Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.

Hreiðar Már
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, segir í yfir­lý­ingu, í til­efni af opnu bréfi Kevin Stan­ford og Karen Mil­len á vef Kjarn­ans fyrr í dag, að ásak­anir sem komi fram í bréf­inu á hendur honum eigi ekki við rök að styðj­ast. 

Hann segir bréfið „fullt af stað­reynda­vill­um“ og að það sé ekki rétt að hann hafi átt frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords á hluta­bréfum í Kaup­þingi, heldur hafi hann haft það sjálf­ur. 

Yfir­lýs­ing­in, eins og hún birt­ist á vef Vís­is.is, fer hér á eft­ir. 

„Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stan­ford og Karen Mil­len sem er fullt af stað­reynda­villum og birt­ist í net­miðl­inum Kjarn­anum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eft­ir­far­andi stað­reyndum á fram­færi:

Það er ekki rétt að ég hafi haft frum­kvæði að kaupum Kevin Stan­fords að hluta­bréfum í Kaup­þingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru sam­tíma­gögn, meðal ann­ars tölvu­póstar, sem stað­festa það.

Auglýsing
Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaup­þing banki hf. hafi milli­fært 171 milljón evra af 500 millj­óna evru láni Seðla­banka Íslands til Kaup­þings Lúx­em­borg­ar. Engar óeðli­legar eða háar fjár­hæðir voru milli­færðar frá Íslandi til Lúx­em­borgar eftir að lán Seðla­bank­ans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórn­endur Kaup­þings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki for­dæmi.

Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaup­þings í Lúx­em­borg. Hvorki fyrir né eftir hrun.

Í störfum mínum hjá Kaup­þingi átti ég aldrei sam­skipti við Karen Mil­len, hvorki sím­töl, fundi eða tölvu­póst­sam­skipti. Ég kom ekk­ert að fjár­fest­ingum hennar og því síður veitti ég henni fjár­mála­ráð­gjöf.

Kevin Stan­ford hefur átt í harð­vít­ugum deilum við slita­stjórn Kaup­þings í bráðum ára­tug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er ein­læg von mín að þær deilur leys­ist far­sæl­lega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaup­þingi haustið 2008.

Virð­ing­ar­fyllst, Hreidar Már Sig­urðs­son.“

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent