Hvalur hf. kaupir hlut Marel fyrir um milljarð

Félagið Hvalur hf, sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna.

Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Auglýsing

Félagið Hvalur hf. hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um millj­arð króna en eign­ar­hlutur Hvals í Marel nemur þá tæp­lega 0,4 pró­sent­um. Stærsti eig­andi Hvals er ­Fisk­veiði­hluta­fé­lag­ið Venus en það er að stórum hluta í eigu Krist­jáns ­Lofts­son­ar, for­stjóri Hvals. ­Gengið var frá kaup­unum þriðju­dag­inn 15. jan­úar síð­ast­lið­inn, sam­tals 2,55 millj­ónir hluta á geng­inu 390. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag. 

Hvalur hagn­að­ist um tæp­lega 1,5 millj­arða á síð­asta ári

Hvalur er eig­andi Vog­unar en það félag seldi, ásamt Fisk­veiða­hluta­fé­lag­inu Venus, sam­an­lagt 34 pró­senta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir sam­tals 21,7 millj­arða króna. Vogun er meðal ann­ars stærsti ein­staki eig­and­i Origo ­með 10,8 pró­senta hlut og eins Hamp­iðj­unnar með tæp­lega 44 pró­senta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 pró­senta hlut í hluta­fjár­út­boð­i ­Arion ­banka á síð­asta ári.

Auglýsing

Stærsti hlut­hafi Vog­unar er Venus með rúm­lega 30 pró­senta hlut en það félag er í eigu Krist­jáns og Birnu Lofts­dótt­ur. Krist­ján Lofts­son er stjórn­ar­for­mað­ur­ HB Granda og for­stjóri Hvals, en hann var tekju­hæsti ein­stak­ling­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi árið 2018, sam­kvæmt Tekju­blaði DV í júní í fyrra. Mán­að­ar­laun Krist­jáns námu 4,7 millj­ónum í júní í fyrra. 

Hvalur 8Hvalur hf. rekur hval­­stöð­ina í Hval­­firði, gerir út hval­veið­i­­­skip og vinnur afurð­irn­­ar. Hvalur átti eignir upp á 19,6 millj­arða í lok sept­em­ber 2017 en skuld­irnar námu á sama tíma 2,3 millj­örð­um, sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins. Eigið fé félags­ins var því um 17,3 millj­arð­ar. Hvalur hagn­að­ist um tæp­lega 1,5 millj­arða á síð­asta rekstr­ar­ári og dróst hagn­að­ur­inn saman um ríf­lega 515 millj­ónir frá fyrra ári.

Hluta­bréfa­verð Mar­els hækk­aði um 15 pró­sent í fyrra 

Stærsti hlut­hafi Mar­els er Eyrir Invest með tæp­lega 28 pró­senta hlut. Þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt um 38 pró­senta hlut. Í umfjöllun Mark­að­ar­ins segir að sjóður í stýr­ingu Amer­ican Funds, dótt­ur­fé­lags banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Capi­tal Group, hafi verið að bæta við sig í Marel að und­an­förnu og er orð­inn níundi stærsti hlut­haf­inn með tveggja pró­senta hlut.

Hluta­bréfa­verð Mar­els hækk­aði um tæp 15 pró­sent í fyrra og miðað við núver­andi gengi bréfa félags­ins, sem er 393 krónur á hlut, nemur mark­aðsvirði þess um 268 millj­örðum króna. Sam­kvæmt Mark­að­inum vinna stjórn­endur Mar­els vinna nú að því að skrá félagið tví­hliða í erlenda kaup­höll.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Mál í takt við tímann
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent