Nordea verður hluthafi í Meniga

Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, verður hluthafi í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Meniga hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu Wrapp en með kaupunum hyggst Meniga keppa við Google og Facebook í stafrænum auglýsingum.

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Auglýsing

Nor­dea, stærsti banki Norð­ur­landa, verður hlut­hafi í íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­in­u ­Meniga í kjöl­far kaupa Meniga á öllu hlutafé í sænska fyr­ir­tæk­in­u Wrapp. Kaupin ger­a ­Meniga að stærsta fyr­ir­tæki á sviði end­ur­greiðslu­til­boða á Norð­ur­lönd­unum en með kaup­unum hyggst ­Meniga keppa við ­Goog­le og Face­book um að verða mark­aðs­leið­andi í staf­rænum aug­lýs­ingum í Evr­ópu.

Sér­hæfir sig í sér­sniðnum til­boðum

Sænska fyr­ir­tæk­in­u Wrapp ­sér­hæfir sig í sér­sniðnum til­boðum til neyt­enda í Sví­þjóð og Finn­landi og starfa með rúm­lega 350 fyr­ir­tækj­u­m.  Allir starfs­menn Wrapp munu fær­ast yfir í sam­einað fyr­ir­tæki sem mun starfa undir merkj­u­m ­Meniga en með kaup­unum verða ­Meniga að stærsta fyr­ir­tæki á sviði end­ur­greiðslu­til­boða á Norð­ur­lönd­un­um. 

­Fyrrum eig­end­ur Wrapp verða hlut­hafar í Meniga en á meðal þeirra er bank­inn Nor­dea. Nor­dea bæt­ist þá í hóp Swed­bank, Un­iCredit og Íslands­banka sem hafa þegar fjár­fest í Meniga.

Meniga hefur starf­rækt fríð­inda­kerfi á Íslandi síðan 2014 í sam­vinnu við yfir 200 fyr­ir­tæki. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að með kaup­unum á Wrapp munu versl­anir og fyr­ir­tæki á Norð­ur­löndum nú geta boðið neyt­endum sér­sniðin end­ur­greiðslu­til­boð og fá skýran val­kost við aug­lýs­inga­kerfi á borð við Face­book og ­Google. Aug­lýs­inga­kerfið er eitt fyrsta sinnar teg­undar í heim­inum og býður bönkum að vinna saman að því að bjóða neyt­endum til­boð í gegn­um ­snjall­síma­app og net­banka, sam­kvæmt tilkynningunni.

Auglýsing

Neyt­endur vilja í auknum mæli að gögn þeirra séu nýtt til að skapa per­sónu­lega upp­lifun

Georg Lúð­víks­son, for­stjóri og einn stofn­and­i ­Meniga, segir að bankar séu í ein­stakri stöðu til að skapa aukið virði fyr­ir­ við­skipta­vin­i sína með sér­sniðnum til­boðum og verða þannig mark­aðs­leið­andi á staf­rænum aug­lýs­inga­mark­að­i. Neyt­endur eru í auknum mæli að fara fram á að gögnin þeirra séu nýtt til þess að skapa aukið virði og per­sónu­lega upp­lifun á þeirri vöru sem þeir nýta. Að sama skapi vilja þeir að farið sé með gögnin þeirra á ábyrgan og gagn­sæjan hátt,“ segir Georg í til­kynn­ingu frá­ ­fyr­ir­tæk­inu.

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfs­­menn eftir sam­run­ann um 150. Hug­­bún­að­ur­ ­Meniga hef­ur verið inn­­­leidd­ur hjá yfir 75 fjár­­­mála­­stofn­un­um og er hann aðgeng­i­­leg­ur yfir 65 millj­­ónum ein­stak­linga í 30 lönd­­um. Starfs­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins verða sem fyrr í Reykja­vík en einnig er fyr­ir­tækið með skrif­stofur í Lund­ún­um, Stokk­hólmi og Var­sjá. Skrif­stofan í Stokk­hólmi hefur nú sam­ein­ast skrif­stofu Wrapp þar í borg og skrif­stof­a Wrapp í Helsinki bæt­ist við hóp­inn.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent