Nordea verður hluthafi í Meniga

Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, verður hluthafi í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Meniga hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu Wrapp en með kaupunum hyggst Meniga keppa við Google og Facebook í stafrænum auglýsingum.

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Auglýsing

Nor­dea, stærsti banki Norð­ur­landa, verður hlut­hafi í íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­in­u ­Meniga í kjöl­far kaupa Meniga á öllu hlutafé í sænska fyr­ir­tæk­in­u Wrapp. Kaupin ger­a ­Meniga að stærsta fyr­ir­tæki á sviði end­ur­greiðslu­til­boða á Norð­ur­lönd­unum en með kaup­unum hyggst ­Meniga keppa við ­Goog­le og Face­book um að verða mark­aðs­leið­andi í staf­rænum aug­lýs­ingum í Evr­ópu.

Sér­hæfir sig í sér­sniðnum til­boðum

Sænska fyr­ir­tæk­in­u Wrapp ­sér­hæfir sig í sér­sniðnum til­boðum til neyt­enda í Sví­þjóð og Finn­landi og starfa með rúm­lega 350 fyr­ir­tækj­u­m.  Allir starfs­menn Wrapp munu fær­ast yfir í sam­einað fyr­ir­tæki sem mun starfa undir merkj­u­m ­Meniga en með kaup­unum verða ­Meniga að stærsta fyr­ir­tæki á sviði end­ur­greiðslu­til­boða á Norð­ur­lönd­un­um. 

­Fyrrum eig­end­ur Wrapp verða hlut­hafar í Meniga en á meðal þeirra er bank­inn Nor­dea. Nor­dea bæt­ist þá í hóp Swed­bank, Un­iCredit og Íslands­banka sem hafa þegar fjár­fest í Meniga.

Meniga hefur starf­rækt fríð­inda­kerfi á Íslandi síðan 2014 í sam­vinnu við yfir 200 fyr­ir­tæki. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að með kaup­unum á Wrapp munu versl­anir og fyr­ir­tæki á Norð­ur­löndum nú geta boðið neyt­endum sér­sniðin end­ur­greiðslu­til­boð og fá skýran val­kost við aug­lýs­inga­kerfi á borð við Face­book og ­Google. Aug­lýs­inga­kerfið er eitt fyrsta sinnar teg­undar í heim­inum og býður bönkum að vinna saman að því að bjóða neyt­endum til­boð í gegn­um ­snjall­síma­app og net­banka, sam­kvæmt tilkynningunni.

Auglýsing

Neyt­endur vilja í auknum mæli að gögn þeirra séu nýtt til að skapa per­sónu­lega upp­lifun

Georg Lúð­víks­son, for­stjóri og einn stofn­and­i ­Meniga, segir að bankar séu í ein­stakri stöðu til að skapa aukið virði fyr­ir­ við­skipta­vin­i sína með sér­sniðnum til­boðum og verða þannig mark­aðs­leið­andi á staf­rænum aug­lýs­inga­mark­að­i. Neyt­endur eru í auknum mæli að fara fram á að gögnin þeirra séu nýtt til þess að skapa aukið virði og per­sónu­lega upp­lifun á þeirri vöru sem þeir nýta. Að sama skapi vilja þeir að farið sé með gögnin þeirra á ábyrgan og gagn­sæjan hátt,“ segir Georg í til­kynn­ingu frá­ ­fyr­ir­tæk­inu.

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfs­­menn eftir sam­run­ann um 150. Hug­­bún­að­ur­ ­Meniga hef­ur verið inn­­­leidd­ur hjá yfir 75 fjár­­­mála­­stofn­un­um og er hann aðgeng­i­­leg­ur yfir 65 millj­­ónum ein­stak­linga í 30 lönd­­um. Starfs­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins verða sem fyrr í Reykja­vík en einnig er fyr­ir­tækið með skrif­stofur í Lund­ún­um, Stokk­hólmi og Var­sjá. Skrif­stofan í Stokk­hólmi hefur nú sam­ein­ast skrif­stofu Wrapp þar í borg og skrif­stof­a Wrapp í Helsinki bæt­ist við hóp­inn.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent