Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, mættu hvorugir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um sendiherramálið svokallaða sem haldinn var í dag.
Í upphafi fundar voru lesnar yfirlýsingar frá þeim báðum. Gunnar Bragi sagði í henni að tilefni fundarins væri ólögmælt hljóðritun af ummælum sem hann hefði látið falla í trúnaðarspjalli á veitingastað í borginni.
Hann hafi þegar á opinberum vettvangi sagt að þar hafi hann farið með rangt mál og við það væru engu að bæta. Gunnar Bragi sagði enn fremur að til fundarins væri boðað í þeim „annarlega tilgangi“ að koma höggi á pólitíska andstæðinga.
Auglýsing
Því væri enginn siðferðislegur grundvöllur fyrir þeirri umræðu sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, Helga Vala Helgadóttir, boðað til. Þess vegna myndi hann ekki mæta á fundinn.