Hvalur hf. kaupir hlut Marel fyrir um milljarð

Félagið Hvalur hf, sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna.

Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Auglýsing

Félagið Hvalur hf. hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um millj­arð króna en eign­ar­hlutur Hvals í Marel nemur þá tæp­lega 0,4 pró­sent­um. Stærsti eig­andi Hvals er ­Fisk­veiði­hluta­fé­lag­ið Venus en það er að stórum hluta í eigu Krist­jáns ­Lofts­son­ar, for­stjóri Hvals. ­Gengið var frá kaup­unum þriðju­dag­inn 15. jan­úar síð­ast­lið­inn, sam­tals 2,55 millj­ónir hluta á geng­inu 390. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag. 

Hvalur hagn­að­ist um tæp­lega 1,5 millj­arða á síð­asta ári

Hvalur er eig­andi Vog­unar en það félag seldi, ásamt Fisk­veiða­hluta­fé­lag­inu Venus, sam­an­lagt 34 pró­senta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir sam­tals 21,7 millj­arða króna. Vogun er meðal ann­ars stærsti ein­staki eig­and­i Origo ­með 10,8 pró­senta hlut og eins Hamp­iðj­unnar með tæp­lega 44 pró­senta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 pró­senta hlut í hluta­fjár­út­boð­i ­Arion ­banka á síð­asta ári.

Auglýsing

Stærsti hlut­hafi Vog­unar er Venus með rúm­lega 30 pró­senta hlut en það félag er í eigu Krist­jáns og Birnu Lofts­dótt­ur. Krist­ján Lofts­son er stjórn­ar­for­mað­ur­ HB Granda og for­stjóri Hvals, en hann var tekju­hæsti ein­stak­ling­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi árið 2018, sam­kvæmt Tekju­blaði DV í júní í fyrra. Mán­að­ar­laun Krist­jáns námu 4,7 millj­ónum í júní í fyrra. 

Hvalur 8Hvalur hf. rekur hval­­stöð­ina í Hval­­firði, gerir út hval­veið­i­­­skip og vinnur afurð­irn­­ar. Hvalur átti eignir upp á 19,6 millj­arða í lok sept­em­ber 2017 en skuld­irnar námu á sama tíma 2,3 millj­örð­um, sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins. Eigið fé félags­ins var því um 17,3 millj­arð­ar. Hvalur hagn­að­ist um tæp­lega 1,5 millj­arða á síð­asta rekstr­ar­ári og dróst hagn­að­ur­inn saman um ríf­lega 515 millj­ónir frá fyrra ári.

Hluta­bréfa­verð Mar­els hækk­aði um 15 pró­sent í fyrra 

Stærsti hlut­hafi Mar­els er Eyrir Invest með tæp­lega 28 pró­senta hlut. Þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt um 38 pró­senta hlut. Í umfjöllun Mark­að­ar­ins segir að sjóður í stýr­ingu Amer­ican Funds, dótt­ur­fé­lags banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Capi­tal Group, hafi verið að bæta við sig í Marel að und­an­förnu og er orð­inn níundi stærsti hlut­haf­inn með tveggja pró­senta hlut.

Hluta­bréfa­verð Mar­els hækk­aði um tæp 15 pró­sent í fyrra og miðað við núver­andi gengi bréfa félags­ins, sem er 393 krónur á hlut, nemur mark­aðsvirði þess um 268 millj­örðum króna. Sam­kvæmt Mark­að­inum vinna stjórn­endur Mar­els vinna nú að því að skrá félagið tví­hliða í erlenda kaup­höll.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent