Rúmlega helmingur Íslendinga hlynntur því að Ágúst Ólafur segi af sér

Næstum annar hver kjósandi Samfylkingarinnar vill að Ágúst Ólafur Ágústsson segi af sér þingmennsku. Kjósendur Miðflokksins eru andvígastir afsögn hans.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Á bilinu 51 til 52 prósent landsmanna eru á þeirri skoðun að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér sem þingmaður. Tæplega þriðjungur, eða 32 prósent, eru í meðallagi hlynnt því en 17 prósent landsmanna eru andvígir. 

Alls eru 48,3 prósent kjósenda Samfylkingarinnar á þeirri skoðun að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér. Kjósendur Miðflokksins eru andvígastir afsögn hans, en 45,8 prósent telja að hann eigi ekki að segja af sér þingmennsku. Kjósendur Pírata og Framsóknarflokks eru hlynntastir afsögn Ágústar Ólafs. 

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 14-28. desember 2018. Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segi af sér?“

Auglýsing
Ágúst Ólafur tilkynnti þann 7. desember 2018 að hann myndi fara í tveggja mánaða leyfi eftir að honum var veitt áminn­ing af trún­að­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­innar vegna ósæmi­legrar hegð­unar hans í garð blaðamanns á Kjarnanum. Hún sendi frá sér svar við yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur hafði birt við það tilefni nokkrum dögum síðar. Það svar má lesa hér.

Í könnun Maskínu kemur fram eldri Íslendingar eru líklegri til þess að vera andvígir afsögn Ágústar Ólafs, þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs (58,8 prósent) og háskólamenntaðir andvígastir(19,3 prósent).

Maskína gerði sambærilega könnun á skoðun landsmanna gagnvart afsögn alþingismannanna sex sem áttu umdeild samskipti á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn, sem tekin voru upp og birt í fjölmiðlum. Niðurstaðan þar var að á milli 74 og 91 prósent Íslendinga voru hlynnt afsögn alþingismannanna sex.  Flestum fannst að Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, ætti að segja af sér (91 prósent)  en næstum jafn háu hlut­falli fannst að Berg­þór Óla­son, annars þingmaður sama flokks, ætti að gera það (90 prósent). Þá sögðust 86 prósent vera þeirrar skoðunar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ætti að segja af sér og 85 prósent að Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins og nú óháður, ætti að gera slíkt. 82 prósent landsmanna vildu að Ólafur Ísleifsson, sem var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta og situr nú sem óháður, ætti að víkja og 74 prósent vildu að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins myndi gera slíkt.

Bæði Gunnar Bragi og Bergþór fóru í leyfi frá störfum líkt og Ágúst Ólafur en enginn sexmenninganna hefur sagt af sér þingmennsku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent