Magnús Már Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri BSRB

Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn hjá BSRB. Hann tekur við starfinu af Helgu Jónsdóttur, sem lét af störfum um áramótin.

Magnús Már Guðmundsson
Magnús Már Guðmundsson
Auglýsing

Magnús Már Guð­munds­son hefur verið ráð­inn nýr fram­kvæmda­stjóri BSRB. Hann tekur við starf­inu af Helgu Jóns­dótt­ur, sem lét af störfum um ára­mót­in. Magnús hefur verið borg­ar­full­trúi og vara­borg­ar­full­trúi fyrir Sam­fylk­ing­una frá árinu 2014 en mun óska eftir leyfi frá störfum á fundi borg­ar­stjórnar í næstu viku.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá BSRB í dag. 

Magnús Már segir þetta vera spenn­andi tíma hjá BSRB eins og ann­ars staðar í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og seg­ist hann hlakka til að starfa með öfl­ugu fólki innan banda­lags­ins og í aðild­ar­fé­lögum þess. „Bar­átta verka­lýðs­fé­laga er bar­átta fyrir bættu sam­fé­lagi sem rímar vel við þær hug­sjónir sem ég hef beitt mér fyrir á öðrum vett­vangi á und­an­förnum árum,“ segir hann. 

Auglýsing

Magnús er með B.A. próf í sagn­fræði frá Háskóla Íslands með stjórn­mála­fræði sem auka­grein. Hann er með kennslu­rétt­indi sem grunn- og fram­halds­skóla­kenn­ari og hóf nýlega meist­ara­nám í opin­berri stjórn­sýslu. Magnús starf­aði með fötl­uðum börnum og ung­mennum hjá Íþrótta- og tóm­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borgar með námi á árunum 2002 til 2008. Hann var frétta­maður á frétta­stofu Vís­is.is og Bylgj­unnar að námi loknu en hóf störf sem kenn­ari í Mennta­skól­anum í Kópa­vogi árið 2011. Hann var kjör­inn vara­borg­ar­full­trúi í Reykja­vík­ur­borg árið 2014, varð tíma­bundið borg­ar­full­trúi árið 2016, en hefur verið vara­borg­ar­full­trúi aftur frá árinu 2017.

„Það er mik­ill fengur fyrir okkur hjá BSRB að fá Magnús Má til liðs við okk­ur,“ segir Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB. „Magnús kemur með mikla reynslu með sér til starfa, til að mynda hefur hann stýrt til­rauna­verk­efni um stytt­ingu vinnu­vik­unnar hjá Reykja­vík­ur­borg síð­ustu árin og þekkir því vel til þessa stóra stefnu­máls banda­lags­ins.“

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent