Tæplega 800 innsendar umsagnir um samgönguáætlun

Alls hafa borist inn 786 umsagnir um samgönguáætlun 2019 til 2033 en það er metfjöldi umsagna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, bjó til síðu sem auðveldaði fólki að senda inn umsögn um áætlunina.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Tæp­lega 800 umsagnir hafa verið sendar inn um sam­göngu­á­ætlun 2019 til 2033 en aldrei áður hafa jafn­margar umsagnir verið sendar inn um eitt­hvert þing­mál, sam­kvæmt skrif­stofu Alþing­is. Öllum er frjálst að senda nefnd ­skrif­lega um­sögn um þing­mál en þetta gríð­ar­lega magn umsagna má rekja til heima­síðu þar sem almenn­ing er gert auð­veld­ara fyrir að senda inn umsögn um sam­göngu­á­ætl­un. Að baki heima­síð­unnar er ­Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata en sam­kvæmt honum fjalla rúm­lega 700 umsagnir um veggjalda­á­ætl­un ­meiri­hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar.

Vildi auð­velda fólki að senda inn umsögn

Á síð­unni Veggjöld? er almenn­ing boðið að senda inn umsögn til umhverf­is- og sam­göngu­nefndar um stefnu­mark­andi áform meiri­hluta nefnd­ar­innar um veggjalda­fram­kvæmd­ir. Á síð­unni er í boði að velja á milli tveggja takka, ann­ars vegar „ég and­mæli áformum um álagn­ing­u ­veggjalda eins og þær koma fram í for­sendum meiri hluta Umhverf­is- og sam­göngu­nefndar eða „ég styð áform um álagn­ing­u ­veggjalda eins og þær koma fram í for­sendum meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Með­ því að smella á annan hvor­n takk­ann opn­ast tölvu­póstur þar sem búið er að fylla inn allar þær upp­lýs­ingar sem þarf til að senda inn umsögn um ­sam­göngu­á­ætlun ásamt annarri hvorri ofan­greindri ­setn­ingu. Aðeins þarf að bæta við nafni sendana en einnig er í boði að breyta eða bæta við text­ann.  

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld BeckÍ sam­tali við Kjarn­ann segir Björn Leví að hann hafi búið til heima­síð­una með það fyrir augum að auð­velda fólki að senda inn umsögn um sam­göngu­á­ætlun 2019 til 2033. ­Björn segir að oft þyki fólki of flókið að senda inn umsögn en merkja þarf umsögn­ina á ákveðin máta, meðal ann­ars með núm­eri og heiti þing­máls sem fólk þykir oft rugl­andi að finna. Björn Leví bjó  því síðu sem fyllir inn allar þær nauð­syn­legar upp­lýs­ingar sem  þarf til að senda inn umsögn. Björn Leví segir að spurn­ingin sem fram kemur á síð­unni sé aðeins um áætl­an­ir ­meiri­hlut­ans um gjald­tökur og fólki boðið að taka afstöðu með því en hann segir að einnig standi fólki til boða að breyta text­anum og senda inn ítar­legri umsögn.

Hann vakti meðal ann­ars athygli á síð­­unni á Face­­book-­síðu sinni í von um að hvetja sem flesta til senda inn umsögn. Hann hvatti fólk til að senda inn umsagnir fyrir dag­inn í dag svo umsagn­irnar myndu skila sér til umhverf­is- og sam­­göng­u­­nefndar áður en nefndin fundar um málið í næstu viku. 

Auglýsing

Öll þing­leg með­ferð til­lagna um vega­skatta er eftir

Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis hefur fjallað um sam­göngu­á­ætl­un­ina frá því að mál­inu var vísað til­ ­nefnd­ar­inn­ar 11. októ­ber 2018 en stefnt er að því að afgreiða sam­göngu­á­ætlun snemma á þessu ári. Jón G­unn­­ar­s­­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður um­hverf­is- og sam­­göng­u­­nefnd­ar Alþing­is, sagði í Silfr­in­u 16. des­em­ber ­síð­ast­lið­inn, að full sam­staða væri á meðal rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna um af­greiðslu sam­­göng­u­­á­ætl­un­ar en sam­komu­lag var gert milli rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar og stjórn­­­ar­and­­stöð­unn­ar um að sam­­göng­u­­á­ætlun verði í for­­gangi þegar þing kem­ur sam­an að nýju eft­ir jóla­frí. 

Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Mynd: Birgir Þór Harðarson.Þann 19. des­em­ber 2018 lagð­i ­meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar fram minn­is­blað um á­hersl­ur ­meiri­hlut­ans í sam­göngu­á­ætl­un. Í henni er lagt til að tekið verði upp gjald­taka á veg­um, með það að mark­miði að flýta fram­kvæmdum sem gert er ráð fyrir í sam­göngu­á­ætl­un og skapa fjár­hags­legt rými fyrir nýjar fram­kvæmd­ir. Um­hverf­is- og sam­göngu­nefndin stefnir á að hitt­ast í næstu viku, á þeim fundi verða til­lögur meiri­hlut­ans teknar fyrir ásamt inn­sendum umsögnum um áætl­un­ina. 



For­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar hefur ver­ið gagn­rýndur af Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­manni Vinstri grænna, vegna stað­hæf­inga Jóns um veggjöld í fjöl­miðl­um. Hún segir að Jón hafa m.a. sagt að full sátt sé um fjár­mögn­un­ar­leið­irn­ar en Rósa Björk, sem einnig situr í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, bendir á að þær leiðir séu alveg óræddar í þing­nefnd­inni og á Al­þinig. Öll þing­leg með­ferð til­lagna um vega­skatt sé eftir og útfærsla þeirra.

Í silfr­inu 16. des­em­ber sagði Björn Leví að inn­­an Pírata væri hvorki sér­­­stök mót­staða eða stuðn­ing­ur við ­veggjöld. Flokk­­ur­inn hafi hins veg­ar bent á að ferlið við að kom­a ­veggjöld­um inn í sam­­göng­u­­á­ætlun með nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans rétt fyr­ir þing­lok hafi verið illa und­ir­­búið enda um stóra ákvörðun að ræða á stutt­um tíma. Vildi flokk­­ur­inn því að af­greiðslu sam­­göng­u­­á­ætl­un­ar yrði frestað og málið næg­i­­lega vel unn­ið. 

Áform um gjald­töku

Þær fjár­mögn­un­ar­leiðir sem koma fram í minn­is­blaði meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar eru byggðar á þrenns konar for­send­um. Í fyrsta lagi verði gjalda­taka á þremur megin stofnæð­u­m ­stofnæð­um, þ.e. Reykja­nes­braut að Kefla­vík­ur­flug­velli, Suð­ur­lands­vegi og Vest­ur­lands­vegi,  út frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í minn­is­blað­inu segir að mark­mið gjald­töku á þessum leiðum er að flýta fram­kvæmd­um  en núver­andi áætl­anir gera ráð fyr­ir. Til að hefja fram­kvæmdir þurfi að tryggja hag­stæða lán­töku sem greidd verði með veggjöld­um. Í minn­is­blað­inu segir að inn­heimtu þeirra verði hætt um leið og fram­kvæmd­irnar verða greiddar upp að fullu. 

Í öðru lagi verði ákveðnar leið­ir á lands­byggð­inni sem stytta vega­lengdir fjár­magn­aðar með bland­aðri fjár­mögn­un, að hluta til með fjár­fram­lögum af sam­göngu­á­ætlun og að hluta til með lán­töku sem verði greidd upp með gjald­töku. Gjald­töku verði síðan hætt þegar lán verður greitt upp, segir í minn­is­blað­inu. Í þriðja lagi verði inn­heimt veg­gjald í jarð­göngum á Íslandi. Í minn­is­blað­inu segir að gjald­töku í jarð­göngum sé ætlað að standa undir þjón­ustu og rekstri jarð­ganga, og hlut í nýbygg­ing­um.  

Meiri­hluti umsagn­anna and­víg veggjöldum

Björn Leví birti Face­book-­færslu í dag þar sem hann birti töl­fræði sína um umsagn­irnar en hann seg­iri þetta vera met fjölda umsagna. Alls bár­ust um 786 umsagnir og þar af rúm­lega 700 um veggjalda­á­ætl­un­ina en tæpar 70 um sam­göngu­á­ætl­un­ina ­sjálfa, sam­kvæmt Birni. Í færsl­unni segir hann að af 633 umsögnum eru 93 pró­sent and­víg veggjalda­á­ætlun en 7 pró­sent styðj­andi.

Aðspurður segir Björn að það hafi komið honum óvart hversu stór meiri­hluti var and­vígur til­lög­um ­meiri­hlut­ans um gjald­töku en hann bendir þó á að þeir sem sendi inn umsagnir eru yfir­leitt þeir sem hafi sterkar skoð­anir á mál­efn­in­u. Hann bætir við að sumar umsagn­anna voru mjög ýtar­legar en aðrar stuttar og hnit­mið­að­ar.

„Mig langar til þess að þakka þeim sem sendu umsagn­ir. Heild­ar­fjöldi umsagna er nú 773 umsagnir þar sem tæpar 70 bár­ust um sam­göngu­á­ætl­un­ina sjálfa og (enn sem komið er) um 700 um veggjalda­á­ætlun meiri hluta. Þetta er met í fjölda umsagna, til ham­ingju þið og takk kær­lega fyrir að sýna þessu áhuga.“ segir að lokum í Face­book-­færsl­unni.

Ég er búinn að fara yfir 644 umsagnir um veggjalda­á­ætlun meiri hlut­ans. Margar athuga­semdir eru ítar­leg­ar, aðrar stutt­ar...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Janu­ary 9, 2019


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent