Miðflokkur og Flokkur fólksins bæta við sig – Samfylkingin missir fylgi

Samfylkingin mælist nú með lægsta fylgi sem hún hefur mælst með frá því í maí 2018. Fylgið er samt sem áður töluvert yfir kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og Framsókn græðir mest á Klaustursmálinu.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn mælist með 6,9 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka sem birt var í dag. Þar er pró­sentu­stigi hærra en í síð­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, en nið­ur­stöður hennar voru birtar 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Mið­flokk­ur­inn er samt sem áður tölu­vert frá því fylgi sem hann mæld­ist með áður en að Klaust­urs­málið kom upp, en þá mæld­ist fylgi hans 12,1 pró­sent. Fylgið er einnig tölu­vert frá kjör­fylgi flokks­ins, sem var 10,7 pró­sent. 

Flokkur fólks­ins, sem átti tvo full­trúa á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber 2018, en hefur rekið þá báða úr flokkn­um, bætir líka við sig fylgi á milli kann­ana. Fylgi flokks­ins mæld­ist 4,2 pró­sent fyrir rúmum mán­uði, sem hefði ekki dugað til að ná inn manni á þing, en mælist nú 6,7 pró­sent, sem er mjög svipuð staða og í kosn­ing­unum 2017, þegar 6,9 pró­sent lands­manna kusu Flokk fólks­ins.

Sam­fylk­ingin tapar fylgi á milli kann­ana og nú segj­ast 15 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosn­ingar færu fram í dag. Það er lægsta fylgi sem Sam­fylk­ingin hefur mælst með í könn­unum MMR frá því í maí 2018. Í des­em­ber mæld­ist fylgið 16,9 pró­sent. Flokk­ur­inn er þó enn að mæl­ast yfir kjör­fylgi, en hann fékk 12,1 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. 

Auglýsing

Við­reisn mælist með aðeins minna fylgi en í des­em­ber og nú segj­ast 7,8 pró­sent kjós­enda styðja flokk­inn. Sömu sögu er að segja af Pírötum en fylgi þeirra fer úr 13,8 pró­sentum í 14,4 pró­sent. Báðir flokkar mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í kosn­ing­unum í októ­ber 2017. 

Á meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eru Vinstri græn að glíma, áfram sem áður, við mesta fylg­is­flótt­ann. Flokk­ur­inn fékk 16,9 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 2017 en mælist nú með 11,3 pró­sent. Fylgi flokks for­sæt­is­ráð­herr­ans hafði tekið smá kipp upp á við í des­em­ber, þegar fylgið mæld­ist 12,9 pró­sent hjá MMR, en það dalar nú að nýju.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti flokkur lands­ins og stendur nán­ast í stað milli kann­ana. Fylgi hans mælist 22,2 pró­sent sem er þremur pró­sentu­stigum undir kjör­fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist með meira fylgi en í síð­ustu kosn­ing­um. Nú segja 11,7 pró­sent kjós­enda að þeir styðji hann en Fram­sókn fékk 10,7 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. Þótt fylgið hafi minnkað eilítið frá því í des­em­ber er ljóst að Fram­sókn er sá flokkur sem hefur hagn­ast mest á Klaust­u­mál­inu. Nýjasta könnun MMR sýnir næst mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með á kjör­tíma­bil­inu.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina eykst lít­il­lega

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina þok­ast lít­il­lega upp á við og mælist nú 41,1 pró­sent. Hann var 40,3 pró­sent í des­em­ber en mæld­ist lægst 37,9 pró­sent í nóv­em­ber.

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna er nú 45,2 pró­sent, sem myndi ekki duga þeim til að mynda meiri­hluta­stjórn. Þeir fengu 52,8 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017.

Þeir þrír flokkar sem hafa bætt mestu við sig á kjör­tíma­bil­inu eru Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn. Sam­an­lagt fylgi þeirra mælist nú 36,6 pró­sent en var 39,8 pró­sent fyrir mán­uði síð­an. Í kos­ing­unum 2017 fengu þessir þrír flokkar 28 pró­sent atkvæða.

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins mæl­ast sam­an­lagt með 13,6 pró­sent atkvæða, en fengu 17,8 pró­sent í kosn­ing­unum 2017. Miðað við orð Ingi Sæland, for­manns Flokks fólks­ins, um for­mann Mið­flokks­ins, og ætlað sam­særi þess flokks gegn henn­ar, í grein í Morg­un­blað­inu í morgun eru þó litlar líkur á frekara sam­floti þess­arra tveggja flokka náinni fram­tíð.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent