Hvað skal gera með íslenskan tíma?

Samkvæmt greinargerð sem unnin var á vegum forsætisráðuneytisins eru þrír valkostir í stöðunni varðandi klukkuna á Íslandi en rannsóknir sýna að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi.

klukka
Auglýsing

Grein­ar­gerðin „Stað­ar­tími á Íslandi – stöðu­mat og til­lög­ur“ hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en umsagn­ar­frestur er til 10. mars næst­kom­and­i. ­Grein­ar­gerðin var unnin í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og í henni er skoðað hvort færa eigi stað­ar­tíma nær sól­ar­tíma miðað við hnatt­ræna legu lands­ins. 

Í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um málið kemur fram að rann­sóknir sýni að næt­ur­svefn Íslend­inga sé almennt séð of stuttur en slíkt geti verið heilsu­spill­andi og haft áhrif á náms­ár­angur og fram­leiðni í atvinnu­líf­inu. Sér­stak­lega sé þetta áhyggju­efni vegna barna og ung­menna. Ein lík­leg skýr­ing sé að klukkan sé ekki í sam­ræmi við hnatt­ræna legu lands­ins.

Þrír val­kostir eru settir fram í grein­ar­gerð­inni. Í fyrsta lagi er lagt til að staðan verði óbreytt og klukkan áfram einni klukku­stund fljót­ari en ef miðað væri við hnatt­stöðu. Með fræðslu sé fólk aftur á móti hvatt til að ganga fyrr til náða.

Auglýsing

Í öðru lagi að klukk­unni verði seinkað um eina klukku­stund frá því sem nú er, í sam­ræmi við hnatt­stöðu lands­ins. Sem dæmi er tekið að ef klukkan er 11:00 nú þá verði hún 10:00 eftir breyt­ingu.

Í þriðja lagi er lagt til að klukkan verði áfram óbreytt en skólar og jafn­vel fyr­ir­tæki og stofn­anir hefji starf­semi seinna á morgn­ana.

Mis­ræmi milli stað­ar­tíma og sól­ar­tíma

Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að frá árinu 1968 hafi stað­ar­tími á Íslandi mið­ast við mið­tíma Greenwich. Sé þannig mis­ræmi milli stað­ar­tíma og sól­ar­tíma miðað við hnatt­ræna legu lands­ins sem þýðir að í Reykja­vík er sól hæst á lofti um kl. 13:30 en ekki um kl. 12:30 eins og vera ætti ef miðað væri við tíma­belti sam­kvæmt hnatt­stöðu.

Frá 1939 hafði klukk­unni verið flýtt á sumrin og seinkað á vet­urna og frá 1968 var miðað við svo­kall­aðan sum­ar­tíma allan árs­ins hring. Færsla klukk­unnar tvisvar á ári þótti óheppi­leg og ákveðið var að falla frá henni. Rökin fyrir því að miða fastan tíma árið um kring við sum­ar­tíma voru fyrst og fremst við­skipta­legs eðl­is, heppi­legra þótti að vera nær Evr­ópu í tíma og talið var jákvætt að dags­birta myndi nýt­ast betur á vöku­tíma lands­manna. Nei­kvæð áhrif myrk­ari vetr­ar­morgna voru talin minni en ávinn­ingur af birtu síð­deg­is.

Vildu að íslenskur tími væri í takt við tíma ann­arra landa

Á vef Alm­an­aks Háskóla Íslands er saga umræðna um tíma­reikn­ing rak­in. Þar er meðal ann­ars greint frá því að í kjöl­far breyt­ing­anna 1968 hafi ríkt friður um tíma­reikn­ing­inn í ald­ar­fjórð­ung. Það var svo 1994 sem fram kom þing­mál þar sem lögð var til breyt­ing, raunar í þá átt að flýta klukk­unni enn frekar til að íslenskur tími væri meira í takt við tíma helstu mark­aðs­landa okkar að sumri til og að auka fram­leiðni í atvinnu­líf­inu.

Í kjöl­far þeirrar til­lögu var lagt fram frum­varp 1995 sem var end­ur­flutt 1998 og 2000 og þings­á­lykt­un­ar­til­laga sama efnis 2006. 2010 kom fram til­laga sem gekk í þá átt að seinka klukk­unni og í kjöl­farið til­lögur sama efnis 2013, 2014 og 2015. Í umsögnum sem bár­ust þing­inu vegna síð­ar­nefndu til­lagn­anna var fyrst og fremst bent á lýð­heilsurök. Á sviði lækna­vís­inda og geð­ræktar kom fram jákvætt við­horf til þess að færa klukk­una nær sól­ar­gangi en á hinn bóg­inn hafa til dæmis íþrótta­sam­tök bent á skertan mögu­leika til úti­vistar síð­deg­is.

Tíma­bundið mis­ræmi hefur áhrif á vel­ferð og vellíðan

Þau þing­mál sem hafa komið fram síð­ustu ár end­ur­spegla að und­an­farið hefur athygli manna beinst í auknum mæli að áhrifum sól­ar­ljóss og birtu á heilsu og líðan fólks. Fjöldi vís­inda­rann­sókna á þessu sviði liggur fyrir og Nóbels­verð­launin í líf­eðl­is- og lækn­is­fræði 2017 voru veitt fyrir rann­sóknir á erfða og sam­einda­líf­fræði dæg­ur­klukk­unn­ar. Í grein­ar­gerð­inni er sam­an­tekt um Nóbels­verð­launin laus­lega þýdd:

„Með ótrú­legri nákvæmni lagar innri klukkan lík­ams­starf­semi okkar að ólíkum tímum dags. Innri klukkan stýrir mik­il­vægum þáttum eins og hegð­un, magni horm­óna, svefni, lík­ams­hita og efna­skipt­um. Tíma­bundið mis­ræmi milli ytra umhverfis og innri lík­ams­klukku hefur áhrif á vel­ferð okkar og vellíð­an, til dæmis þegar ferð­ast er milli tíma­belta og fólk upp­lifir „þotu­þreyt­u“. Einnig er ýmis­legt sem bendir til þess að við­var­andi mis­ræmi milli lífs­stíls og takts­ins sem lík­ams­klukkan stýrir teng­ist auk­inni hættu á marg­vís­legum sjúk­dóm­um.“

Ekki hægt að horfa fram hjá nið­ur­stöðum rann­sókna

Starfs­hópur skip­aður af heil­brigð­is­ráð­herra skil­aði grein­ar­gerð fyrr á árinu um ávinn­ing fyrir lýð­heilsu og vellíðan lands­manna af því að leið­rétta klukk­una til sam­ræmis við gang sól­ar. Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni hafa nið­ur­stöður vís­inda­rann­sókna hin síð­ari ár leitt í ljós nei­kvæðar heilsu­fars­legar afleið­ingar þess að miða við of fljótan stað­ar­tíma, líkt og nú er gert hér á landi.

Í grein­ar­gerð­inni segir að ekki verði horft fram hjá nið­ur­stöðum vís­inda­rann­sókna sem sýna fram á áhrif sól­ar­ljóss og birtu á heilsu og líðan fólks. Taktur dags­ins – klukkan – varði alla lands­menn, atvinnu­líf og stjórn­sýslu á marg­vís­legan hátt. Því hafi rík­is­stjórnin sam­þykkt að hefja skoðun á því hvort breyta eigi tíma­reikn­ingi á Íslandi og færa klukk­una nær raun­veru­legum sól­ar­tíma miðað við hnatt­stöðu. Liður í þeirri skoðun sé að efna til víð­tæks sam­ráðs um mál­efnið og eru þau sem láta sig málið varða, almenn­ingur jafnt sem fyr­ir­tæki, stofn­anir og félaga­sam­tök, hvött til að kynna sér málið og senda sín sjón­ar­mið og til­lögur í sam­ráðs­gátt Stjórn­ar­ráðs­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent