Magnús Már Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri BSRB

Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn hjá BSRB. Hann tekur við starfinu af Helgu Jónsdóttur, sem lét af störfum um áramótin.

Magnús Már Guðmundsson
Magnús Már Guðmundsson
Auglýsing

Magnús Már Guð­munds­son hefur verið ráð­inn nýr fram­kvæmda­stjóri BSRB. Hann tekur við starf­inu af Helgu Jóns­dótt­ur, sem lét af störfum um ára­mót­in. Magnús hefur verið borg­ar­full­trúi og vara­borg­ar­full­trúi fyrir Sam­fylk­ing­una frá árinu 2014 en mun óska eftir leyfi frá störfum á fundi borg­ar­stjórnar í næstu viku.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá BSRB í dag. 

Magnús Már segir þetta vera spenn­andi tíma hjá BSRB eins og ann­ars staðar í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og seg­ist hann hlakka til að starfa með öfl­ugu fólki innan banda­lags­ins og í aðild­ar­fé­lögum þess. „Bar­átta verka­lýðs­fé­laga er bar­átta fyrir bættu sam­fé­lagi sem rímar vel við þær hug­sjónir sem ég hef beitt mér fyrir á öðrum vett­vangi á und­an­förnum árum,“ segir hann. 

Auglýsing

Magnús er með B.A. próf í sagn­fræði frá Háskóla Íslands með stjórn­mála­fræði sem auka­grein. Hann er með kennslu­rétt­indi sem grunn- og fram­halds­skóla­kenn­ari og hóf nýlega meist­ara­nám í opin­berri stjórn­sýslu. Magnús starf­aði með fötl­uðum börnum og ung­mennum hjá Íþrótta- og tóm­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borgar með námi á árunum 2002 til 2008. Hann var frétta­maður á frétta­stofu Vís­is.is og Bylgj­unnar að námi loknu en hóf störf sem kenn­ari í Mennta­skól­anum í Kópa­vogi árið 2011. Hann var kjör­inn vara­borg­ar­full­trúi í Reykja­vík­ur­borg árið 2014, varð tíma­bundið borg­ar­full­trúi árið 2016, en hefur verið vara­borg­ar­full­trúi aftur frá árinu 2017.

„Það er mik­ill fengur fyrir okkur hjá BSRB að fá Magnús Má til liðs við okk­ur,“ segir Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB. „Magnús kemur með mikla reynslu með sér til starfa, til að mynda hefur hann stýrt til­rauna­verk­efni um stytt­ingu vinnu­vik­unnar hjá Reykja­vík­ur­borg síð­ustu árin og þekkir því vel til þessa stóra stefnu­máls banda­lags­ins.“

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent