Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.

Hreiðar Már
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, segir í yfir­lý­ingu, í til­efni af opnu bréfi Kevin Stan­ford og Karen Mil­len á vef Kjarn­ans fyrr í dag, að ásak­anir sem komi fram í bréf­inu á hendur honum eigi ekki við rök að styðj­ast. 

Hann segir bréfið „fullt af stað­reynda­vill­um“ og að það sé ekki rétt að hann hafi átt frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords á hluta­bréfum í Kaup­þingi, heldur hafi hann haft það sjálf­ur. 

Yfir­lýs­ing­in, eins og hún birt­ist á vef Vís­is.is, fer hér á eft­ir. 

„Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stan­ford og Karen Mil­len sem er fullt af stað­reynda­villum og birt­ist í net­miðl­inum Kjarn­anum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eft­ir­far­andi stað­reyndum á fram­færi:

Það er ekki rétt að ég hafi haft frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords að hluta­bréfum í Kaup­þingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru sam­tíma­gögn, meðal ann­ars tölvu­póstar, sem stað­festa það.

Auglýsing
Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaup­þing banki hf. hafi milli­fært 171 milljón evra af 500 millj­óna evru láni Seðla­banka Íslands til Kaup­þings Lúx­em­borg­ar. Engar óeðli­legar eða háar fjár­hæðir voru milli­færðar frá Íslandi til Lúx­em­borgar eftir að lán Seðla­bank­ans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórn­endur Kaup­þings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki for­dæmi.

Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaup­þings í Lúx­em­borg. Hvorki fyrir né eftir hrun.

Í störfum mínum hjá Kaup­þingi átti ég aldrei sam­skipti við Karen Mil­len, hvorki sím­töl, fundi eða tölvu­póst­sam­skipti. Ég kom ekk­ert að fjár­fest­ingum hennar og því síður veitti ég henni fjár­mála­ráð­gjöf.

Kevin Stan­ford hefur átt í harð­vít­ugum deilum við slita­stjórn Kaup­þings í bráðum ára­tug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er ein­læg von mín að þær deilur leys­ist far­sæl­lega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaup­þingi haustið 2008.

Virð­ing­ar­fyllst, Hreidar Már Sig­urðs­son.“

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent