Miðflokkur og Flokkur fólksins bæta við sig – Samfylkingin missir fylgi

Samfylkingin mælist nú með lægsta fylgi sem hún hefur mælst með frá því í maí 2018. Fylgið er samt sem áður töluvert yfir kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og Framsókn græðir mest á Klaustursmálinu.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn mælist með 6,9 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka sem birt var í dag. Þar er pró­sentu­stigi hærra en í síð­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, en nið­ur­stöður hennar voru birtar 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Mið­flokk­ur­inn er samt sem áður tölu­vert frá því fylgi sem hann mæld­ist með áður en að Klaust­urs­málið kom upp, en þá mæld­ist fylgi hans 12,1 pró­sent. Fylgið er einnig tölu­vert frá kjör­fylgi flokks­ins, sem var 10,7 pró­sent. 

Flokkur fólks­ins, sem átti tvo full­trúa á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber 2018, en hefur rekið þá báða úr flokkn­um, bætir líka við sig fylgi á milli kann­ana. Fylgi flokks­ins mæld­ist 4,2 pró­sent fyrir rúmum mán­uði, sem hefði ekki dugað til að ná inn manni á þing, en mælist nú 6,7 pró­sent, sem er mjög svipuð staða og í kosn­ing­unum 2017, þegar 6,9 pró­sent lands­manna kusu Flokk fólks­ins.

Sam­fylk­ingin tapar fylgi á milli kann­ana og nú segj­ast 15 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosn­ingar færu fram í dag. Það er lægsta fylgi sem Sam­fylk­ingin hefur mælst með í könn­unum MMR frá því í maí 2018. Í des­em­ber mæld­ist fylgið 16,9 pró­sent. Flokk­ur­inn er þó enn að mæl­ast yfir kjör­fylgi, en hann fékk 12,1 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. 

Auglýsing

Við­reisn mælist með aðeins minna fylgi en í des­em­ber og nú segj­ast 7,8 pró­sent kjós­enda styðja flokk­inn. Sömu sögu er að segja af Pírötum en fylgi þeirra fer úr 13,8 pró­sentum í 14,4 pró­sent. Báðir flokkar mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í kosn­ing­unum í októ­ber 2017. 

Á meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eru Vinstri græn að glíma, áfram sem áður, við mesta fylg­is­flótt­ann. Flokk­ur­inn fékk 16,9 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 2017 en mælist nú með 11,3 pró­sent. Fylgi flokks for­sæt­is­ráð­herr­ans hafði tekið smá kipp upp á við í des­em­ber, þegar fylgið mæld­ist 12,9 pró­sent hjá MMR, en það dalar nú að nýju.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti flokkur lands­ins og stendur nán­ast í stað milli kann­ana. Fylgi hans mælist 22,2 pró­sent sem er þremur pró­sentu­stigum undir kjör­fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist með meira fylgi en í síð­ustu kosn­ing­um. Nú segja 11,7 pró­sent kjós­enda að þeir styðji hann en Fram­sókn fékk 10,7 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. Þótt fylgið hafi minnkað eilítið frá því í des­em­ber er ljóst að Fram­sókn er sá flokkur sem hefur hagn­ast mest á Klaust­u­mál­inu. Nýjasta könnun MMR sýnir næst mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með á kjör­tíma­bil­inu.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina eykst lít­il­lega

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina þok­ast lít­il­lega upp á við og mælist nú 41,1 pró­sent. Hann var 40,3 pró­sent í des­em­ber en mæld­ist lægst 37,9 pró­sent í nóv­em­ber.

Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna er nú 45,2 pró­sent, sem myndi ekki duga þeim til að mynda meiri­hluta­stjórn. Þeir fengu 52,8 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017.

Þeir þrír flokkar sem hafa bætt mestu við sig á kjör­tíma­bil­inu eru Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn. Sam­an­lagt fylgi þeirra mælist nú 36,6 pró­sent en var 39,8 pró­sent fyrir mán­uði síð­an. Í kos­ing­unum 2017 fengu þessir þrír flokkar 28 pró­sent atkvæða.

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins mæl­ast sam­an­lagt með 13,6 pró­sent atkvæða, en fengu 17,8 pró­sent í kosn­ing­unum 2017. Miðað við orð Ingi Sæland, for­manns Flokks fólks­ins, um for­mann Mið­flokks­ins, og ætlað sam­særi þess flokks gegn henn­ar, í grein í Morg­un­blað­inu í morgun eru þó litlar líkur á frekara sam­floti þess­arra tveggja flokka náinni fram­tíð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent