Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.

Hreiðar Már
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, segir í yfir­lý­ingu, í til­efni af opnu bréfi Kevin Stan­ford og Karen Mil­len á vef Kjarn­ans fyrr í dag, að ásak­anir sem komi fram í bréf­inu á hendur honum eigi ekki við rök að styðj­ast. 

Hann segir bréfið „fullt af stað­reynda­vill­um“ og að það sé ekki rétt að hann hafi átt frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords á hluta­bréfum í Kaup­þingi, heldur hafi hann haft það sjálf­ur. 

Yfir­lýs­ing­in, eins og hún birt­ist á vef Vís­is.is, fer hér á eft­ir. 

„Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stan­ford og Karen Mil­len sem er fullt af stað­reynda­villum og birt­ist í net­miðl­inum Kjarn­anum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eft­ir­far­andi stað­reyndum á fram­færi:

Það er ekki rétt að ég hafi haft frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords að hluta­bréfum í Kaup­þingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru sam­tíma­gögn, meðal ann­ars tölvu­póstar, sem stað­festa það.

Auglýsing
Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaup­þing banki hf. hafi milli­fært 171 milljón evra af 500 millj­óna evru láni Seðla­banka Íslands til Kaup­þings Lúx­em­borg­ar. Engar óeðli­legar eða háar fjár­hæðir voru milli­færðar frá Íslandi til Lúx­em­borgar eftir að lán Seðla­bank­ans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórn­endur Kaup­þings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki for­dæmi.

Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaup­þings í Lúx­em­borg. Hvorki fyrir né eftir hrun.

Í störfum mínum hjá Kaup­þingi átti ég aldrei sam­skipti við Karen Mil­len, hvorki sím­töl, fundi eða tölvu­póst­sam­skipti. Ég kom ekk­ert að fjár­fest­ingum hennar og því síður veitti ég henni fjár­mála­ráð­gjöf.

Kevin Stan­ford hefur átt í harð­vít­ugum deilum við slita­stjórn Kaup­þings í bráðum ára­tug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er ein­læg von mín að þær deilur leys­ist far­sæl­lega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaup­þingi haustið 2008.

Virð­ing­ar­fyllst, Hreidar Már Sig­urðs­son.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent