Boðar launað starfsnám og sérstaka styrki til kennaranema

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að horft sé fram á kennaraskort hér á landi. Hún segir það grafalvarlegt mál og stefnir á að leggja fram frumvarp næsta haust um breytt námsfyrirkomulag kennaranema.

7DM_0632_raw_2179.JPG
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra vill breyta náms­fyr­ir­komu­lag­inu í kenn­ara­námi þannig að ­starfs­nám ­kenn­ara á fimmta ári verði laun­að. Ásamt því vill hún að Lána­sjóður íslenskra náms­manna veiti kenn­ara­nemum sér­staka styrki. Lilja segir að kenn­ara­skortur blasi við ef ekk­ert verður gert og hug­myndin sé því að það verði fjár­hags­legur hvati úr Lána­sjóðnum í afmark­aðan tíma til þess að auka aðsókn­ina í nám­ið. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inuí dag. 

Horfa fram á kenn­ara­skort

Lilja segir að rótækra aðgerða sé þörf til auka aðsókn í kenn­ara­nám og til að bæta starfs­um­h­evrfi kenn­ara. Hún stefnir á að laga­frum­varp um efnið verði klárt næsta haust en hug­myndin er að veita kenn­ara­nemum styrki úr LÍN með það að mark­miði að til verði fjár­hags­legur hvati í afmark­aðan tíma til að auka aðsókn í kenn­ara­nám­ið. Hún segir að aðsókn í kenn­ara­nám hafi farið minnk­andi og þótt það megi sjá vís­bend­ingar um smá­vægi­lega aukn­ingu í námið í vor­önn í fyrra þá segir Lilja ljóst að fjöldi kenn­ara sé ekki nægur til þess að mæta nýliðun á öll­u­m ­skóla­stig­um. „Auk þess er brott­fall úr nám­inu mikið og náms­fram­vinda kenn­ara­nema hæg. Við erum að horfa fram á kenn­ara­skort og það er grafal­var­legt mál,“ segir Lilja.

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins segir frá því að sam­­kvæmt árs­­skýrslu und­an­þág­u­­nefnd­ar grunn­­skóla skóla­árið 2017 til 2018 voru 434 um­­sókn­ir um und­an­þágu til þess að kenna í grunn­­skól­um án til­­skil­inna leyfa tekn­ar til af­greiðslu nefnd­­ar­inn­­ar. Þá er með­al­aldur starf­andi kenn­ara hár og útlit fyrir að margir reynslu­miklir kenn­arar muni brátt hverfa frá kennslu vegna ald­urs.

Auglýsing

Þarf ekki fela í sér mis­munun gagn­vart nem­endum í öðrum grein­um. 

Aðspurð segir Lilja aðgerð­ina ekki endi­lega þurfa að fela í sér mis­munun gagn­vart nem­endum í öðrum grein­um. Hún segir að í Nor­egi sé svipað fyr­ir­­komu­lag um kenn­ara­námið og mælst vel fyr­ir. Ásamt því hafur Lilja skipað aðgerða­hóp sem vinnur að því að bæta starfs­um­hverfi kenn­ara almennt.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent