Sjálfsögð krafa almennings að fá upplýsingar um kröfuhafa fjölmiðla sem hafa áhrif

Fjölmiðlanefnd hefur nokkrum sinnum kallað eftir hluthafasamkomulögum og lánasamningum fjölmiðla til að kanna hvort aðrir en skráðir eigendur hafi raunveruleg yfirráð yfir þeim. Slík gögn hafa aldrei verið afhent.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Ef kröfu­hafar fjöl­miðla geta haft áhrif á rit­stjórn mið­ils­ins og efn­is­tök þá má telja það sjálf­sagða kröfu almenn­ings, sem notar efni fjöl­mið­ils­ins, að fá upp­lýs­ingar þar að lút­andi. Þetta kemur fram í svari Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Smára McCarthy, þing­manns Pírata, um eign­ar­hald fjöl­miðla sem birt var í dag.

­Smári spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars að því hvort hún teldi nauð­syn­legt að fjöl­miðlar upp­lýstu um helstu kröfu­hafa sína, eða um raun­veru­leg yfir­ráð yfir fjöl­miðli og hvort að það sam­rýmd­ist anda fjöl­miðla­laga að ekki væri upp­lýst um helstu kröfu­hafa miðla.

Smári spurði Lilju einnig hvort fjöl­miðla­nefnd hefði ein­hvern tím­ann kallað eftir gögnum frá for­svars­mönnum fjöl­mið­ils sem sýndu fram á hver færi með raun­veru­leg yfir­ráð hans. Í svari Lilju segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem aflað hafi verið hjá fjöl­miðla­nefnd hafi nefndin kallað eftir gögnum frá for­svars­mönnum fjöl­miðla, til dæmis hlut­hafa­sam­komu­lögum og lána­samn­ingum sem gætu haft áhrif á yfir­ráð fjöl­mið­ils. „Í þeim til­vikum sem slíkra gagna hefur verið óskað hafa fjöl­miðla­veitur upp­lýst að samn­ingar feli ekki í sér nein frá­vik frá þeim reglum sem gildi almennt um stjórnun fyr­ir­tækj­anna sam­kvæmt hluta­fé­laga­lög­gjöf.“

Auglýsing
Samkvæmt upp­lýs­ingum frá Fjöl­miðla­nefnd hafa þeir fjöl­miðlar sem kallað hefur verið eftir upp­lýs­ingum um hlut­hafa­sam­komu­lög eða lána­samn­inga aldrei afhent nefnd­inni eða starfs­mönnum hennar slík. Hún telur sig ekki hafa vald­heim­ildir til að þess að grípa til aðgerða til að knýja fram afhend­ingum á slíkum gögn­um.

Huldu­lán til fjöl­miðla­fyr­ir­tækis

Áhrif kröfu­hafa fjöl­miðla á þá var til umfjöll­unar í fjöl­miðlum lands­ins í fyrra­haust vegna fyr­ir­tæk­is­ins Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Það keypti síðla árs 2017 DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­varps­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­urður G. Guð­jóns­­son lög­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­nefnd.

Skuldir Frjálsrar fjöl­miðl­unar voru 542 millj­ónir króna í lok árs 2017. Þar munar mest um 425 milljón króna skuld við eig­and­ann, Dals­­dal ehf. Sú skuld, sem virð­ist vaxta­­laus, á að greið­­ast til baka á árunum 2018 til 2022, 85 millj­­ónir króna á ári. Ekki kom fram í árs­­reikn­ingi Dals­dals ehf. hver lán­aði því félagi fjár­­­magn til að lána Frjálsri fjöl­miðlun en þar segir að Dals­dalur ætti að greiða þeim aðila alla upp­­hæð­ina til baka á síð­ara ári, þ.e. 2018.

Stundin greindi frá því 4. októ­ber síð­ast­lið­inn að Sig­urður G. vildi ekki greina frá því hver hefði veitt 425 millj­óna króna lánið til Dals­dals. Þar sagði hann enn fremur að það skiptu „akkúrat engu máli“ að gera upp­lýs­ingar um end­an­lega eign á fjöl­miðlum og hags­muna­tengsl opin­ber­ar.

Hlutafé Frjálsrar fjöl­miðl­unar var aukið tví­vegis á árinu 2018, sam­tals um 120 millj­ónir króna. Félag Sig­urðar G., Dals­dal­ur, er enn skráð sem eig­andi að öllu hlutafé Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent