Tíu ár frá því Aretha Franklin söng Obama inn í embætti forseta

Í dag eru tíu ár frá því að fyrsti svarti forsetinn í sögu Bandaríkjanna, Barack Obama, tók formlega við stjórnartaumunum, mitt í dýpstu efnahagslægð sem Bandaríkin höfðu komist í frá Kreppunni miklu.

usa-obama-aging-conference_19640444216_o.jpg
Auglýsing

Í dag eru tíu ár frá því að Demókrat­inn Barack Obama tók við stjórn­ar­taumunum sem for­seti Banda­ríkj­anna. Hann var fyrsti svarti for­set­inn í sögu lands­ins. Hann sigr­aði kosn­ing­arnar 2008 og 2012 og var for­seti í átta ár, eins lengi og for­seti getur set­ið.

Aretha Frank­lin, söng­kona og bar­áttu­kona fyrir mann­rétt­indum svartra og kvenna í ára­tugi, söng við inn­setn­ing­ar­at­höfn­ina og líta margir til þeirrar stund­ar, sem hápunkts í mann­rétt­inda­sögu svartra í Banda­ríkj­un­um. Aretha fædd­ist í Memp­his 1942 en lést 18. ágúst í fyrra, í heima­borg sinni Detroit.

Aðstæður í land­inu voru um margt sér­kenni­legar þegar Obama tók við, þar sem Banda­ríkin voru í djúpri efna­hagslægð kjöl­far hruns á fjár­mála­mörk­uð­um, en kreppan á árinu 2007 til 2009 var versta efna­hags­hrun sem Banda­ríkin - og raunar heim­ur­inn allur - höfðu gengið í gegnum frá Krepp­unni miklu á þriðja og fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar. 

AuglýsingAtvinnu­leysi var á hraðri upp­leið og fór að hæst í rúm­lega 11 pró­sent, að með­al­tali. Mörg svæði í Banda­ríkj­unum upp­lifðu hins vegar mun verri dýfu. Þetta mark­aði fyrstu árin í for­seta­tíð Obama, en á þeim átta árum sem hann var for­seti batn­aði efna­hagur lands­ins mik­ið, og hefur hann sjálfur talað um það sem sitt mesta afrek, að hafa náð að afstýra, í sam­vinnu við Seðla­banka Banda­ríkj­anna, meiri vanda­mál­u­m. 

Óhætt er að segja önnur tíð sé nú uppi á hinu póli­tíska sviði, en Repúblikan­inn Don­ald Trump hefur haft það sem yfir­lýsta stefnu, í mörgum mál­um, að reyna að afstýra mörgu því sem Obama kom til leið­ar. Sér­stak­lega hefur það verið sýni­legt í utan­rík­is­stefnu lands­ins og stefnu í heil­brigð­is­mál­um, en margt annað má telja til. 

Staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum þykir hins vegar nokkuð góð. Atvinnu­leysi er minnsta móti, eða um 4 pró­sent, og hag­vöxtur hefur verið við­var­andi 2 til 3 pró­sent á ári. Vextir Seðla­bank­ans hafa hækkað á und­an­förnu ári og eru nú 2,25 pró­sent.

Obama hefur á und­an­förnu ári blandað sér meira í banda­rísk stjórn­mál, með fundum og skrifum á opin­berum vett­vangi, og talað fyrir því að Demókratar nái vopnum sínum til að getað unnið Don­ald Trump í kosn­ing­unum 2020.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent