Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.

Hreiðar Már
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, segir í yfir­lý­ingu, í til­efni af opnu bréfi Kevin Stan­ford og Karen Mil­len á vef Kjarn­ans fyrr í dag, að ásak­anir sem komi fram í bréf­inu á hendur honum eigi ekki við rök að styðj­ast. 

Hann segir bréfið „fullt af stað­reynda­vill­um“ og að það sé ekki rétt að hann hafi átt frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords á hluta­bréfum í Kaup­þingi, heldur hafi hann haft það sjálf­ur. 

Yfir­lýs­ing­in, eins og hún birt­ist á vef Vís­is.is, fer hér á eft­ir. 

„Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stan­ford og Karen Mil­len sem er fullt af stað­reynda­villum og birt­ist í net­miðl­inum Kjarn­anum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eft­ir­far­andi stað­reyndum á fram­færi:

Það er ekki rétt að ég hafi haft frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords að hluta­bréfum í Kaup­þingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru sam­tíma­gögn, meðal ann­ars tölvu­póstar, sem stað­festa það.

Auglýsing
Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaup­þing banki hf. hafi milli­fært 171 milljón evra af 500 millj­óna evru láni Seðla­banka Íslands til Kaup­þings Lúx­em­borg­ar. Engar óeðli­legar eða háar fjár­hæðir voru milli­færðar frá Íslandi til Lúx­em­borgar eftir að lán Seðla­bank­ans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórn­endur Kaup­þings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki for­dæmi.

Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaup­þings í Lúx­em­borg. Hvorki fyrir né eftir hrun.

Í störfum mínum hjá Kaup­þingi átti ég aldrei sam­skipti við Karen Mil­len, hvorki sím­töl, fundi eða tölvu­póst­sam­skipti. Ég kom ekk­ert að fjár­fest­ingum hennar og því síður veitti ég henni fjár­mála­ráð­gjöf.

Kevin Stan­ford hefur átt í harð­vít­ugum deilum við slita­stjórn Kaup­þings í bráðum ára­tug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er ein­læg von mín að þær deilur leys­ist far­sæl­lega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaup­þingi haustið 2008.

Virð­ing­ar­fyllst, Hreidar Már Sig­urðs­son.“

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent