Segir Klausturmenn litla karla sem hatast út í konur

Inga Sæland segir að þrír fyrrverandi Sjálfstæðismenn sem gengið hafi til liðs við flokk hennar 2017 hafi viljað fá stjórn yfir fjármunum flokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi einungis átt eitt erindi á Klaustur, að svíkja flokk sinn.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

„Ég hef lært að ekki eru allir við­hlæj­endur í stjórn­málum vin­ir. Sömu­leiðis hef ég fundið á eigin skinni að það er gömul saga og ný, bæði í póli­tík og atvinnu­lífi, að til eru karlar sem eiga afar erfitt með að sæta því að hlíta stjórn sterkrar konu. Þeir láta engin tæki­færi ónotuð til að freista þess að grafa undan slíkum kon­um. Gera þær tor­tryggi­legar með baknagi, dylgj­um, ósann­indum og hreinni ill­mælgi; – hatri og heift, er þeir skynja að konan er ekki reiðu­búin að afhenda þeim þau yfir­ráð sem þeir krefj­ast.“

Þetta segir Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, í grein í Morg­un­blað­inu í dag sem ber fyr­ir­sögn­ina „Karlar sem hat­ast við kon­ur“ þar sem hún gerir upp Klaust­ur­málið og eft­ir­mála þess.

Auglýsing
Hún segir þar enn fremur að í umræð­unum sem fóru fram á Klaustri milli fjög­urra þing­manna Mið­flokks­ins og tveggja þing­manna Flokks fólks­ins hafði alþjóð fengið inn­sýn inn í þennan for­arpytt. „Þar sátu litlir karlar sem höt­uð­ust út í kon­ur, þar á meðal hina hræði­legu Ingu Sæland. Klaust­urs­málið hefur verið mér erfitt en skömmin er þeirra, hvorki mín né Flokks fólks­ins. Fram­ganga þeirra Ólafs Ísleifs­son­ar, Karls Gauta Hjalta­sonar og Hall­dórs Gunn­ars­sonar í okkar garð hefur valdið mér miklum von­brigð­um. Nú er komið á dag­inn að þessir gömlu vagn­hestar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa síður en svo reynst happa­fengur fyrir okkur í Flokki fólks­ins.“

Til­gangur fund­ar­ins á Klaustri aug­ljós

Meg­in­þorri greinar Ingu bein­ist að fyrr­ver­andi sam­starfs­mönnum henn­ar, þeim Ólafi Ísleifs­syni og Karli Gauta Hjalta­syni, sem reknir voru úr þing­flokki Flokks fólks­ins í lok nóv­em­ber og starfa nú sem óháðir þing­menn. Hún segir menn­ina tvo ein­ungis hafa átt eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og að þeir hafi mæta­vel vitað hvað til stóð. „Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing. Er upp­víst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólks­ins engan annan kost en að fara fram á afsögn þess­ara tveggja þing­manna.“

Inga segir að eng­inn stjórn­mála­flokkur hefði getað látið for­ystu­menn þing­flokks síns eins og Ólaf og Karl Gauta  kom­ast upp með önnur eins svik og framin hafi verið á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn án þess að slíkir stjórn­mála­menn hefðu verið látnir axla ábyrgð. „Með þá Ólaf og Karl Gauta áfram inn­an­borðs hefði þing­flokkur Flokks fólks­ins ekki aðeins verið óstarf­hæfur heldur einnig með­sekur í þeirri and­styggð sem fram fór á Klaustur Bar.“

Inga segir fyrrum félaga sína, þá Ólaf og Karl Gauta, nú vera farna í sögu­bæk­urnar sem fyrstu þing­menn lýð­veld­is­sög­unnar sem séu látnir sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar með því að þeir eru reknir úr sínum eigin flokki fyrir afbrot sín. „Engir nema þeir sjálfir frömdu þau ótrú­legu afglöp að fara til sam­sær­is­fundar við stjórn flokks póli­tískra and­stæð­inga Flokks fólks­ins á Klaustur Bar, stein­snar frá Alþing­is­hús­inu þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Öll heims­byggðin hefur þegar fengið að frétta af því í fjöl­miðlum hvað gerð­ist þar.“

Inga segir að fund­ur­inn á Klaust­ur­bar hafi haft skýrt mark­mið: að fá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Mið­flokk­inn. „Þess vegna sat gervöll stjórn Mið­flokks­ins á barnum Klaustri með þeim. Til­efni fund­ar­ins aug­ljóst, þessi „hættu­legi“ flokkur fátæka fólks­ins sem auð­mað­ur­inn Sig­mundur Davíð [Gunn­laugs­son] og félagar hans vildu fyrir hvern mun koma fyrir katt­ar­nef.“

Vildu fá vald yfir fjár­munum flokks­ins

Inga segir að bæði Ólafur og Karl Gauti hafi gengið til liðs við flokk­inn haustið 2017, eftir að boðað hafði verið til kosn­inga í októ­ber­lok það ár. „Þeir komu að krás­unum sem aðrir höfðu mat­reitt ofan í þá í boði Flokks fólks­ins og fengu 1. sæti, hvor í sínu kjör­dæm­inu. Eftir að þeir voru kjörnir á þing var Ólafur gerður að þing­flokks­for­manni. Karl Gauti varð vara­for­maður þing­flokks.“

Hún víkur svo að ásök­unum þeirra Ólafs, Karls Gauta og Hall­dórs Gunn­ars­son, oft­ast kenndum við Holt, um að fjár­mál Flokks fólks­ins hefðu verið í ólestri og að hún hafi haldið á öllum þráðum þeim tengd­um. Karl Gauti sagði m.a. í grein í Morg­un­blað­inu um liðna helgi að hann gæti ekki sætt sig við að „op­in­beru fé sé varið til launa­greiðslna í þágu nán­­ustu fjöl­­skyld­u­­með­­lima stjórn­­­mála­­leið­­toga. Lands­lög kveða skýrt á um vand­aða með­­­ferð þeirra fjár­­muna sem stjórn­­­mála­­flokkar þiggja úr almanna­­sjóðum og er mik­il­vægt að eftir þeim sé far­ið.“ Þar vís­aði hann til þess að Flokkur fólks­ins hefði ráðið son Ingu í launað starf.

Inga segir í grein sinni að ástæða þess að hún sé enn með pró­kúru og hafi lengi verið gjald­keri flokks­ins sam­hliða for­mennsku, sem hún sé ekki leng­ur, sé að finna í því að flokk­ur­inn sé ein­ungis tveggja og hálfs árs gam­all. Flokkur fólks­ins hafi barist fjár­hags­lega í bökkum eftir stofnun en búi nú við heil­brigðan rekst­ur, sé skuld­laus og slíkt sé afar fátítt meðal íslenskra stjórn­mála­flokka.

Hún segir Ólaf og Karl Gauta hafa ásamt Hall­dóri Gunn­ars­syni í Holti þrýst á að hún afsal­aði sér „pró­kúru og aðgangi að reikn­ingum flokks­ins og færði þetta vald þeim í hend­ur. Stjórn flokks­ins tók það ekki í mál enda alla farið að gruna þessa menn um græsku færi svo að þeir fengju vald yfir fjár­munum flokks­ins. Enda hlýtur öllum nú að vera ljóst að þeim var ekki treystandi. Okkur sem af ein­lægni störfum í Flokki fólks­ins hrýs hugur við til­hugs­un­inni um að þeir hefðu haft sitt fram.“.

Inga segir aumt að horfa upp á menn­ina þrjá „í hefnd­ar­leið­angri nú þar sem þeir reyna að sá fræjum efa­semda og tor­tryggni um fjár­mál Flokks fólks­ins um leið og þeir vita bet­ur.“ Sonur hennar hafi verið ráð­inn eftir að hafa sinnt sjálf­boða­liða­störfum fyrir flokk­inn og áunnið sér traust með kunn­áttu og dugn­aði. Annað fólk í trún­að­ar­störfum innan Flokks fólks­ins en hún hefðu tekið ákvörðum um ráðn­ingu hans og Inga seg­ist hafa vikið af fundi stjórnar þegar ráðn­ingin var ákveð­in.

Spyr hvort að þjóðin sé ekki komin með nóg af Sigmundi Davíð

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, fær einnig sneið frá Ingu. Hún segir að fund­ur­inn á Klaust­ur­bar, og umfjöllun fjöl­miðla um hann, sé í annað sinn á  stuttum tíma sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hefur for­göngu um að leiða smánun og skömm yfir sína eigin þjóð á alþjóða vett­vangi. „Fyrra skiptið var hið maka­lausa Wintris-­mál sem kost­aði hann for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn. Er þjóðin ekki komin með nóg af svona stjórn­mála­mönn­um?“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent