Tíu ár frá því Aretha Franklin söng Obama inn í embætti forseta

Í dag eru tíu ár frá því að fyrsti svarti forsetinn í sögu Bandaríkjanna, Barack Obama, tók formlega við stjórnartaumunum, mitt í dýpstu efnahagslægð sem Bandaríkin höfðu komist í frá Kreppunni miklu.

usa-obama-aging-conference_19640444216_o.jpg
Auglýsing

Í dag eru tíu ár frá því að Demókrat­inn Barack Obama tók við stjórn­ar­taumunum sem for­seti Banda­ríkj­anna. Hann var fyrsti svarti for­set­inn í sögu lands­ins. Hann sigr­aði kosn­ing­arnar 2008 og 2012 og var for­seti í átta ár, eins lengi og for­seti getur set­ið.

Aretha Frank­lin, söng­kona og bar­áttu­kona fyrir mann­rétt­indum svartra og kvenna í ára­tugi, söng við inn­setn­ing­ar­at­höfn­ina og líta margir til þeirrar stund­ar, sem hápunkts í mann­rétt­inda­sögu svartra í Banda­ríkj­un­um. Aretha fædd­ist í Memp­his 1942 en lést 18. ágúst í fyrra, í heima­borg sinni Detroit.

Aðstæður í land­inu voru um margt sér­kenni­legar þegar Obama tók við, þar sem Banda­ríkin voru í djúpri efna­hagslægð kjöl­far hruns á fjár­mála­mörk­uð­um, en kreppan á árinu 2007 til 2009 var versta efna­hags­hrun sem Banda­ríkin - og raunar heim­ur­inn allur - höfðu gengið í gegnum frá Krepp­unni miklu á þriðja og fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar. 

AuglýsingAtvinnu­leysi var á hraðri upp­leið og fór að hæst í rúm­lega 11 pró­sent, að með­al­tali. Mörg svæði í Banda­ríkj­unum upp­lifðu hins vegar mun verri dýfu. Þetta mark­aði fyrstu árin í for­seta­tíð Obama, en á þeim átta árum sem hann var for­seti batn­aði efna­hagur lands­ins mik­ið, og hefur hann sjálfur talað um það sem sitt mesta afrek, að hafa náð að afstýra, í sam­vinnu við Seðla­banka Banda­ríkj­anna, meiri vanda­mál­u­m. 

Óhætt er að segja önnur tíð sé nú uppi á hinu póli­tíska sviði, en Repúblikan­inn Don­ald Trump hefur haft það sem yfir­lýsta stefnu, í mörgum mál­um, að reyna að afstýra mörgu því sem Obama kom til leið­ar. Sér­stak­lega hefur það verið sýni­legt í utan­rík­is­stefnu lands­ins og stefnu í heil­brigð­is­mál­um, en margt annað má telja til. 

Staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum þykir hins vegar nokkuð góð. Atvinnu­leysi er minnsta móti, eða um 4 pró­sent, og hag­vöxtur hefur verið við­var­andi 2 til 3 pró­sent á ári. Vextir Seðla­bank­ans hafa hækkað á und­an­förnu ári og eru nú 2,25 pró­sent.

Obama hefur á und­an­förnu ári blandað sér meira í banda­rísk stjórn­mál, með fundum og skrifum á opin­berum vett­vangi, og talað fyrir því að Demókratar nái vopnum sínum til að getað unnið Don­ald Trump í kosn­ing­unum 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent