Segir Klausturmenn litla karla sem hatast út í konur

Inga Sæland segir að þrír fyrrverandi Sjálfstæðismenn sem gengið hafi til liðs við flokk hennar 2017 hafi viljað fá stjórn yfir fjármunum flokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi einungis átt eitt erindi á Klaustur, að svíkja flokk sinn.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

„Ég hef lært að ekki eru allir við­hlæj­endur í stjórn­málum vin­ir. Sömu­leiðis hef ég fundið á eigin skinni að það er gömul saga og ný, bæði í póli­tík og atvinnu­lífi, að til eru karlar sem eiga afar erfitt með að sæta því að hlíta stjórn sterkrar konu. Þeir láta engin tæki­færi ónotuð til að freista þess að grafa undan slíkum kon­um. Gera þær tor­tryggi­legar með baknagi, dylgj­um, ósann­indum og hreinni ill­mælgi; – hatri og heift, er þeir skynja að konan er ekki reiðu­búin að afhenda þeim þau yfir­ráð sem þeir krefj­ast.“

Þetta segir Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, í grein í Morg­un­blað­inu í dag sem ber fyr­ir­sögn­ina „Karlar sem hat­ast við kon­ur“ þar sem hún gerir upp Klaust­ur­málið og eft­ir­mála þess.

Auglýsing
Hún segir þar enn fremur að í umræð­unum sem fóru fram á Klaustri milli fjög­urra þing­manna Mið­flokks­ins og tveggja þing­manna Flokks fólks­ins hafði alþjóð fengið inn­sýn inn í þennan for­arpytt. „Þar sátu litlir karlar sem höt­uð­ust út í kon­ur, þar á meðal hina hræði­legu Ingu Sæland. Klaust­urs­málið hefur verið mér erfitt en skömmin er þeirra, hvorki mín né Flokks fólks­ins. Fram­ganga þeirra Ólafs Ísleifs­son­ar, Karls Gauta Hjalta­sonar og Hall­dórs Gunn­ars­sonar í okkar garð hefur valdið mér miklum von­brigð­um. Nú er komið á dag­inn að þessir gömlu vagn­hestar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa síður en svo reynst happa­fengur fyrir okkur í Flokki fólks­ins.“

Til­gangur fund­ar­ins á Klaustri aug­ljós

Meg­in­þorri greinar Ingu bein­ist að fyrr­ver­andi sam­starfs­mönnum henn­ar, þeim Ólafi Ísleifs­syni og Karli Gauta Hjalta­syni, sem reknir voru úr þing­flokki Flokks fólks­ins í lok nóv­em­ber og starfa nú sem óháðir þing­menn. Hún segir menn­ina tvo ein­ungis hafa átt eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og að þeir hafi mæta­vel vitað hvað til stóð. „Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing. Er upp­víst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólks­ins engan annan kost en að fara fram á afsögn þess­ara tveggja þing­manna.“

Inga segir að eng­inn stjórn­mála­flokkur hefði getað látið for­ystu­menn þing­flokks síns eins og Ólaf og Karl Gauta  kom­ast upp með önnur eins svik og framin hafi verið á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn án þess að slíkir stjórn­mála­menn hefðu verið látnir axla ábyrgð. „Með þá Ólaf og Karl Gauta áfram inn­an­borðs hefði þing­flokkur Flokks fólks­ins ekki aðeins verið óstarf­hæfur heldur einnig með­sekur í þeirri and­styggð sem fram fór á Klaustur Bar.“

Inga segir fyrrum félaga sína, þá Ólaf og Karl Gauta, nú vera farna í sögu­bæk­urnar sem fyrstu þing­menn lýð­veld­is­sög­unnar sem séu látnir sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar með því að þeir eru reknir úr sínum eigin flokki fyrir afbrot sín. „Engir nema þeir sjálfir frömdu þau ótrú­legu afglöp að fara til sam­sær­is­fundar við stjórn flokks póli­tískra and­stæð­inga Flokks fólks­ins á Klaustur Bar, stein­snar frá Alþing­is­hús­inu þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Öll heims­byggðin hefur þegar fengið að frétta af því í fjöl­miðlum hvað gerð­ist þar.“

Inga segir að fund­ur­inn á Klaust­ur­bar hafi haft skýrt mark­mið: að fá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Mið­flokk­inn. „Þess vegna sat gervöll stjórn Mið­flokks­ins á barnum Klaustri með þeim. Til­efni fund­ar­ins aug­ljóst, þessi „hættu­legi“ flokkur fátæka fólks­ins sem auð­mað­ur­inn Sig­mundur Davíð [Gunn­laugs­son] og félagar hans vildu fyrir hvern mun koma fyrir katt­ar­nef.“

Vildu fá vald yfir fjár­munum flokks­ins

Inga segir að bæði Ólafur og Karl Gauti hafi gengið til liðs við flokk­inn haustið 2017, eftir að boðað hafði verið til kosn­inga í októ­ber­lok það ár. „Þeir komu að krás­unum sem aðrir höfðu mat­reitt ofan í þá í boði Flokks fólks­ins og fengu 1. sæti, hvor í sínu kjör­dæm­inu. Eftir að þeir voru kjörnir á þing var Ólafur gerður að þing­flokks­for­manni. Karl Gauti varð vara­for­maður þing­flokks.“

Hún víkur svo að ásök­unum þeirra Ólafs, Karls Gauta og Hall­dórs Gunn­ars­son, oft­ast kenndum við Holt, um að fjár­mál Flokks fólks­ins hefðu verið í ólestri og að hún hafi haldið á öllum þráðum þeim tengd­um. Karl Gauti sagði m.a. í grein í Morg­un­blað­inu um liðna helgi að hann gæti ekki sætt sig við að „op­in­beru fé sé varið til launa­greiðslna í þágu nán­­ustu fjöl­­skyld­u­­með­­lima stjórn­­­mála­­leið­­toga. Lands­lög kveða skýrt á um vand­aða með­­­ferð þeirra fjár­­muna sem stjórn­­­mála­­flokkar þiggja úr almanna­­sjóðum og er mik­il­vægt að eftir þeim sé far­ið.“ Þar vís­aði hann til þess að Flokkur fólks­ins hefði ráðið son Ingu í launað starf.

Inga segir í grein sinni að ástæða þess að hún sé enn með pró­kúru og hafi lengi verið gjald­keri flokks­ins sam­hliða for­mennsku, sem hún sé ekki leng­ur, sé að finna í því að flokk­ur­inn sé ein­ungis tveggja og hálfs árs gam­all. Flokkur fólks­ins hafi barist fjár­hags­lega í bökkum eftir stofnun en búi nú við heil­brigðan rekst­ur, sé skuld­laus og slíkt sé afar fátítt meðal íslenskra stjórn­mála­flokka.

Hún segir Ólaf og Karl Gauta hafa ásamt Hall­dóri Gunn­ars­syni í Holti þrýst á að hún afsal­aði sér „pró­kúru og aðgangi að reikn­ingum flokks­ins og færði þetta vald þeim í hend­ur. Stjórn flokks­ins tók það ekki í mál enda alla farið að gruna þessa menn um græsku færi svo að þeir fengju vald yfir fjár­munum flokks­ins. Enda hlýtur öllum nú að vera ljóst að þeim var ekki treystandi. Okkur sem af ein­lægni störfum í Flokki fólks­ins hrýs hugur við til­hugs­un­inni um að þeir hefðu haft sitt fram.“.

Inga segir aumt að horfa upp á menn­ina þrjá „í hefnd­ar­leið­angri nú þar sem þeir reyna að sá fræjum efa­semda og tor­tryggni um fjár­mál Flokks fólks­ins um leið og þeir vita bet­ur.“ Sonur hennar hafi verið ráð­inn eftir að hafa sinnt sjálf­boða­liða­störfum fyrir flokk­inn og áunnið sér traust með kunn­áttu og dugn­aði. Annað fólk í trún­að­ar­störfum innan Flokks fólks­ins en hún hefðu tekið ákvörðum um ráðn­ingu hans og Inga seg­ist hafa vikið af fundi stjórnar þegar ráðn­ingin var ákveð­in.

Spyr hvort að þjóðin sé ekki komin með nóg af Sigmundi Davíð

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, fær einnig sneið frá Ingu. Hún segir að fund­ur­inn á Klaust­ur­bar, og umfjöllun fjöl­miðla um hann, sé í annað sinn á  stuttum tíma sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hefur for­göngu um að leiða smánun og skömm yfir sína eigin þjóð á alþjóða vett­vangi. „Fyrra skiptið var hið maka­lausa Wintris-­mál sem kost­aði hann for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn. Er þjóðin ekki komin með nóg af svona stjórn­mála­mönn­um?“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent