Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“

Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.

Jón Baldvin Hannibalsson - skjáskot/RÚV
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og sendi­herra, segir í yfir­lýs­ingu í Frétta­blað­inu í dag, að sögu­sagnir og ásak­anir á hendur hon­um, um brot gegn konum og kyn­ferð­is­lega áreitni hans, séu ýmist „hreinn upp­spuni“ eða „skrum­skæl­ing á veru­leik­an­um“. 

Hann segir elstu dóttur hans og Bryn­dísar Schram, eig­in­konu hans, Aldísi Schram, glíma við geð­ræn vanda­mál og að ásak­anir hennar og ann­arra kvenna megi rekja til þess.

Hann seg­ist sjálfur bera þunga sök á því að hafa valdið langvar­andi ósætti innan fjöl­skyldu Bryn­dís­ar. „Sjálf­ur ber ég þunga sök af því að hafa ­valdið langvar­andi ósætti inn­an­ ­fjöl­skyldu Bryn­dís­ar. Bréfa­skipt­i mín við Guð­rúnu Harð­ar­dótt­ur, ­syst­ur­dóttur Bryn­dís­ar, þegar hún­ var 17 ára, voru hvort tveggja með­ öllu óvið­eig­andi og ámæl­is­verð. Á því hef ég beðist marg­fald­lega af­sök­un­ar, bæði Guð­rúnu sjálfa og fjöl­skyldu henn­ar, sem og op­in­ber­lega. Ég hef leitað eft­ir ­fyr­ir­gefn­ingu, en án árang­urs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og eng­inn ann­ar,“ segi Jón Bald­vin í grein sinni. Hann hafnar öðrum ásök­un­um, meðal ann­ars að hafa brotið gegn Guð­rúnu á barns­aldri, og segir það úr lausu lofti grip­ið.

Auglýsing

Þá gagn­rýnir hann fjöl­miðla fyrir að nýta sér „fjöl­skyldu­harm­leik“ og kallar umfjöllun um málið sorp blaða­mennsku. „Allar til­raunir til sátta, einnig ­með milli­göngu sálu­sorg­ara og ­sér­fræð­inga, hafa engan árang­ur ­bor­ið. Þetta er nógu sár lífs­reynsla ­fyrir alla, sem hlut eiga að máli, þótt ekki bæt­ist við, að fjöl­miðl­ar vilji velta sér upp úr ógæfu ann­arra með því að lepja upp ein­hliða og óstað­festan óhróð­ur, að óat­hug­uðu máli. Það er satt að ­segja hreinn níð­ings­skapur að ­færa sér í nyt fjöl­skyldu­harm­leik eins og þann, sem við höfum mátt ­búa við í ára­tugi, til þess að ræna ­fólk mann­orð­inu, í skjóli þess að vörnum verði vart við kom­ið. Það verður hvorki rétt­lætt með sann­leiks­ást né rétt­læt­is­kennd. Það er ekki rann­sókn­ar­blaða­mennska. Það er sorp­-­blaða­mennska.“

Aldís Schram segir föður sinn hafa nýtt bréfs­efni send­i­ráðs Íslands í Was­hington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild. Með því hafi hann mis­­notað stöðu sína sem send­i­herra til þess að reka per­­són­u­­leg erindi. Frá þessu greinir Aldís í Morg­un­út­­varp­inu á Rás 2 17. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Jón Bald­vin var utan­­­rík­­is­ráð­herra árin 1988 til 1995 og send­i­herra í Banda­­ríkj­unum 1998 til 2002 og í Finn­landi 2002 til 2005. Fjórar konur greindu nýverið frá meintri kyn­­ferð­is­­legri áreitni Jóns Bald­vins í Stund­inni. Elstu sög­­urnar eru frá sjö­unda ára­tug síð­­­ustu aldar en sú nýjasta frá því síð­­asta sum­­­ar. Þá hefur fjöldi kvenna gengið í #metoo hóp á Face­­book þar sem frek­­ari sögur af kyn­­ferð­is­brotum hans og ósæmi­­legri hátt­­semi hafa komið fram.

Aldís seg­ist hafa gengið á föður sinn árið 1992 vegna kyn­­ferð­is­brota eftir að gömul skóla­­systir hennar hafði sagt Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Bald­vin væri að áreita hana kyn­­ferð­is­­lega. Aldís telur að sá fundur hafi orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauð­ung­­ar­vi­­stuð á geð­­deild.

Aldís sagði að eftir þetta hafi hann getað hringt í lög­­­reglu hvenær sem er til að hand­­taka hana. „Um­­svifa­­laust er ég í járnum farið með mig upp á geð­­deild, ég fæ ekki við­­tal og það er skraut­­­legt að lesa þessar yfir­­lýs­ingar geð­lækna. Það er um ein­hverjar ímynd­­anir mínar og rang­hug­­myndir sem ég er með þegar ég er reið út í föður minn,“ sagði hún. 

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent