Sjálfsögð krafa almennings að fá upplýsingar um kröfuhafa fjölmiðla sem hafa áhrif

Fjölmiðlanefnd hefur nokkrum sinnum kallað eftir hluthafasamkomulögum og lánasamningum fjölmiðla til að kanna hvort aðrir en skráðir eigendur hafi raunveruleg yfirráð yfir þeim. Slík gögn hafa aldrei verið afhent.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Ef kröfu­hafar fjöl­miðla geta haft áhrif á rit­stjórn mið­ils­ins og efn­is­tök þá má telja það sjálf­sagða kröfu almenn­ings, sem notar efni fjöl­mið­ils­ins, að fá upp­lýs­ingar þar að lút­andi. Þetta kemur fram í svari Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Smára McCarthy, þing­manns Pírata, um eign­ar­hald fjöl­miðla sem birt var í dag.

­Smári spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars að því hvort hún teldi nauð­syn­legt að fjöl­miðlar upp­lýstu um helstu kröfu­hafa sína, eða um raun­veru­leg yfir­ráð yfir fjöl­miðli og hvort að það sam­rýmd­ist anda fjöl­miðla­laga að ekki væri upp­lýst um helstu kröfu­hafa miðla.

Smári spurði Lilju einnig hvort fjöl­miðla­nefnd hefði ein­hvern tím­ann kallað eftir gögnum frá for­svars­mönnum fjöl­mið­ils sem sýndu fram á hver færi með raun­veru­leg yfir­ráð hans. Í svari Lilju segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem aflað hafi verið hjá fjöl­miðla­nefnd hafi nefndin kallað eftir gögnum frá for­svars­mönnum fjöl­miðla, til dæmis hlut­hafa­sam­komu­lögum og lána­samn­ingum sem gætu haft áhrif á yfir­ráð fjöl­mið­ils. „Í þeim til­vikum sem slíkra gagna hefur verið óskað hafa fjöl­miðla­veitur upp­lýst að samn­ingar feli ekki í sér nein frá­vik frá þeim reglum sem gildi almennt um stjórnun fyr­ir­tækj­anna sam­kvæmt hluta­fé­laga­lög­gjöf.“

Auglýsing
Samkvæmt upp­lýs­ingum frá Fjöl­miðla­nefnd hafa þeir fjöl­miðlar sem kallað hefur verið eftir upp­lýs­ingum um hlut­hafa­sam­komu­lög eða lána­samn­inga aldrei afhent nefnd­inni eða starfs­mönnum hennar slík. Hún telur sig ekki hafa vald­heim­ildir til að þess að grípa til aðgerða til að knýja fram afhend­ingum á slíkum gögn­um.

Huldu­lán til fjöl­miðla­fyr­ir­tækis

Áhrif kröfu­hafa fjöl­miðla á þá var til umfjöll­unar í fjöl­miðlum lands­ins í fyrra­haust vegna fyr­ir­tæk­is­ins Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Það keypti síðla árs 2017 DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­varps­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­urður G. Guð­jóns­­son lög­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­nefnd.

Skuldir Frjálsrar fjöl­miðl­unar voru 542 millj­ónir króna í lok árs 2017. Þar munar mest um 425 milljón króna skuld við eig­and­ann, Dals­­dal ehf. Sú skuld, sem virð­ist vaxta­­laus, á að greið­­ast til baka á árunum 2018 til 2022, 85 millj­­ónir króna á ári. Ekki kom fram í árs­­reikn­ingi Dals­dals ehf. hver lán­aði því félagi fjár­­­magn til að lána Frjálsri fjöl­miðlun en þar segir að Dals­dalur ætti að greiða þeim aðila alla upp­­hæð­ina til baka á síð­ara ári, þ.e. 2018.

Stundin greindi frá því 4. októ­ber síð­ast­lið­inn að Sig­urður G. vildi ekki greina frá því hver hefði veitt 425 millj­óna króna lánið til Dals­dals. Þar sagði hann enn fremur að það skiptu „akkúrat engu máli“ að gera upp­lýs­ingar um end­an­lega eign á fjöl­miðlum og hags­muna­tengsl opin­ber­ar.

Hlutafé Frjálsrar fjöl­miðl­unar var aukið tví­vegis á árinu 2018, sam­tals um 120 millj­ónir króna. Félag Sig­urðar G., Dals­dal­ur, er enn skráð sem eig­andi að öllu hlutafé Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent