft­ir­mann Kim. Ó­skrifuð regla Alþjóða­bank­ans segir að æðsti yfir­maður hans sé alltaf val­inn af stærsta hlut­haf­anum , sem eru Banda­rík­in. Evr­ópu­ríki fái hins vegar að velja æðsta yfir­mann Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Kim, sem er Banda­ríkja­maður af kóreskum ætt­um, var til­nefndur af Barack Obama, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta. Því er talið að ákvörðun Kim gefi Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, tæki­færi til þess að hafa áhrif á hver muni taka við stjórn­ar­taumunum í Alþjóða­bank­an­um.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent