Vilja stofna nýtt embætti umboðsmanns fatlaðra og langveikra

Formaður Öryrkjabandalagsins fundaði með forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Öryrkja­banda­lags Íslands, hefur lagt til við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, að stofnað verði nýtt emb­ætti Umboðs­manns fatl­aðs og lang­veiks fólks. Þur­íður Harpa afhenti Katrínu skrif­lega og rök­studda til­lögu um þetta á fund­in­um.

Form­leg til­laga um þetta var lögð fram á fundi for­manna ÖBÍ, Þroska­hjálpar og for­sæt­is­ráð­herra.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Öryrkja­banda­lag­inu, en fjallað er um fund Þur­íðar Hörpu með Katrínu á vef banda­lags­ins.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­lög­unni yrði hlut­verk umboðs­manns fatl­aðs og lang­veiks fólks að taka við erindum frá ein­stak­lingum og fella úrskurði út frá gild­andi lög­um, sem væru til grund­vallar skaða­bóta­mála ef ekki er brugð­ist við. Þá hefði emb­ættið það hlut­verk að benda stjórn­völdum á gloppur í íslenskri lög­gjöf um mann­rétt­indi út frá skuld­bind­ingum alþjóða­sátt­mála.

„Grund­vall­ar­mark­mið í Samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks (SRFF) er við­ur­kenn­ing á rétti fatl­aðs fólks til að njóta sömu mann­rétt­inda og aðrir sam­fé­lags­þegnar og skyldu aðild­ar­ríkj­anna til að tryggja þau. Emb­ætti umboðs­manns fatl­aðs fólks og sjúk­linga væri liður í inn­leið­ingu og lög­fest­ingu SRFF,“ segir á vef Öryrkja­banda­lags Íslands.

Fram kemur í til­lögu ÖBÍ að sams konar emb­ætti eru starf­rækt ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Mik­il­vægt sé að svona emb­ætti verði sett á stofn hér­lendis sem fyrst enda hljóti það að vera vilji stjórn­valda að tryggja rétt­indi þessa hóps og standa þar með jafn­fætis þeim löndum sem Íslend­ingar bera sig saman við.Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent