Heildarkostnaður vegna viðgerða á húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins 1.420 milljónir

Framkvæmdir við endurnýjun á Arnarhvoli hófust árið 2013 og standa þær enn yfir. Kostnaður vegna þeirra áfanga sem lokið hefur verið við nemur samtals um 860 milljónum króna. Áætlaður kostnaður vegna síðasta áfangans er um 560 milljónir króna.

Arnarhvoll við Lindargötu
Arnarhvoll við Lindargötu
Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður vegna við­gerða á hús­næði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins mun verða í kringum 1.420 millj­ónir króna en kostn­aður þeirra áfanga sem lokið hefur verið við nemur sam­tals um 860 millj­ónum króna á verð­lagi í októ­ber síð­ast­liðn­um. Unnið er að þriðja og síð­asta áfanga heild­ar­fram­kvæmd­ar­inn­ar, sem eru inn­an­húss­fram­kvæmdir við aust­ur­hluta 2. og 3. hæðar húss­ins. Áætl­aður kostn­aður vegna þessa síð­asta áfanga er um 560 millj­ónir króna. Gert er ráð fyrir að þessum loka­á­fanga ljúki á seinni hluta árs­ins 2019.

Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni um við­gerð­ar­kostnað ráðu­neyt­is­ins sem birt­ist í dag á vef Alþing­is.

Fram­kvæmdir við end­ur­nýjun á Arn­ar­hvoli hófust árið 2013 og standa þær enn yfir. Þær fela í sér alls­herjar­end­ur­bætur á hús­inu en í svari ráð­herra segir að þær hafi verið orðnar löngu tíma­bær­ar.

Auglýsing

Húsið alger­lega end­ur­nýjað að innan

„Vest­ur­hluti Arn­ar­hvols var byggður um 1929 sam­kvæmt teikn­ingum Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar, húsa­meist­ara rík­is­ins, og aust­ur­hlut­inn nokkrum ára­tugum síð­ar. Þótt húsið hafi verið vandað og traust­byggt á sínum tíma hafði það fengið afar lítið við­hald und­an­farna ára­tugi og var orðið í slæmu ásig­komu­lagi utan sem inn­an, enda leiddi úttekt Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins í ljós að ytra byrði þess lá undir skemmd­um. Ljóst var að vinna þurfti að end­ur­gerð Arn­ar­hvols af mik­illi vand­virkni og gæta þess að halda að öllu leyti í upp­haf­legan bygg­ing­ar­stíl húss­ins og ytra byrð­i,“ segir í svar­in­u. 

Að utan þurfti að end­ur­nýja alla 244 glugga húss­ins, þak og þak­virki, auk þess sem útveggir húss­ins voru stein­aðir að nýju. Að innan þurfti að fjar­lægja alla veggi, loft­plöt­ur, gól­f­efni, eldri inn­rétt­ingar og lagn­ir. Hefur húsið verið alger­lega end­ur­nýjað að inn­an, þar með talið allar lagn­ir, loft­ræst­ing og raf­magns­kerfi húss­ins, auk þess sem hús­næðið hefur verið end­ur­inn­réttað í sam­ræmi við nútíma­hug­myndir um opin og virkni­m­iðuð vinnu­rými. Í svar­inu er tekið fram að sú breyt­ing hafi tek­ist mjög vel. 

Jafn­framt hafi hindr­unum verið rutt úr vegi til að tryggja aðgengi fólks með fötl­un. Meðal ann­ars hafi verið sett upp lyfta sem ekki var áður í hús­inu. Skipu­leggja þurfti allar end­ur­bætur við húsið og áfanga­skipta þeim þannig að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið gæti haldið uppi fullri starf­semi í hús­inu á fram­kvæmda­tím­an­um.

Hund­rað manns verða í hús­inu að fram­kvæmdum loknum

Þegar fram­kvæmdum verður lokið mun öll starf­semi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins verða komin á einn stað en hún er nú á þremur stöð­um. Við upp­haf fram­kvæmda unnu rúm­lega sjö­tíu starfs­menn í Arn­ar­hvoli en þegar fram­kvæmdum lýkur verða í hús­inu rúm­lega hund­rað manns.

Í svar­inu kemur enn fremur fram að með­al­kostn­aður á brútt­ó­fer­metra vegna fram­kvæmd­anna á verð­lagi í októ­ber 2018 sé 108 þús­und krónur vegna utan­húss­fram­kvæmda. Varð­andi inn­an­húss­fram­kvæmdir sé gert ráð fyrir að heild­ar­kostn­aður á brútt­ó­fer­metra að loknum þriðja áfanga verks­ins nemi um 309 þús­und krón­ur.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent