Sjálfsögð krafa almennings að fá upplýsingar um kröfuhafa fjölmiðla sem hafa áhrif

Fjölmiðlanefnd hefur nokkrum sinnum kallað eftir hluthafasamkomulögum og lánasamningum fjölmiðla til að kanna hvort aðrir en skráðir eigendur hafi raunveruleg yfirráð yfir þeim. Slík gögn hafa aldrei verið afhent.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Ef kröfu­hafar fjöl­miðla geta haft áhrif á rit­stjórn mið­ils­ins og efn­is­tök þá má telja það sjálf­sagða kröfu almenn­ings, sem notar efni fjöl­mið­ils­ins, að fá upp­lýs­ingar þar að lút­andi. Þetta kemur fram í svari Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Smára McCarthy, þing­manns Pírata, um eign­ar­hald fjöl­miðla sem birt var í dag.

­Smári spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars að því hvort hún teldi nauð­syn­legt að fjöl­miðlar upp­lýstu um helstu kröfu­hafa sína, eða um raun­veru­leg yfir­ráð yfir fjöl­miðli og hvort að það sam­rýmd­ist anda fjöl­miðla­laga að ekki væri upp­lýst um helstu kröfu­hafa miðla.

Smári spurði Lilju einnig hvort fjöl­miðla­nefnd hefði ein­hvern tím­ann kallað eftir gögnum frá for­svars­mönnum fjöl­mið­ils sem sýndu fram á hver færi með raun­veru­leg yfir­ráð hans. Í svari Lilju segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem aflað hafi verið hjá fjöl­miðla­nefnd hafi nefndin kallað eftir gögnum frá for­svars­mönnum fjöl­miðla, til dæmis hlut­hafa­sam­komu­lögum og lána­samn­ingum sem gætu haft áhrif á yfir­ráð fjöl­mið­ils. „Í þeim til­vikum sem slíkra gagna hefur verið óskað hafa fjöl­miðla­veitur upp­lýst að samn­ingar feli ekki í sér nein frá­vik frá þeim reglum sem gildi almennt um stjórnun fyr­ir­tækj­anna sam­kvæmt hluta­fé­laga­lög­gjöf.“

Auglýsing
Samkvæmt upp­lýs­ingum frá Fjöl­miðla­nefnd hafa þeir fjöl­miðlar sem kallað hefur verið eftir upp­lýs­ingum um hlut­hafa­sam­komu­lög eða lána­samn­inga aldrei afhent nefnd­inni eða starfs­mönnum hennar slík. Hún telur sig ekki hafa vald­heim­ildir til að þess að grípa til aðgerða til að knýja fram afhend­ingum á slíkum gögn­um.

Huldu­lán til fjöl­miðla­fyr­ir­tækis

Áhrif kröfu­hafa fjöl­miðla á þá var til umfjöll­unar í fjöl­miðlum lands­ins í fyrra­haust vegna fyr­ir­tæk­is­ins Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Það keypti síðla árs 2017 DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­varps­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­urður G. Guð­jóns­­son lög­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­nefnd.

Skuldir Frjálsrar fjöl­miðl­unar voru 542 millj­ónir króna í lok árs 2017. Þar munar mest um 425 milljón króna skuld við eig­and­ann, Dals­­dal ehf. Sú skuld, sem virð­ist vaxta­­laus, á að greið­­ast til baka á árunum 2018 til 2022, 85 millj­­ónir króna á ári. Ekki kom fram í árs­­reikn­ingi Dals­dals ehf. hver lán­aði því félagi fjár­­­magn til að lána Frjálsri fjöl­miðlun en þar segir að Dals­dalur ætti að greiða þeim aðila alla upp­­hæð­ina til baka á síð­ara ári, þ.e. 2018.

Stundin greindi frá því 4. októ­ber síð­ast­lið­inn að Sig­urður G. vildi ekki greina frá því hver hefði veitt 425 millj­óna króna lánið til Dals­dals. Þar sagði hann enn fremur að það skiptu „akkúrat engu máli“ að gera upp­lýs­ingar um end­an­lega eign á fjöl­miðlum og hags­muna­tengsl opin­ber­ar.

Hlutafé Frjálsrar fjöl­miðl­unar var aukið tví­vegis á árinu 2018, sam­tals um 120 millj­ónir króna. Félag Sig­urðar G., Dals­dal­ur, er enn skráð sem eig­andi að öllu hlutafé Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent