Sigmundur Davíð segir forseta Alþingis nýta stöðu sína gegn sér

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir Steingrím J. Sigfússon nýta stöðu sína sem þingforseta til að hefna sín á Sigmundi. Hann segir að með því að skipa nýja forsætisnefnd brjóti Steingrímur blað í sögu Alþingis.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, telur að máls­með­ferð Alþingis á Klaust­urs­mál­inu séu póli­tísk rétt­ar­höld í boði Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is. Sig­mundur segir að Stein­grímur eigi harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem for­seti í þeim til­gangi. Hann gagn­rýnir það harð­lega að Stein­grímur vilji skipa nýja for­sætis­nefnd til að fjalla um Klaust­ur­mál­ið. Hann segir að þing­menn­irnir sex hafi nú þegar þolað grimmi­legri refs­ingu en nokkur dóm­stóll myndi telja við­eig­andi. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sig­mund Dav­íðs í Morg­un­blaðinu í dag. 

Mark­miðið að van­hæf nefnd gæti beðið van­hæfa und­ir­nefnd um álit

Sig­mundur segir í grein sinni með­ ­Stein­grímur brjóti blað í sögu Alþingis með­því að skipa nýja for­sætis­nefnd til að fjalla um sam­ræður sex­menn­ing­ana á Klaustur bar í fyrra en Sig­mundur Davíð var sem kunn­ugt er einn þeirra ­sex­menn­inga. 

­For­­sæt­is­­nefnd hefur haft til umfjöll­unar erindi átta þing­­manna þar sem þess er að óskað, að það verði kannað hvort þing­­menn­irnir sex sem áttu fund á Klaustur bar hafi brotið gegn siða­­reglum með ummælum sínum um ýmsa, þar á meðal sam­­starfs­­fólk í stjórn­­­mál­u­m. Öll for­sætis­nefndin hefur hins vegar þurft að lýsa sig van­hæfa að fjalla um málið efn­is­lega þar sem allir með­limir henn­ar, ásamt meiri­hluta þing­manna, hafa tjáð sig um málið opin­ber­lega. Þá var ákveðið að skipa nýja for­sætis­nefnd sem skipuð væri tveimur til þrem­ur, eða fleirum, þing­mönn­num, sem hefur það eina verk­efni að koma Klaust­urs­mál­inu til siða­nefndar þings­ins. Nefnd­ar­menn mega ekki hafa tjáð sig um málið opin­ber­lega, á nokkurn hátt, svo ekki sé hægt að draga hæfi þeirra í efa. 

 „Mark­mið þing­for­seta var koma mál­inu til svo kall­aðrar siða­nefndar til að geta að því búnu fellt dóm sinn. Siða­nefndin er und­ir­nefnd for­sætis­nefndar Alþingis og henni aðeins til ráð­gjaf­ar. Þing­for­set­inn hefur þegar verið upp­lýstur um að þar sem for­sætis­nefndin sé van­hæf sé siða­nefndin það einnig. Mark­miðið var því að van­hæf nefnd gæti beðið van­hæfa und­ir­nefnd sína um álit.“ segir Sig­mundur í grein sinni.

Auglýsing

Segir þing­menn­ina þegar hafa þolað grimmi­lega refs­ingu

Sig­mundur Davíð segir að Klaust­urs­mál­ið, eða hler­un­ar­málið líkt og hann kallar það í grein sinni, eigi ekk­ert erindi við siða­nefnd­ina þar sem einka­sam­tal á bar sé varla hluti af opin­berri skyldu þing­manna. „Í regl­un­um sem starf henn­ar bygg­ist á kem­ur enda skýrt fram að gild­is­­svið þeirra nái ein­ung­is til þess sem þing­­menn gera sem hluta af op­in­ber­um skyld­um sín­­um. Eng­inn skyn­­sam­ur maður gæti haldi því fram að einka­­sam­­tal yfir öldrykkju væri hluti af op­in­ber­um skyld­um þing­­manna,“ skrifar Sig­mundur Dav­íð.

Hann seg­ir ­jafn­fram­t að þing­menn­irnir sex í Klaust­ur­mál­inu hafi nú þegar tekið út íþyngj­andi refs­ingu vegna máls­ins. „Ekki hvað síst þeir sem það gerðu, eins og þeir hafa við­ur­kennt afdrátt­ar­laust og beðist fyr­ir­gefn­ingar á af ein­lægni. Fyrir atvikið hafa þeir enda liðið sál­arkvalir og þegar þolað grimmi­legri refs­ingu en nokkur dóm­stóll myndi telja við­eig­andi. Í okkar sam­fé­lagi telst það ekki til glæps að hugsa ljótar hugs­an­ir, hugs­anir sem menn iðr­ast jafn­an, og ekki heldur að missa út úr sér slíkar hugs­anir í einka­sam­töl­um, hvort sem þær lýsa ein­lægri afstöðu eða eru sagðar í hálf­kær­ingi, gríni, kald­hæðni eða til að ganga fram af öðr­um.“ segir Sig­mund­ur. 

Hann segir jafn­framt að almenn­ingur sé full­fær um að meta hvað sé sið­legt og hvað ekki og þarf því ekki ekki póli­tíska sér­fræð­inga til að segja sér það. „Af­staða slíkrar nefnd­ar, sem skipuð væri á póli­tískum for­sendum hefði því ekk­ert gildi og skipti engu mál..“ 

Telur Stein­grím eiga harm að hefna 

Í grein­inni segir Sig­mundur jafn­framt að margir hafi haft efa­semdir um að Stein­grímur væri „heppi­leg­ur· til gegna hlut­verki þing­for­seta, þar sem fyrri þing­for­setar hafa leit­ast við að vera for­setar allra þing­manna. „Nú kýs hann að renna stoðum und­ir þær efa­­semd­ir með af­­ger­andi og sög­u­­leg­um hætti. Við­horf Stein­gríms til mín er vel þekkt. Hann tel­ur sig eiga harma að hefna og leit­­ast nú við að nýta stöðu sína í þeim til­­­gangi. Þó bla­s­ir við að ekk­ert af því sem ég sagði í einka­­sam­tali sem tekið var upp með ólög­­mæt­um hætti jafn­­­ast á við fjöl­margt sem þing­­for­­set­inn sjálf­ur hef­ur sagt og gert op­in­ber­­lega að yf­ir­lögðu ráð­i,“ segir Sig­mund­ur. 

Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti.Þá segir Sig­mundur að mann­rétt­indi hans og hinna fimm sem sátu með honum að Klaustri umrætt kvöld hafi verið brot­in, ekki sé þó áhugi fyrir því hjá for­seta Alþingis að láta rann­saka slíkt. Hann sé með aðgerð­unum sínum í mál­inu að „svala hefnd­ar­þorsta sín­um,“. Auk þess segir Sig­mundur að ef einka­sam­tal nokk­urra þing­manna eigi erindi til siða­nefndar þýði það að mati Sig­mundar Dav­íðs að fjöl­mörg mál eigi heima á borði nefnd­ar­inn­ar., þar með­ talið málum sem varða þing­for­set­ann.

Hann segir að Stein­grímur hefði frekar átt að biðj­ast afsök­unar á því sem hann hafi sjálfur sagt fremur en að biðj­ast afsök­unar á tali þing­mann­anna á Klaustur bar í ræðu sinni á Alþingi í fyrra. 

 „Þing­for­set­inn hefði getað byrjað á að biðj­ast afsök­unar á orð­færi sín­u und­an­farna ára­tugi, á því að hafa lag­t hendur á ráð­herra í þing­sal og reyna svo að koma sama manni í fang­elsi ­með póli­tískum rétt­ar­höld­um, á því að afhenda erlendum hrægamma­sjóðum íslensku bank­ana á sama ­tíma og þús­undir fjöl­skyldna misst­u heim­ili sín, á því að hafa reynt að láta ­ís­lenskan almenn­ing taka á sig skuldir fall­inna einka­banka í and­stöðu við lög, á því að nýta ekki þau tæki­færi ­sem gáfust til að end­ur­reisa íslenskt efna­hags­líf en státa sig í stað­inn af hrósi erlendra fjár­mála­stofn­ana. Verði þing­for­set­inn kom­inn á skrið ­getur hann svo haldið áfram og beðist af­sök­unar á því sem hann hefur sag­t og gert í gleð­skap und­an­farin ár, ­meðal ann­ars sem ráð­herra.“ segir Sig­mundur að lok­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent