Nordea verður hluthafi í Meniga

Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, verður hluthafi í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Meniga hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu Wrapp en með kaupunum hyggst Meniga keppa við Google og Facebook í stafrænum auglýsingum.

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Auglýsing

Nor­dea, stærsti banki Norð­ur­landa, verður hlut­hafi í íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­in­u ­Meniga í kjöl­far kaupa Meniga á öllu hlutafé í sænska fyr­ir­tæk­in­u Wrapp. Kaupin ger­a ­Meniga að stærsta fyr­ir­tæki á sviði end­ur­greiðslu­til­boða á Norð­ur­lönd­unum en með kaup­unum hyggst ­Meniga keppa við ­Goog­le og Face­book um að verða mark­aðs­leið­andi í staf­rænum aug­lýs­ingum í Evr­ópu.

Sér­hæfir sig í sér­sniðnum til­boðum

Sænska fyr­ir­tæk­in­u Wrapp ­sér­hæfir sig í sér­sniðnum til­boðum til neyt­enda í Sví­þjóð og Finn­landi og starfa með rúm­lega 350 fyr­ir­tækj­u­m.  Allir starfs­menn Wrapp munu fær­ast yfir í sam­einað fyr­ir­tæki sem mun starfa undir merkj­u­m ­Meniga en með kaup­unum verða ­Meniga að stærsta fyr­ir­tæki á sviði end­ur­greiðslu­til­boða á Norð­ur­lönd­un­um. 

­Fyrrum eig­end­ur Wrapp verða hlut­hafar í Meniga en á meðal þeirra er bank­inn Nor­dea. Nor­dea bæt­ist þá í hóp Swed­bank, Un­iCredit og Íslands­banka sem hafa þegar fjár­fest í Meniga.

Meniga hefur starf­rækt fríð­inda­kerfi á Íslandi síðan 2014 í sam­vinnu við yfir 200 fyr­ir­tæki. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að með kaup­unum á Wrapp munu versl­anir og fyr­ir­tæki á Norð­ur­löndum nú geta boðið neyt­endum sér­sniðin end­ur­greiðslu­til­boð og fá skýran val­kost við aug­lýs­inga­kerfi á borð við Face­book og ­Google. Aug­lýs­inga­kerfið er eitt fyrsta sinnar teg­undar í heim­inum og býður bönkum að vinna saman að því að bjóða neyt­endum til­boð í gegn­um ­snjall­síma­app og net­banka, sam­kvæmt tilkynningunni.

Auglýsing

Neyt­endur vilja í auknum mæli að gögn þeirra séu nýtt til að skapa per­sónu­lega upp­lifun

Georg Lúð­víks­son, for­stjóri og einn stofn­and­i ­Meniga, segir að bankar séu í ein­stakri stöðu til að skapa aukið virði fyr­ir­ við­skipta­vin­i sína með sér­sniðnum til­boðum og verða þannig mark­aðs­leið­andi á staf­rænum aug­lýs­inga­mark­að­i. Neyt­endur eru í auknum mæli að fara fram á að gögnin þeirra séu nýtt til þess að skapa aukið virði og per­sónu­lega upp­lifun á þeirri vöru sem þeir nýta. Að sama skapi vilja þeir að farið sé með gögnin þeirra á ábyrgan og gagn­sæjan hátt,“ segir Georg í til­kynn­ingu frá­ ­fyr­ir­tæk­inu.

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfs­­menn eftir sam­run­ann um 150. Hug­­bún­að­ur­ ­Meniga hef­ur verið inn­­­leidd­ur hjá yfir 75 fjár­­­mála­­stofn­un­um og er hann aðgeng­i­­leg­ur yfir 65 millj­­ónum ein­stak­linga í 30 lönd­­um. Starfs­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins verða sem fyrr í Reykja­vík en einnig er fyr­ir­tækið með skrif­stofur í Lund­ún­um, Stokk­hólmi og Var­sjá. Skrif­stofan í Stokk­hólmi hefur nú sam­ein­ast skrif­stofu Wrapp þar í borg og skrif­stof­a Wrapp í Helsinki bæt­ist við hóp­inn.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent