Samningurinn um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, var felldur í breska þinginu í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Samtals voru 432 á móti samningnum en 202 studdu hann.
Niðurstaðan er áfall fyrir Theresu May forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar, og setur Brexit-samningaviðræðurnar á byrjunarreit á nýjan leik. Samkvæmt lögum í Bretlandi eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars næstkomandi klukkan 11:00, en Theresa May flutti frumvarp í þinginu sem var samþykkt í lög, þegar samningaviðræðurnar voru að hefjast.
"We will need to get an extension to the Article 50 process" - Labour MP @ChukaUmunna explains to Sky News why he is calling for a second #Brexit referendum.
— Sky News (@SkyNews) January 15, 2019
Get the latest political reaction here: https://t.co/QkreiRhRjK pic.twitter.com/rQkp2R1eck
Hún vildi með því setja skýran tímaramma fyrir viðræðurnar.
Innan Íhaldsflokksins breska, flokks forsætisráðherra, hefur verið mikil óeining, sem sést einna best á því að 118 fulltrúar flokksins greiddu atkvæði gegn Brexit-samningum.
Vantrausttillaga frá Verkamannaflokknum í stjórnarandstöðu er líkleg á næstunni, en Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur þegar látið hafa eftir sér að ríkisstjórn May sé búin að vera. Atkvæðagreiðsla um vantraustið fer fram á morgun, samkvæmt því sem kemur fram á vef BBC.