Tæplega 800 innsendar umsagnir um samgönguáætlun

Alls hafa borist inn 786 umsagnir um samgönguáætlun 2019 til 2033 en það er metfjöldi umsagna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, bjó til síðu sem auðveldaði fólki að senda inn umsögn um áætlunina.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Tæp­lega 800 umsagnir hafa verið sendar inn um sam­göngu­á­ætlun 2019 til 2033 en aldrei áður hafa jafn­margar umsagnir verið sendar inn um eitt­hvert þing­mál, sam­kvæmt skrif­stofu Alþing­is. Öllum er frjálst að senda nefnd ­skrif­lega um­sögn um þing­mál en þetta gríð­ar­lega magn umsagna má rekja til heima­síðu þar sem almenn­ing er gert auð­veld­ara fyrir að senda inn umsögn um sam­göngu­á­ætl­un. Að baki heima­síð­unnar er ­Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata en sam­kvæmt honum fjalla rúm­lega 700 umsagnir um veggjalda­á­ætl­un ­meiri­hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar.

Vildi auð­velda fólki að senda inn umsögn

Á síð­unni Veggjöld? er almenn­ing boðið að senda inn umsögn til umhverf­is- og sam­göngu­nefndar um stefnu­mark­andi áform meiri­hluta nefnd­ar­innar um veggjalda­fram­kvæmd­ir. Á síð­unni er í boði að velja á milli tveggja takka, ann­ars vegar „ég and­mæli áformum um álagn­ing­u ­veggjalda eins og þær koma fram í for­sendum meiri hluta Umhverf­is- og sam­göngu­nefndar eða „ég styð áform um álagn­ing­u ­veggjalda eins og þær koma fram í for­sendum meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Með­ því að smella á annan hvor­n takk­ann opn­ast tölvu­póstur þar sem búið er að fylla inn allar þær upp­lýs­ingar sem þarf til að senda inn umsögn um ­sam­göngu­á­ætlun ásamt annarri hvorri ofan­greindri ­setn­ingu. Aðeins þarf að bæta við nafni sendana en einnig er í boði að breyta eða bæta við text­ann.  

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld BeckÍ sam­tali við Kjarn­ann segir Björn Leví að hann hafi búið til heima­síð­una með það fyrir augum að auð­velda fólki að senda inn umsögn um sam­göngu­á­ætlun 2019 til 2033. ­Björn segir að oft þyki fólki of flókið að senda inn umsögn en merkja þarf umsögn­ina á ákveðin máta, meðal ann­ars með núm­eri og heiti þing­máls sem fólk þykir oft rugl­andi að finna. Björn Leví bjó  því síðu sem fyllir inn allar þær nauð­syn­legar upp­lýs­ingar sem  þarf til að senda inn umsögn. Björn Leví segir að spurn­ingin sem fram kemur á síð­unni sé aðeins um áætl­an­ir ­meiri­hlut­ans um gjald­tökur og fólki boðið að taka afstöðu með því en hann segir að einnig standi fólki til boða að breyta text­anum og senda inn ítar­legri umsögn.

Hann vakti meðal ann­ars athygli á síð­­unni á Face­­book-­síðu sinni í von um að hvetja sem flesta til senda inn umsögn. Hann hvatti fólk til að senda inn umsagnir fyrir dag­inn í dag svo umsagn­irnar myndu skila sér til umhverf­is- og sam­­göng­u­­nefndar áður en nefndin fundar um málið í næstu viku. 

Auglýsing

Öll þing­leg með­ferð til­lagna um vega­skatta er eftir

Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis hefur fjallað um sam­göngu­á­ætl­un­ina frá því að mál­inu var vísað til­ ­nefnd­ar­inn­ar 11. októ­ber 2018 en stefnt er að því að afgreiða sam­göngu­á­ætlun snemma á þessu ári. Jón G­unn­­ar­s­­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður um­hverf­is- og sam­­göng­u­­nefnd­ar Alþing­is, sagði í Silfr­in­u 16. des­em­ber ­síð­ast­lið­inn, að full sam­staða væri á meðal rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna um af­greiðslu sam­­göng­u­­á­ætl­un­ar en sam­komu­lag var gert milli rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar og stjórn­­­ar­and­­stöð­unn­ar um að sam­­göng­u­­á­ætlun verði í for­­gangi þegar þing kem­ur sam­an að nýju eft­ir jóla­frí. 

Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Mynd: Birgir Þór Harðarson.Þann 19. des­em­ber 2018 lagð­i ­meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar fram minn­is­blað um á­hersl­ur ­meiri­hlut­ans í sam­göngu­á­ætl­un. Í henni er lagt til að tekið verði upp gjald­taka á veg­um, með það að mark­miði að flýta fram­kvæmdum sem gert er ráð fyrir í sam­göngu­á­ætl­un og skapa fjár­hags­legt rými fyrir nýjar fram­kvæmd­ir. Um­hverf­is- og sam­göngu­nefndin stefnir á að hitt­ast í næstu viku, á þeim fundi verða til­lögur meiri­hlut­ans teknar fyrir ásamt inn­sendum umsögnum um áætl­un­ina. For­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar hefur ver­ið gagn­rýndur af Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­manni Vinstri grænna, vegna stað­hæf­inga Jóns um veggjöld í fjöl­miðl­um. Hún segir að Jón hafa m.a. sagt að full sátt sé um fjár­mögn­un­ar­leið­irn­ar en Rósa Björk, sem einnig situr í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, bendir á að þær leiðir séu alveg óræddar í þing­nefnd­inni og á Al­þinig. Öll þing­leg með­ferð til­lagna um vega­skatt sé eftir og útfærsla þeirra.

Í silfr­inu 16. des­em­ber sagði Björn Leví að inn­­an Pírata væri hvorki sér­­­stök mót­staða eða stuðn­ing­ur við ­veggjöld. Flokk­­ur­inn hafi hins veg­ar bent á að ferlið við að kom­a ­veggjöld­um inn í sam­­göng­u­­á­ætlun með nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans rétt fyr­ir þing­lok hafi verið illa und­ir­­búið enda um stóra ákvörðun að ræða á stutt­um tíma. Vildi flokk­­ur­inn því að af­greiðslu sam­­göng­u­­á­ætl­un­ar yrði frestað og málið næg­i­­lega vel unn­ið. 

Áform um gjald­töku

Þær fjár­mögn­un­ar­leiðir sem koma fram í minn­is­blaði meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar eru byggðar á þrenns konar for­send­um. Í fyrsta lagi verði gjalda­taka á þremur megin stofnæð­u­m ­stofnæð­um, þ.e. Reykja­nes­braut að Kefla­vík­ur­flug­velli, Suð­ur­lands­vegi og Vest­ur­lands­vegi,  út frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í minn­is­blað­inu segir að mark­mið gjald­töku á þessum leiðum er að flýta fram­kvæmd­um  en núver­andi áætl­anir gera ráð fyr­ir. Til að hefja fram­kvæmdir þurfi að tryggja hag­stæða lán­töku sem greidd verði með veggjöld­um. Í minn­is­blað­inu segir að inn­heimtu þeirra verði hætt um leið og fram­kvæmd­irnar verða greiddar upp að fullu. 

Í öðru lagi verði ákveðnar leið­ir á lands­byggð­inni sem stytta vega­lengdir fjár­magn­aðar með bland­aðri fjár­mögn­un, að hluta til með fjár­fram­lögum af sam­göngu­á­ætlun og að hluta til með lán­töku sem verði greidd upp með gjald­töku. Gjald­töku verði síðan hætt þegar lán verður greitt upp, segir í minn­is­blað­inu. Í þriðja lagi verði inn­heimt veg­gjald í jarð­göngum á Íslandi. Í minn­is­blað­inu segir að gjald­töku í jarð­göngum sé ætlað að standa undir þjón­ustu og rekstri jarð­ganga, og hlut í nýbygg­ing­um.  

Meiri­hluti umsagn­anna and­víg veggjöldum

Björn Leví birti Face­book-­færslu í dag þar sem hann birti töl­fræði sína um umsagn­irnar en hann seg­iri þetta vera met fjölda umsagna. Alls bár­ust um 786 umsagnir og þar af rúm­lega 700 um veggjalda­á­ætl­un­ina en tæpar 70 um sam­göngu­á­ætl­un­ina ­sjálfa, sam­kvæmt Birni. Í færsl­unni segir hann að af 633 umsögnum eru 93 pró­sent and­víg veggjalda­á­ætlun en 7 pró­sent styðj­andi.

Aðspurður segir Björn að það hafi komið honum óvart hversu stór meiri­hluti var and­vígur til­lög­um ­meiri­hlut­ans um gjald­töku en hann bendir þó á að þeir sem sendi inn umsagnir eru yfir­leitt þeir sem hafi sterkar skoð­anir á mál­efn­in­u. Hann bætir við að sumar umsagn­anna voru mjög ýtar­legar en aðrar stuttar og hnit­mið­að­ar.

„Mig langar til þess að þakka þeim sem sendu umsagn­ir. Heild­ar­fjöldi umsagna er nú 773 umsagnir þar sem tæpar 70 bár­ust um sam­göngu­á­ætl­un­ina sjálfa og (enn sem komið er) um 700 um veggjalda­á­ætlun meiri hluta. Þetta er met í fjölda umsagna, til ham­ingju þið og takk kær­lega fyrir að sýna þessu áhuga.“ segir að lokum í Face­book-­færsl­unni.

Ég er búinn að fara yfir 644 umsagnir um veggjalda­á­ætlun meiri hlut­ans. Margar athuga­semdir eru ítar­leg­ar, aðrar stutt­ar...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Janu­ary 9, 2019


Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent