Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“

Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.

Jón Baldvin Hannibalsson - skjáskot/RÚV
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og sendi­herra, segir í yfir­lýs­ingu í Frétta­blað­inu í dag, að sögu­sagnir og ásak­anir á hendur hon­um, um brot gegn konum og kyn­ferð­is­lega áreitni hans, séu ýmist „hreinn upp­spuni“ eða „skrum­skæl­ing á veru­leik­an­um“. 

Hann segir elstu dóttur hans og Bryn­dísar Schram, eig­in­konu hans, Aldísi Schram, glíma við geð­ræn vanda­mál og að ásak­anir hennar og ann­arra kvenna megi rekja til þess.

Hann seg­ist sjálfur bera þunga sök á því að hafa valdið langvar­andi ósætti innan fjöl­skyldu Bryn­dís­ar. „Sjálf­ur ber ég þunga sök af því að hafa ­valdið langvar­andi ósætti inn­an­ ­fjöl­skyldu Bryn­dís­ar. Bréfa­skipt­i mín við Guð­rúnu Harð­ar­dótt­ur, ­syst­ur­dóttur Bryn­dís­ar, þegar hún­ var 17 ára, voru hvort tveggja með­ öllu óvið­eig­andi og ámæl­is­verð. Á því hef ég beðist marg­fald­lega af­sök­un­ar, bæði Guð­rúnu sjálfa og fjöl­skyldu henn­ar, sem og op­in­ber­lega. Ég hef leitað eft­ir ­fyr­ir­gefn­ingu, en án árang­urs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og eng­inn ann­ar,“ segi Jón Bald­vin í grein sinni. Hann hafnar öðrum ásök­un­um, meðal ann­ars að hafa brotið gegn Guð­rúnu á barns­aldri, og segir það úr lausu lofti grip­ið.

Auglýsing

Þá gagn­rýnir hann fjöl­miðla fyrir að nýta sér „fjöl­skyldu­harm­leik“ og kallar umfjöllun um málið sorp blaða­mennsku. „Allar til­raunir til sátta, einnig ­með milli­göngu sálu­sorg­ara og ­sér­fræð­inga, hafa engan árang­ur ­bor­ið. Þetta er nógu sár lífs­reynsla ­fyrir alla, sem hlut eiga að máli, þótt ekki bæt­ist við, að fjöl­miðl­ar vilji velta sér upp úr ógæfu ann­arra með því að lepja upp ein­hliða og óstað­festan óhróð­ur, að óat­hug­uðu máli. Það er satt að ­segja hreinn níð­ings­skapur að ­færa sér í nyt fjöl­skyldu­harm­leik eins og þann, sem við höfum mátt ­búa við í ára­tugi, til þess að ræna ­fólk mann­orð­inu, í skjóli þess að vörnum verði vart við kom­ið. Það verður hvorki rétt­lætt með sann­leiks­ást né rétt­læt­is­kennd. Það er ekki rann­sókn­ar­blaða­mennska. Það er sorp­-­blaða­mennska.“

Aldís Schram segir föður sinn hafa nýtt bréfs­efni send­i­ráðs Íslands í Was­hington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild. Með því hafi hann mis­­notað stöðu sína sem send­i­herra til þess að reka per­­són­u­­leg erindi. Frá þessu greinir Aldís í Morg­un­út­­varp­inu á Rás 2 17. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Jón Bald­vin var utan­­­rík­­is­ráð­herra árin 1988 til 1995 og send­i­herra í Banda­­ríkj­unum 1998 til 2002 og í Finn­landi 2002 til 2005. Fjórar konur greindu nýverið frá meintri kyn­­ferð­is­­legri áreitni Jóns Bald­vins í Stund­inni. Elstu sög­­urnar eru frá sjö­unda ára­tug síð­­­ustu aldar en sú nýjasta frá því síð­­asta sum­­­ar. Þá hefur fjöldi kvenna gengið í #metoo hóp á Face­­book þar sem frek­­ari sögur af kyn­­ferð­is­brotum hans og ósæmi­­legri hátt­­semi hafa komið fram.

Aldís seg­ist hafa gengið á föður sinn árið 1992 vegna kyn­­ferð­is­brota eftir að gömul skóla­­systir hennar hafði sagt Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Bald­vin væri að áreita hana kyn­­ferð­is­­lega. Aldís telur að sá fundur hafi orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild.

Aldís sagði að eftir þetta hafi hann getað hringt í lög­­­reglu hvenær sem er til að hand­­taka hana. „Um­­svifa­­laust er ég í járnum farið með mig upp á geð­­deild, ég fæ ekki við­­tal og það er skraut­­­legt að lesa þessar yfir­­lýs­ingar geð­lækna. Það er um ein­hverjar ímynd­­anir mínar og rang­hug­­myndir sem ég er með þegar ég er reið út í föður minn,“ sagði hún. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent