Miðflokkur og Flokkur fólksins bæta við sig – Samfylkingin missir fylgi

Samfylkingin mælist nú með lægsta fylgi sem hún hefur mælst með frá því í maí 2018. Fylgið er samt sem áður töluvert yfir kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og Framsókn græðir mest á Klaustursmálinu.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn mælist með 6,9 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka sem birt var í dag. Þar er pró­sentu­stigi hærra en í síð­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, en nið­ur­stöður hennar voru birtar 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Mið­flokk­ur­inn er samt sem áður tölu­vert frá því fylgi sem hann mæld­ist með áður en að Klaust­urs­málið kom upp, en þá mæld­ist fylgi hans 12,1 pró­sent. Fylgið er einnig tölu­vert frá kjör­fylgi flokks­ins, sem var 10,7 pró­sent. 

Flokkur fólks­ins, sem átti tvo full­trúa á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber 2018, en hefur rekið þá báða úr flokkn­um, bætir líka við sig fylgi á milli kann­ana. Fylgi flokks­ins mæld­ist 4,2 pró­sent fyrir rúmum mán­uði, sem hefði ekki dugað til að ná inn manni á þing, en mælist nú 6,7 pró­sent, sem er mjög svipuð staða og í kosn­ing­unum 2017, þegar 6,9 pró­sent lands­manna kusu Flokk fólks­ins.

Sam­fylk­ingin tapar fylgi á milli kann­ana og nú segj­ast 15 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosn­ingar færu fram í dag. Það er lægsta fylgi sem Sam­fylk­ingin hefur mælst með í könn­unum MMR frá því í maí 2018. Í des­em­ber mæld­ist fylgið 16,9 pró­sent. Flokk­ur­inn er þó enn að mæl­ast yfir kjör­fylgi, en hann fékk 12,1 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. 

Auglýsing

Við­reisn mælist með aðeins minna fylgi en í des­em­ber og nú segj­ast 7,8 pró­sent kjós­enda styðja flokk­inn. Sömu sögu er að segja af Pírötum en fylgi þeirra fer úr 13,8 pró­sentum í 14,4 pró­sent. Báðir flokkar mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í kosn­ing­unum í októ­ber 2017. 

Á meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eru Vinstri græn að glíma, áfram sem áður, við mesta fylg­is­flótt­ann. Flokk­ur­inn fékk 16,9 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 2017 en mælist nú með 11,3 pró­sent. Fylgi flokks for­sæt­is­ráð­herr­ans hafði tekið smá kipp upp á við í des­em­ber, þegar fylgið mæld­ist 12,9 pró­sent hjá MMR, en það dalar nú að nýju.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti flokkur lands­ins og stendur nán­ast í stað milli kann­ana. Fylgi hans mælist 22,2 pró­sent sem er þremur pró­sentu­stigum undir kjör­fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist með meira fylgi en í síð­ustu kosn­ing­um. Nú segja 11,7 pró­sent kjós­enda að þeir styðji hann en Fram­sókn fékk 10,7 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. Þótt fylgið hafi minnkað eilítið frá því í des­em­ber er ljóst að Fram­sókn er sá flokkur sem hefur hagn­ast mest á Klaust­u­mál­inu. Nýjasta könnun MMR sýnir næst mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með á kjör­tíma­bil­inu.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina eykst lít­il­lega

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina þok­ast lít­il­lega upp á við og mælist nú 41,1 pró­sent. Hann var 40,3 pró­sent í des­em­ber en mæld­ist lægst 37,9 pró­sent í nóv­em­ber.

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna er nú 45,2 pró­sent, sem myndi ekki duga þeim til að mynda meiri­hluta­stjórn. Þeir fengu 52,8 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017.

Þeir þrír flokkar sem hafa bætt mestu við sig á kjör­tíma­bil­inu eru Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn. Sam­an­lagt fylgi þeirra mælist nú 36,6 pró­sent en var 39,8 pró­sent fyrir mán­uði síð­an. Í kos­ing­unum 2017 fengu þessir þrír flokkar 28 pró­sent atkvæða.

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins mæl­ast sam­an­lagt með 13,6 pró­sent atkvæða, en fengu 17,8 pró­sent í kosn­ing­unum 2017. Miðað við orð Ingi Sæland, for­manns Flokks fólks­ins, um for­mann Mið­flokks­ins, og ætlað sam­særi þess flokks gegn henn­ar, í grein í Morg­un­blað­inu í morgun eru þó litlar líkur á frekara sam­floti þess­arra tveggja flokka náinni fram­tíð.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent