Boðar launað starfsnám og sérstaka styrki til kennaranema

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að horft sé fram á kennaraskort hér á landi. Hún segir það grafalvarlegt mál og stefnir á að leggja fram frumvarp næsta haust um breytt námsfyrirkomulag kennaranema.

7DM_0632_raw_2179.JPG
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra vill breyta náms­fyr­ir­komu­lag­inu í kenn­ara­námi þannig að ­starfs­nám ­kenn­ara á fimmta ári verði laun­að. Ásamt því vill hún að Lána­sjóður íslenskra náms­manna veiti kenn­ara­nemum sér­staka styrki. Lilja segir að kenn­ara­skortur blasi við ef ekk­ert verður gert og hug­myndin sé því að það verði fjár­hags­legur hvati úr Lána­sjóðnum í afmark­aðan tíma til þess að auka aðsókn­ina í nám­ið. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inuí dag. 

Horfa fram á kenn­ara­skort

Lilja segir að rótækra aðgerða sé þörf til auka aðsókn í kenn­ara­nám og til að bæta starfs­um­h­evrfi kenn­ara. Hún stefnir á að laga­frum­varp um efnið verði klárt næsta haust en hug­myndin er að veita kenn­ara­nemum styrki úr LÍN með það að mark­miði að til verði fjár­hags­legur hvati í afmark­aðan tíma til að auka aðsókn í kenn­ara­nám­ið. Hún segir að aðsókn í kenn­ara­nám hafi farið minnk­andi og þótt það megi sjá vís­bend­ingar um smá­vægi­lega aukn­ingu í námið í vor­önn í fyrra þá segir Lilja ljóst að fjöldi kenn­ara sé ekki nægur til þess að mæta nýliðun á öll­u­m ­skóla­stig­um. „Auk þess er brott­fall úr nám­inu mikið og náms­fram­vinda kenn­ara­nema hæg. Við erum að horfa fram á kenn­ara­skort og það er grafal­var­legt mál,“ segir Lilja.

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins segir frá því að sam­­kvæmt árs­­skýrslu und­an­þág­u­­nefnd­ar grunn­­skóla skóla­árið 2017 til 2018 voru 434 um­­sókn­ir um und­an­þágu til þess að kenna í grunn­­skól­um án til­­skil­inna leyfa tekn­ar til af­greiðslu nefnd­­ar­inn­­ar. Þá er með­al­aldur starf­andi kenn­ara hár og útlit fyrir að margir reynslu­miklir kenn­arar muni brátt hverfa frá kennslu vegna ald­urs.

Auglýsing

Þarf ekki fela í sér mis­munun gagn­vart nem­endum í öðrum grein­um. 

Aðspurð segir Lilja aðgerð­ina ekki endi­lega þurfa að fela í sér mis­munun gagn­vart nem­endum í öðrum grein­um. Hún segir að í Nor­egi sé svipað fyr­ir­­komu­lag um kenn­ara­námið og mælst vel fyr­ir. Ásamt því hafur Lilja skipað aðgerða­hóp sem vinnur að því að bæta starfs­um­hverfi kenn­ara almennt.  

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent