Segja málsmeðferð forseta Alþingis ámælisverða

Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa sent bréf til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, þar sem þeir gera at­huga­semd­ir við málsmeðferð hans. Þau segja ætlun hans að halda þeim í myrkrinu.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Auglýsing

Sig­­mund­ur Davíð Gunn­laugs­­son, Gunn­ar Bragi Sveins­­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir og Berg­þór Óla­son, þing­­menn Mið­flokks­ins sem teknir voru upp á Klaust­ur­bar þann 20. nóv­em­ber á síð­asta ári, hafa sent bréf til Stein­gríms J. Sig­­fús­­son­­ar, for­­seta Alþing­is, þar sem þeir gera at­huga­­semd­ir við máls­með­ferð hans.

Í bréf­inu vísa þau til ann­ars bréfs sem þau segj­ast hafa sent til Stein­gríms 17. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þau segja jafn­framt að svo virð­ist sem hann hafi kosið að svara ekki því bréfi.

„Þessi máls­með­ferð er and­stæð 3. mgr. 17. gr. siða­reglna fyrir alþings­menn. Þar er mælt for­taks­laust fyrir um að þing­maður sem sak­aður er um að hafa brotið siða­reglur skuli „ávallt eiga þess kost, meðan mál hans er til umfjöll­unar hjá for­sætis­nefnd, að koma á fram­færi sjón­ar­miðum sínum og upp­lýs­ing­um.“

Þetta er ekki aðeins ámæl­is­vert heldur er þetta einnig til þess fallið að gera með­ferð máls­ins óvand­aðri, líkt og lýst er í bréf­inu frá 17. jan. sl. Erfitt er að taka þessu sem öðru en vís­bend­ingu um óvild for­seta í okkar garð. Sama má segja um ítrek­aða van­rækslu að verða við beiðni okkar um afhend­ingu gagna sem upp­haf­lega var sett fram 13. des. sl.,“ segir í bréfi þing­mann­anna. 

Auglýsing

Í Bít­inu á Bylg­unni í morgun sagði Sig­­mundur Dav­íð, for­­maður Mið­­flokks­ins, Stein­grím vera einn mesta popúlista íslenskra stjórn­­­mála­. ­Sig­­mund­ur Da­víð hefur áður haldið því fram að Stein­grímur sé að brjóta ­þing­­skap­a­lög ­með til­­lögu sinni um að skipa nýja for­­sæt­is­­nefnd. Hann sagði að við­horf Stein­gríms í sinn garð væru vel þekk og hann teldi að póli­­tík, popúl­ismi og per­­són­u­­leg óvild ­Stein­gríms væri ástæða þess að for­­seti þings­ins not­aði nú aðstöðu sína til að fara í prí­vat her­­ferð gegn Sig­­mund­i Dav­íðs.

Þing­menn­irnir fjórir telja jafn­framt að ætlun Stein­gríms sé að halda þeim í myrkr­inu um fram­vindu máls­ins. „[Við] teljum rétt að koma hér á fram­færi okkar sjón­ar­miðum um þá hug­mynd um „við­bót­ar­vara­for­seta“ sem höfð hefur verið eftir þér í fjöl­miðl­um. Skv. því sem þar greinir virð­ist hug­mynd þín vera sú að þingið kjósi svo­nefnda „við­bót­ar­vara­for­seta“ úr hópi þing­manna sem sagðir eru „hæfir til umfjöll­un­ar“ um mál okk­ar. Þeir myndi síðan „eins konar und­ir­for­sætis­nefnd“ og eigi að fjalla um mál okk­ar. Þetta verði gert „með afbrigðum frá þing­sköp­um“.“

Bréf fjögurra þingmanna Miðflokksins til forseta Alþingis

I.Vísað er til bréfs okkar til þín 17. jan. sl. sem þú virð­ist hafa kosið að virða ekki svar­s. Þessi máls­með­ferð er and­stæð 3. mgr. 17. gr. siða­reglna fyrir alþings­menn. Þar er mælt for­taks­laust fyrir um að þing­maður sem sak­aður er um að hafa brotið siða­reglur skuli „ávallt eiga þess kost, meðan mál hans er til umfjöll­unar hjá for­sætis­nefnd, að koma á fram­færi sjón­ar­miðum sínum og upp­lýs­ing­um.“ Þetta er ekki aðeins ámæl­is­vert heldur er þetta einnig til þess fallið að gera með­ferð máls­ins óvand­aðri, líkt og lýst er í bréf­inu frá 17. jan. sl. Erfitt er að taka þessu sem öðru en vís­bend­ingu um óvild for­seta í okkar garð. Sama má segja um ítrek­aða van­rækslu að verða við beiðni okkar um afhend­ingu gagna sem upp­haf­lega var sett fram 13. des. sl. II.Þótt ætl­unin sé greini­lega að halda okkur í myrkr­inu um hvað þú sérð fyrir þér fram undan teljum við rétt að koma hér á fram­færi okkar sjón­ar­miðum um þá hug­mynd um „við­bót­ar­vara­for­seta“ sem höfð hefur verið eftir þér í fjöl­miðl­um. Skv. því sem þar greinir virð­ist hug­mynd þín vera sú að þingið kjósi svo­nefnda „við­bót­ar­vara­for­seta“ úr hópi þing­manna sem sagðir eru „hæfir til umfjöll­un­ar“ um mál okk­ar. Þeir myndi síðan „eins konar und­ir­for­sætis­nefnd“ og eigi að fjalla um mál okk­ar. Þetta verði gert „með afbrigðum frá þing­sköp­um.“ Sjá frétt á mbl.is frá 15. jan. sl.III.Við mót­mælum lög­mæti þess­arar til­lögu og bendum m.a. á að þessi aðferð er and­stæð siða­reglum fyrir alþing­is­menn. Þær eru afdrátt­ar­lausar um að for­sætis­nefnd eigi að fjalla um mál skv. þeim og heim­ila engin afbrigði. Þegar af þeirri ástæðu virð­ist til­laga þín enga skoðun geta stað­ist.Auk þessa viljum við vekja athygli á eft­ir­far­andi:1) Siða­reglur fyrir alþing­is­menn fela for­sætis­nefnd með­ferð og afgreiðslu mála skv. regl­un­um. Þegar siða­regl­urnar vísa til for­sætis­nefndar er óhjá­kvæmi­legt að líta svo á að þar sé vísað til þeirra til­teknu for­sætis­nefndar sem starfar skv. ákvæðum laga um þing­sköp. Hvergi í siða­regl­unum er að finna heim­ild til að víkja frá þessu og fela öðrum nefndum með­ferð og afgreiðslu þess­ara mála. Til­laga um að sér­stök nefnd þing­manna sem eru titl­aðir „við­bót­ar­vara­for­setar" er því and­stæð ákvæðum siða­reglna. Breytir þar engu þótt nefndin sé sögð „eins konar und­ir­for­sætis­nefnd.“  2) For­sætis­nefnd er skipuð með sér­stökum hætti og hefur sér­stöku hlut­verki að gegna í störfum þings­ins. a. For­sætis­nefnd er skipuð for­seta og sex vara­for­set­um. Fjöldi vara­for­seta var ákveð­inn með lögum nr. 74/1992 með það í huga að vara­for­setar end­ur­spegl­uðu þing­flokk­ana sem þá störf­uðu. Nú hefur þetta fyr­ir­komu­lag hins vegar staðið óbreytt um langa hríð. Þing­flokkum hefur fjölgað og for­sætis­nefnd er skipuð færri nefnd­ar­mönnum en fasta­nefndir þings­ins sem eru að jafn­aði skip­aðar níu mönn­um. Af þessu leiðir að við kosn­ingu vara­for­seta þurfa þing­menn ein­stakra þing­flokka að huga sér­stak­lega að því hvernig þeir kasta atkvæðum sín­um, enda ekki sjálf­gefið að þing­flokki þeirra lán­ist að tryggja að einn vara­for­seta komi úr þing­flokkn­um.b. For­seta og vara­for­seta skal kjósa fyrst eftir að þing kemur saman eftir alþings­kosn­ing­ar. Sjá 3. gr. laga um þing­sköp. Kosn­ingin gildir fyrir allt kjör­tíma­bilið þó unnt sé skv. beiðni meiri hluta þing­manna að kjósa for­seta og vara­for­seta aft­ur. Ger­ist þetta fellur hins vegar hin fyrri kosn­ing úr gildi er ný kosn­ing hefur farið fram. Sjá 6. gr. laga um þing­sköp. Þetta er ólíkt þeirri reglu sem gildir um fasta­nefndir þings­ins en þing­flokkum er heim­ilt að „hróker­a,“ ef svo má segja, sínum þing­mönnum milli þeirra. Sjá 16. gr. laga um þing­sköp.c. For­sætis­nefnd ber alveg sér­staka ábyrgð á störfum þings­ins, skipu­leggur þing­haldið og gerir starfs­á­ætlun fyrir hvert þing. For­seti og vara­for­seti stýra síðan þing­haldi innan marka þing­skapa. Sjá 10. gr. laga um þing­sköp. Nefndin ræður jafn­framt skrif­stofu­stjóra. Sjá 11. gr. laga um þing­sköp. Þá setur for­sætis­nefnd reglur um skrá þing­manna á fjár­hags­legum hags­munum sínum og trún­að­ar­störfum utan þings. Sjá 87. gr. laga um þing­sköp. Þá skal for­sætis­nefnd und­ir­búa og leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um siða­reglur fyrir alþing­is­menn og fjalla um mál er varða siða­reglur alþing­is­manna, fram­kvæmd þeirra og brot á þeim. Sjá 88. gr. laga um þing­sköp.3) Skipun for­sætis­nefndar og hlut­verk er skv. þessu slíkt að búast má við að nefnd­ar­menn, for­seti og vara­for­set­ar, séu reyndir þing­menn. Þeir þekki sér­stak­lega til starfa þings­ins og þing­manna og njóti sér­staks trausts í sínum þing­flokkum og jafn­vel út fyrir raðir þeirra. Þá gildir skipan nefnd­ar­innar út allt kjör­tíma­bil­ið. Því má búast við að hróker­ingar geti lítt átt sér stað með sæti í nefnd­inni og nefnd­ar­setan sé eins var­an­leg og unnt sé. Hafa þessi atriði öll vænt­an­lega skipt máli þegar hlut­verk for­sætis­nefndar var ákveðið í siða­regl­un­um.4) Þegar siða­reglur fyrir alþings­menn voru sam­þykktar var út frá því gengið að for­sætis­nefnd myndi fjalla um mál skv. siða­regl­un­um. Orða­lag siða­regln­anna er afdrátt­ar­laust um þetta og for­saga setn­ingar þeirra und­ir­strikar þetta. Við setn­ingu þeirra voru nefni­lega gerðar breyt­ingar til að árétta að það væri for­sætis­nefnd sem færi með „úr­skurð­ar­vald" í þessum mál­um, ekki siða­nefnd sem var ein­ungis ætlað ráð­gef­andi hlut­verk gagn­vart for­sætis­nefnd. Tæp­ast hefði því, við umfjöllun um setn­ingu siða­regln­anna, hlotið braut­ar­gengi til­laga um að „úr­skurð­ar­vald“ í málum sem þessum skyldi fyrir komið í sér­stakri nefnd, ótil­greinds fjölda þing­manna, sem yrðu kosnir eftir að kvörtun lægi fyr­ir, sem „við­bót­ar­vara­for­set­ar.“ 5) Virð­ist því óhjá­kvæmi­legt að skýra siða­regl­urnar svo að umfjöllun „við­bót­ar­vara­for­seta" í stað for­sætis­nefndar um mál skv. siða­regl­unum væri and­stæð þeim. 6) Ekk­ert í lögum um þing­sköp virð­ist geta breytt þessu. Þvert á móti virð­ist  kosn­ing „við­bót­ar­vara­for­seta" í þessu augna­miði and­stæð lögum um þing­sköp. Þannig mælir 88. gr. þeirra laga sér­stak­lega fyrir um að for­sætis­nefnd fjalli um mál er varða siða­reglur alþing­is­manna, fram­kvæmd þeirra og ætluð brot gegn þeim. Ákvæðið er for­taks­laust og sér­staks eðl­is, sbr. m.a. það sem að framan grein­ir. Alþingi virð­ist því t.d. óheim­ilt vísa þessum málum til ann­arrar nefnd­ar, sbr. almenna heim­ild í 32. gr. um kosn­ingu sér­nefndar til að „íhuga ein­stök mál.“7) Óhugs­andi virð­ist að 94. gr. laga um þing­sköp geti breytt ein­hverju um nið­ur­stöð­una. Ákvæðið víkur frá þeirri meg­in­reglu stjórn­skip­un­ar­innar að sett lög þurfi til að breyta öðrum settum lög­um. Heim­ild 94. gr. verður því aðeins beitt af ítr­ustu var­úð. Hefur enda verið litið svo á að hún heim­ili einkum að brugðið sé frá þing­sköpum fyrir frum­vörpum og öðrum þing­mál­um, t.d. um fresti fyrir fram­lagn­ingu og tíma á milli umræða. Grein­ar­gerðin með því frum­varpi sem varð að lögum um þing­sköp gefur þetta ein­dregið í skyn. Tveir þriðju hlutar þing­manna geta því vart í skjóli þessa ákvæðis sett nýjar leik­regl­ur, eftir að mál er komið upp skv. sið­regl­um, um með­ferð mála skv. þeim. Með­ferð þeirra er á for­ræði for­sætis­nefndar skv. bæði siða­regl­unum og sér­stöku ófrá­víkj­an­legu ákvæði 88. gr. laga um þing­sköp. Hér má reynd­ar, svo það sé nefnt, einnig horfa til þess að 88. gr. laga um þing­sköp var sett með lögum nr. 84/2011. Þau lög telj­ast því yngri en ákvæði 94. gr. og skv. meg­in­regl­unni gilda yngri ákvæði umfram eldri.IV.Loks viljum við vekja athygli á sið­ferð­is­legri og lag­legri þýð­ingu þess að máls­með­ferð kvart­ana gegn þing­mönnum fari fram skv. fyr­ir­fram ákveðnum og fyr­ir­sjá­an­legum leik­regl­um. Slík máls­með­ferð hefur verið talin aðals­merki rétt­ar­rík­is­ins og rétt­látrar og sann­gjarnrar máls­með­ferð­ar. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent