Heildarkostnaður vegna viðgerða á húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins 1.420 milljónir

Framkvæmdir við endurnýjun á Arnarhvoli hófust árið 2013 og standa þær enn yfir. Kostnaður vegna þeirra áfanga sem lokið hefur verið við nemur samtals um 860 milljónum króna. Áætlaður kostnaður vegna síðasta áfangans er um 560 milljónir króna.

Arnarhvoll við Lindargötu
Arnarhvoll við Lindargötu
Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður vegna við­gerða á hús­næði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins mun verða í kringum 1.420 millj­ónir króna en kostn­aður þeirra áfanga sem lokið hefur verið við nemur sam­tals um 860 millj­ónum króna á verð­lagi í októ­ber síð­ast­liðn­um. Unnið er að þriðja og síð­asta áfanga heild­ar­fram­kvæmd­ar­inn­ar, sem eru inn­an­húss­fram­kvæmdir við aust­ur­hluta 2. og 3. hæðar húss­ins. Áætl­aður kostn­aður vegna þessa síð­asta áfanga er um 560 millj­ónir króna. Gert er ráð fyrir að þessum loka­á­fanga ljúki á seinni hluta árs­ins 2019.

Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni um við­gerð­ar­kostnað ráðu­neyt­is­ins sem birt­ist í dag á vef Alþing­is.

Fram­kvæmdir við end­ur­nýjun á Arn­ar­hvoli hófust árið 2013 og standa þær enn yfir. Þær fela í sér alls­herjar­end­ur­bætur á hús­inu en í svari ráð­herra segir að þær hafi verið orðnar löngu tíma­bær­ar.

Auglýsing

Húsið alger­lega end­ur­nýjað að innan

„Vest­ur­hluti Arn­ar­hvols var byggður um 1929 sam­kvæmt teikn­ingum Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar, húsa­meist­ara rík­is­ins, og aust­ur­hlut­inn nokkrum ára­tugum síð­ar. Þótt húsið hafi verið vandað og traust­byggt á sínum tíma hafði það fengið afar lítið við­hald und­an­farna ára­tugi og var orðið í slæmu ásig­komu­lagi utan sem inn­an, enda leiddi úttekt Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins í ljós að ytra byrði þess lá undir skemmd­um. Ljóst var að vinna þurfti að end­ur­gerð Arn­ar­hvols af mik­illi vand­virkni og gæta þess að halda að öllu leyti í upp­haf­legan bygg­ing­ar­stíl húss­ins og ytra byrð­i,“ segir í svar­in­u. 

Að utan þurfti að end­ur­nýja alla 244 glugga húss­ins, þak og þak­virki, auk þess sem útveggir húss­ins voru stein­aðir að nýju. Að innan þurfti að fjar­lægja alla veggi, loft­plöt­ur, gól­f­efni, eldri inn­rétt­ingar og lagn­ir. Hefur húsið verið alger­lega end­ur­nýjað að inn­an, þar með talið allar lagn­ir, loft­ræst­ing og raf­magns­kerfi húss­ins, auk þess sem hús­næðið hefur verið end­ur­inn­réttað í sam­ræmi við nútíma­hug­myndir um opin og virkni­m­iðuð vinnu­rými. Í svar­inu er tekið fram að sú breyt­ing hafi tek­ist mjög vel. 

Jafn­framt hafi hindr­unum verið rutt úr vegi til að tryggja aðgengi fólks með fötl­un. Meðal ann­ars hafi verið sett upp lyfta sem ekki var áður í hús­inu. Skipu­leggja þurfti allar end­ur­bætur við húsið og áfanga­skipta þeim þannig að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið gæti haldið uppi fullri starf­semi í hús­inu á fram­kvæmda­tím­an­um.

Hund­rað manns verða í hús­inu að fram­kvæmdum loknum

Þegar fram­kvæmdum verður lokið mun öll starf­semi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins verða komin á einn stað en hún er nú á þremur stöð­um. Við upp­haf fram­kvæmda unnu rúm­lega sjö­tíu starfs­menn í Arn­ar­hvoli en þegar fram­kvæmdum lýkur verða í hús­inu rúm­lega hund­rað manns.

Í svar­inu kemur enn fremur fram að með­al­kostn­aður á brútt­ó­fer­metra vegna fram­kvæmd­anna á verð­lagi í októ­ber 2018 sé 108 þús­und krónur vegna utan­húss­fram­kvæmda. Varð­andi inn­an­húss­fram­kvæmdir sé gert ráð fyrir að heild­ar­kostn­aður á brútt­ó­fer­metra að loknum þriðja áfanga verks­ins nemi um 309 þús­und krón­ur.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent