Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.

Hreiðar Már
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, segir í yfir­lý­ingu, í til­efni af opnu bréfi Kevin Stan­ford og Karen Mil­len á vef Kjarn­ans fyrr í dag, að ásak­anir sem komi fram í bréf­inu á hendur honum eigi ekki við rök að styðj­ast. 

Hann segir bréfið „fullt af stað­reynda­vill­um“ og að það sé ekki rétt að hann hafi átt frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords á hluta­bréfum í Kaup­þingi, heldur hafi hann haft það sjálf­ur. 

Yfir­lýs­ing­in, eins og hún birt­ist á vef Vís­is.is, fer hér á eft­ir. 

„Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stan­ford og Karen Mil­len sem er fullt af stað­reynda­villum og birt­ist í net­miðl­inum Kjarn­anum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eft­ir­far­andi stað­reyndum á fram­færi:

Það er ekki rétt að ég hafi haft frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords að hluta­bréfum í Kaup­þingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru sam­tíma­gögn, meðal ann­ars tölvu­póstar, sem stað­festa það.

Auglýsing
Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaup­þing banki hf. hafi milli­fært 171 milljón evra af 500 millj­óna evru láni Seðla­banka Íslands til Kaup­þings Lúx­em­borg­ar. Engar óeðli­legar eða háar fjár­hæðir voru milli­færðar frá Íslandi til Lúx­em­borgar eftir að lán Seðla­bank­ans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórn­endur Kaup­þings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki for­dæmi.

Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaup­þings í Lúx­em­borg. Hvorki fyrir né eftir hrun.

Í störfum mínum hjá Kaup­þingi átti ég aldrei sam­skipti við Karen Mil­len, hvorki sím­töl, fundi eða tölvu­póst­sam­skipti. Ég kom ekk­ert að fjár­fest­ingum hennar og því síður veitti ég henni fjár­mála­ráð­gjöf.

Kevin Stan­ford hefur átt í harð­vít­ugum deilum við slita­stjórn Kaup­þings í bráðum ára­tug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er ein­læg von mín að þær deilur leys­ist far­sæl­lega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaup­þingi haustið 2008.

Virð­ing­ar­fyllst, Hreidar Már Sig­urðs­son.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent