Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi

Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.

Ferðamenn
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra opn­aði vef­inn tekju­sag­an.is á blaða­manna­fundi í Ráð­herra­bú­staðnum í dag. Vef­ur­inn veitir aðgang að ­gagna­grunn­i um lífs­kjör lands­manna. Hver sem er getur skoðað þróun ráð­stöf­un­ar­tekna mis­mun­andi hópa, áhrif skatta og bóta auk ­fé­lags­leg hreyf­an­leika. For­sæt­is­ráðu­neytið hefur um rúm­lega eins árs skeið unnið að gerð gagna­grunns­ins en hann byggir á óper­sónu­grein­an­legum upp­lýs­ingum úr skatt­fram­tölum allra ein­stak­linga á Íslandi frá árinu 1991 til 2017. Tekju­sög­unni er ætlað til að auka gagn­sæi og aðstoða ­stjórn­völd við að meta áhrif breyt­inga á sköttum og bótum á lífs­kjör ein­stakra hópa. 

Launa­umslagið og lífs­hlaupið

Tekju­sagan skipt­ist í tvo hluta, ann­ars vegar launa­umslagið sem lýsir þróun mán­að­ar­legra tekna, skatta og bóta ríkis og sveit­ar­fé­laga á tíma­bil­inu 1991-2017 á föstu verði árs­ins 2017 og hins vegar lífs­hlaupið sem lýsir hreyf­ingu ein­stak­linga á milli tekju­tí­unda yfir tíma.

Auglýsing

Í launa­umslag­inu er hægt að velja sér ákveðin hóp til skoð­unar en unnt er að velja sér hóp eftir tekju­tí­und, aldri, búsetu, hjú­skap­ar­stöðu, barna­fjölda og teg­und hús­næð­is. Ásamt því er hægt að bera saman ráð­stöf­un­ar­tekjur tveggja ólíkra hópa. 

Til dæmis ef borin eru saman mán­að­ar­leg­ar ráð­stöf­un­ar­tekj­ur á föstu verð­lagi árið 2017 hjá ein­stæðum körlum sem eiga hús­næði og búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem eru í sjöttu tekju­tí­und, á aldr­inum 25 til 24 ára og með 1 til 2 börn, við mán­að­ar­legar ráð­stöf­un­ar­tekjur hjá ein­stæðrar konu úr sömu tekju­tí­und, á sama ald­urs­bili, með sama barna­fjölda og sömu teg­und hús­næðis og búsetu. Þá má sjá að sam­kvæmt þessum for­sendum er mun­ur­inn ráð­stöf­un­ar­tekjum þeirra er 91.387 krónur árið 2017.

Mynd:Tekjusagan

Má sjá hvernig fólk hreyf­ist á milli tekju­flokka

Mynd: TekjusaganÍ lífs­hlaup­inu má skoða hvernig fólk hreyf­ist á milli tekju­tí­unda yfir ákveðið tíma­bil, og hversu stórt hlut­fall fær­ist upp og niður tekju­tí­undir eða stend­ur i ­stað. Með því að raða öll­u­m ein­stak­ling­um eft­ir árs­tekjum og skipta þeim upp í tíu jafn­stóra hópa var fundið tekju­tí­und allra ein­stak­linga á vinnu­mark­að­i. 

Sam­kvæmt for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er lífs­hlaupið góður mæli­kvarði á félags­legan hreyf­an­leika og þá bendi þessi gögn sterk­lega til þess að félags­legur hreyf­an­leiki sé mik­ill á Íslandi. Sem dæmi má með Lífs­hlaup­inu greina að hlut­fall yngra fólks í efstu tekju­tí­und hefur lækkað síð­ast­lið­inn ald­ar­fjórð­ung á meðan hlut­fall eldra fólks hefur hækk­að.

Segir að með gagna­grunn­inum séu stjórn­völd komin með styrkan grund­völl undir umræður um kjara­mál

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Katrín Jak­obs­dótt­ir ­segir Tekju­sög­una vera mik­il­vægt inn­legg í sam­ráð stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins. „Það er þörf á áreið­an­legum og óum­deildum gagna­grunni með launa­töl­fræði sem allir hafa aðgang að til að hægt sé að leggja mat á launa­þróun auk áhrifa skatta og bóta með óum­deildum og áreið­an­legum hætti. Ég tel að með Tekju­sög­unni séum við komin með styrkan grund­völl undir umræður um kjara­mál,“ segir Katrín.

Hún bætir við að hægt sé að nota Tekju­sög­una til að sjá hvaða hópar þurfa sér­stak­lega athygli. „Það er lyk­il­at­riði fyrir stjórn­völd að hafa aðgang að áreið­an­legum upp­lýs­ingum þegar kemur að stefnu­mótun og ákvarð­ana­töku. Tekju­sagan gerir okkur kleift að sjá hvernig lífs­kjör mis­mun­andi hópa hafa þróast, hvaða hópum hefur vegnað vel og hvaða hópar þurfa sér­staka athygl­i,“ segir Katrín.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir þessa vinnu vera ein­staka á evr­ópska vísu, aldrei áður hafi verið farið í jafn yfir­grips­mikla og ýt­ar­lega ­gagna­söfnun og rann­sókn á lífs­kjara­þróun á Íslandi. „Það er ánægju­legt að sjá að okkur hefur miðað áfram og að allir hafa það betra þótt, eins og fram kom í máli for­sæt­is­ráð­herra, mód­elið sýni okkur hópa sem hafa ekki notið eins mik­ils vaxtar og við vild­um. Það gefur okkur um leið tæki­færi til að bregð­ast við því með mark­vissum aðgerð­u­m.“

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent