Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“

Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.

Jón Baldvin Hannibalsson - skjáskot/RÚV
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og sendi­herra, segir í yfir­lýs­ingu í Frétta­blað­inu í dag, að sögu­sagnir og ásak­anir á hendur hon­um, um brot gegn konum og kyn­ferð­is­lega áreitni hans, séu ýmist „hreinn upp­spuni“ eða „skrum­skæl­ing á veru­leik­an­um“. 

Hann segir elstu dóttur hans og Bryn­dísar Schram, eig­in­konu hans, Aldísi Schram, glíma við geð­ræn vanda­mál og að ásak­anir hennar og ann­arra kvenna megi rekja til þess.

Hann seg­ist sjálfur bera þunga sök á því að hafa valdið langvar­andi ósætti innan fjöl­skyldu Bryn­dís­ar. „Sjálf­ur ber ég þunga sök af því að hafa ­valdið langvar­andi ósætti inn­an­ ­fjöl­skyldu Bryn­dís­ar. Bréfa­skipt­i mín við Guð­rúnu Harð­ar­dótt­ur, ­syst­ur­dóttur Bryn­dís­ar, þegar hún­ var 17 ára, voru hvort tveggja með­ öllu óvið­eig­andi og ámæl­is­verð. Á því hef ég beðist marg­fald­lega af­sök­un­ar, bæði Guð­rúnu sjálfa og fjöl­skyldu henn­ar, sem og op­in­ber­lega. Ég hef leitað eft­ir ­fyr­ir­gefn­ingu, en án árang­urs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og eng­inn ann­ar,“ segi Jón Bald­vin í grein sinni. Hann hafnar öðrum ásök­un­um, meðal ann­ars að hafa brotið gegn Guð­rúnu á barns­aldri, og segir það úr lausu lofti grip­ið.

Auglýsing

Þá gagn­rýnir hann fjöl­miðla fyrir að nýta sér „fjöl­skyldu­harm­leik“ og kallar umfjöllun um málið sorp blaða­mennsku. „Allar til­raunir til sátta, einnig ­með milli­göngu sálu­sorg­ara og ­sér­fræð­inga, hafa engan árang­ur ­bor­ið. Þetta er nógu sár lífs­reynsla ­fyrir alla, sem hlut eiga að máli, þótt ekki bæt­ist við, að fjöl­miðl­ar vilji velta sér upp úr ógæfu ann­arra með því að lepja upp ein­hliða og óstað­festan óhróð­ur, að óat­hug­uðu máli. Það er satt að ­segja hreinn níð­ings­skapur að ­færa sér í nyt fjöl­skyldu­harm­leik eins og þann, sem við höfum mátt ­búa við í ára­tugi, til þess að ræna ­fólk mann­orð­inu, í skjóli þess að vörnum verði vart við kom­ið. Það verður hvorki rétt­lætt með sann­leiks­ást né rétt­læt­is­kennd. Það er ekki rann­sókn­ar­blaða­mennska. Það er sorp­-­blaða­mennska.“

Aldís Schram segir föður sinn hafa nýtt bréfs­efni send­i­ráðs Íslands í Was­hington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild. Með því hafi hann mis­­notað stöðu sína sem send­i­herra til þess að reka per­­són­u­­leg erindi. Frá þessu greinir Aldís í Morg­un­út­­varp­inu á Rás 2 17. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Jón Bald­vin var utan­­­rík­­is­ráð­herra árin 1988 til 1995 og send­i­herra í Banda­­ríkj­unum 1998 til 2002 og í Finn­landi 2002 til 2005. Fjórar konur greindu nýverið frá meintri kyn­­ferð­is­­legri áreitni Jóns Bald­vins í Stund­inni. Elstu sög­­urnar eru frá sjö­unda ára­tug síð­­­ustu aldar en sú nýjasta frá því síð­­asta sum­­­ar. Þá hefur fjöldi kvenna gengið í #metoo hóp á Face­­book þar sem frek­­ari sögur af kyn­­ferð­is­brotum hans og ósæmi­­legri hátt­­semi hafa komið fram.

Aldís seg­ist hafa gengið á föður sinn árið 1992 vegna kyn­­ferð­is­brota eftir að gömul skóla­­systir hennar hafði sagt Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Bald­vin væri að áreita hana kyn­­ferð­is­­lega. Aldís telur að sá fundur hafi orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild.

Aldís sagði að eftir þetta hafi hann getað hringt í lög­­­reglu hvenær sem er til að hand­­taka hana. „Um­­svifa­­laust er ég í járnum farið með mig upp á geð­­deild, ég fæ ekki við­­tal og það er skraut­­­legt að lesa þessar yfir­­lýs­ingar geð­lækna. Það er um ein­hverjar ímynd­­anir mínar og rang­hug­­myndir sem ég er með þegar ég er reið út í föður minn,“ sagði hún. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent