Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.

Helga Vala Helgadóttir í viðtali við 21 16. janúar
Auglýsing

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að þær konur sem urðu fyrir barðinu á tali þingmanna sem voru á Klausturbar 20. nóvember 2018 eigi ekki að þurfa að sitja undir þeim í þingstörfum.

Þingið hafi ríku eftirlitshlutverki að gegna, sem birtist meðal annars í samskiptum milli ráðherra og þingmanna vegna óundirbúinna fyrirspurna. „Maður veltir fyrir sér til dæmis í stöðu Lilju Alfreðsdóttur sem heldur betur varð fyrir barðinu á orðum þessa hóps. Að mínu áliti á hún ekki að þurfa að sitja undir fyrirspurnum frá þessu fólki. Mér finnst það bara hennar réttur að þurfa það ekki.

Auglýsing
Ég get nefnt fleiri. Flokkssystir mín, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, sem líka fékk yfir sig svoleiðis drífuna frá tveimur þarna sem nú eru í leyfi, á mjög meiðandi og niðrandi hátt. Mér finnst henni ekki bera nein skylda til að vera í nokkru einasta samstarfi við þessa menn. Þetta er bara mín skoðun. Mér finnst einhvern veginn að þessir einstaklingar, og þau öll, verði að hugsa þetta svona.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, við Helgu Völu í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem frumsýndur var á miðvikudagskvöld. Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan.


Helga Vala sagðist lítið vita um hvort og hvenær þeir þrír þingmenn sem eru í leyfi, þar á meðal einn samflokksmaður hennar í Samfylkingunni, muni snúa aftur. Ágúst Ólafur Ágústsson tilkynnti 7. desember að hann myndi fara í tveggja mánaða leyfi eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum áminningu fyrir áreitni í garð konu. Hann er því ekki væntanlegur aftur til þingstarfa fyrr en í fyrsta lagi 7. febrúar. 

Helga Vala segist halda að ekkert liggi fyrir um hina tvo, Miðflokksmennina Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason. „Ég hef heyrt því fleygt að það náist ekki í þá. Ég set það fram án ábyrgðar og ég veit það ekki hvort það er rétt. Það gæti alveg eins verið kjaftasaga eins og hvað annað. Ég kem alltaf að sömu niðurstöðu. Sá sem tekur sæti á Alþingi hann þarf alltaf að kanna það hjá sjálfum sér hvort hann geti sinnt sínu starfi. Starfið okkar er mjög fjölbreytt. Við bæði tökum á móti fólki fyrir fastanefndunum og fáum allskonar fólk þangað til þess að svara spurningum og upplýsa okkur. Líka hagsmunaaðila sem eru þá að biðja okkur um eitthvað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent