Tæplega 800 innsendar umsagnir um samgönguáætlun

Alls hafa borist inn 786 umsagnir um samgönguáætlun 2019 til 2033 en það er metfjöldi umsagna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, bjó til síðu sem auðveldaði fólki að senda inn umsögn um áætlunina.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Tæplega 800 umsagnir hafa verið sendar inn um samgönguáætlun 2019 til 2033 en aldrei áður hafa jafnmargar umsagnir verið sendar inn um eitthvert þingmál, samkvæmt skrifstofu Alþingis. Öllum er frjálst að senda nefnd skriflega umsögn um þingmál en þetta gríðarlega magn umsagna má rekja til heimasíðu þar sem almenning er gert auðveldara fyrir að senda inn umsögn um samgönguáætlun. Að baki heimasíðunnar er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata en samkvæmt honum fjalla rúmlega 700 umsagnir um veggjaldaáætlun meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar.

Vildi auðvelda fólki að senda inn umsögn

Á síðunni Veggjöld? er almenning boðið að senda inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar um stefnumarkandi áform meirihluta nefndarinnar um veggjaldaframkvæmdir. Á síðunni er í boði að velja á milli tveggja takka, annars vegar „ég andmæli áformum um álagningu veggjalda eins og þær koma fram í forsendum meiri hluta Umhverfis- og samgöngunefndar eða „ég styð áform um álagningu veggjalda eins og þær koma fram í forsendum meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Með því að smella á annan hvorn takkann opnast tölvupóstur þar sem búið er að fylla inn allar þær upplýsingar sem þarf til að senda inn umsögn um samgönguáætlun ásamt annarri hvorri ofangreindri setningu. Aðeins þarf að bæta við nafni sendana en einnig er í boði að breyta eða bæta við textann.  

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld BeckÍ samtali við Kjarnann segir Björn Leví að hann hafi búið til heimasíðuna með það fyrir augum að auðvelda fólki að senda inn umsögn um samgönguáætlun 2019 til 2033. Björn segir að oft þyki fólki of flókið að senda inn umsögn en merkja þarf umsögnina á ákveðin máta, meðal annars með númeri og heiti þingmáls sem fólk þykir oft ruglandi að finna. Björn Leví bjó  því síðu sem fyllir inn allar þær nauðsynlegar upplýsingar sem  þarf til að senda inn umsögn. Björn Leví segir að spurningin sem fram kemur á síðunni sé aðeins um áætlanir meirihlutans um gjaldtökur og fólki boðið að taka afstöðu með því en hann segir að einnig standi fólki til boða að breyta textanum og senda inn ítarlegri umsögn.

Hann vakti meðal annars athygli á síð­unni á Face­book-­síðu sinni í von um að hvetja sem flesta til senda inn umsögn. Hann hvatti fólk til að senda inn umsagnir fyrir dag­inn í dag svo umsagnirnar myndu skila sér til umhverf­is- og sam­göngu­nefndar áður en nefndin fundar um málið í næstu viku. 

Auglýsing

Öll þingleg meðferð tillagna um vegaskatta er eftir

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur fjallað um samgönguáætlunina frá því að málinu var vísað til nefndarinnar 11. október 2018 en stefnt er að því að afgreiða samgönguáætlun snemma á þessu ári. Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, sagði í Silfrinu 16. desember síðastliðinn, að full samstaða væri á meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um af­greiðslu sam­göngu­áætlun­ar en sam­komu­lag var gert milli rík­is­stjórn­ar­inn­ar og stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að sam­göngu­áætlun verði í for­gangi þegar þing kem­ur sam­an að nýju eft­ir jóla­frí. 

Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Mynd: Birgir Þór Harðarson.Þann 19. desember 2018 lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar fram minnisblað um áherslur meirihlutans í samgönguáætlun. Í henni er lagt til að tekið verði upp gjaldtaka á vegum, með það að markmiði að flýta framkvæmdum sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun og skapa fjárhagslegt rými fyrir nýjar framkvæmdir. Umhverfis- og samgöngunefndin stefnir á að hittast í næstu viku, á þeim fundi verða tillögur meirihlutans teknar fyrir ásamt innsendum umsögnum um áætlunina. 


Formaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur verið gagnrýndur af Rósu Björk Brynjólfsdóttir, þingmanni Vinstri grænna, vegna staðhæfinga Jóns um veggjöld í fjölmiðlum. Hún segir að Jón hafa m.a. sagt að full sátt sé um fjármögnunarleiðirnar en Rósa Björk, sem einnig situr í umhverfis- og samgöngunefnd, bendir á að þær leiðir séu alveg óræddar í þingnefndinni og á Alþinig. Öll þingleg meðferð tillagna um vegaskatt sé eftir og útfærsla þeirra.

Í silfrinu 16. desember sagði Björn Leví að inn­an Pírata væri hvorki sér­stök mótstaða eða stuðning­ur við veggjöld. Flokk­ur­inn hafi hins veg­ar bent á að ferlið við að koma veggjöldum inn í sam­göngu­áætlun með nefndaráliti meiri­hlut­ans rétt fyr­ir þinglok hafi verið illa und­ir­búið enda um stóra ákvörðun að ræða á stutt­um tíma. Vildi flokk­ur­inn því að af­greiðslu sam­göngu­áætlun­ar yrði frestað og málið nægi­lega vel unnið. 

Áform um gjaldtöku

Þær fjármögnunarleiðir sem koma fram í minnisblaði meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar eru byggðar á þrenns konar forsendum. Í fyrsta lagi verði gjaldataka á þremur megin stofnæðum stofnæðum, þ.e. Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi,  út frá höfuðborgarsvæðinu. Í minnisblaðinu segir að markmið gjaldtöku á þessum leiðum er að flýta framkvæmdum  en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Til að hefja framkvæmdir þurfi að tryggja hagstæða lántöku sem greidd verði með veggjöldum. Í minnisblaðinu segir að innheimtu þeirra verði hætt um leið og framkvæmdirnar verða greiddar upp að fullu. 

Í öðru lagi verði ákveðnar leiðir á landsbyggðinni sem stytta vegalengdir fjármagnaðar með blandaðri fjármögnun, að hluta til með fjárframlögum af samgönguáætlun og að hluta til með lántöku sem verði greidd upp með gjaldtöku. Gjaldtöku verði síðan hætt þegar lán verður greitt upp, segir í minnisblaðinu. Í þriðja lagi verði innheimt veggjald í jarðgöngum á Íslandi. Í minnisblaðinu segir að gjaldtöku í jarðgöngum sé ætlað að standa undir þjónustu og rekstri jarðganga, og hlut í nýbyggingum.  

Meirihluti umsagnanna andvíg veggjöldum

Björn Leví birti Facebook-færslu í dag þar sem hann birti tölfræði sína um umsagnirnar en hann segiri þetta vera met fjölda umsagna. Alls bárust um 786 umsagnir og þar af rúmlega 700 um veggjaldaáætlunina en tæpar 70 um samgönguáætlunina sjálfa, samkvæmt Birni. Í færslunni segir hann að af 633 umsögnum eru 93 prósent andvíg veggjaldaáætlun en 7 prósent styðjandi.

Aðspurður segir Björn að það hafi komið honum óvart hversu stór meirihluti var andvígur tillögum meirihlutans um gjaldtöku en hann bendir þó á að þeir sem sendi inn umsagnir eru yfirleitt þeir sem hafi sterkar skoðanir á málefninu. Hann bætir við að sumar umsagnanna voru mjög ýtarlegar en aðrar stuttar og hnitmiðaðar.

„Mig langar til þess að þakka þeim sem sendu umsagnir. Heildarfjöldi umsagna er nú 773 umsagnir þar sem tæpar 70 bárust um samgönguáætlunina sjálfa og (enn sem komið er) um 700 um veggjaldaáætlun meiri hluta. Þetta er met í fjölda umsagna, til hamingju þið og takk kærlega fyrir að sýna þessu áhuga.“ segir að lokum í Facebook-færslunni.

Ég er búinn að fara yfir 644 umsagnir um veggjaldaáætlun meiri hlutans. Margar athugasemdir eru ítarlegar, aðrar stuttar...

Posted by Björn Leví Gunnarsson on Wednesday, January 9, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent