Hvalur hf. kaupir hlut Marel fyrir um milljarð

Félagið Hvalur hf, sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna.

Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Hvals hf.
Auglýsing

Félagið Hvalur hf. hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um millj­arð króna en eign­ar­hlutur Hvals í Marel nemur þá tæp­lega 0,4 pró­sent­um. Stærsti eig­andi Hvals er ­Fisk­veiði­hluta­fé­lag­ið Venus en það er að stórum hluta í eigu Krist­jáns ­Lofts­son­ar, for­stjóri Hvals. ­Gengið var frá kaup­unum þriðju­dag­inn 15. jan­úar síð­ast­lið­inn, sam­tals 2,55 millj­ónir hluta á geng­inu 390. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag. 

Hvalur hagn­að­ist um tæp­lega 1,5 millj­arða á síð­asta ári

Hvalur er eig­andi Vog­unar en það félag seldi, ásamt Fisk­veiða­hluta­fé­lag­inu Venus, sam­an­lagt 34 pró­senta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir sam­tals 21,7 millj­arða króna. Vogun er meðal ann­ars stærsti ein­staki eig­and­i Origo ­með 10,8 pró­senta hlut og eins Hamp­iðj­unnar með tæp­lega 44 pró­senta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 pró­senta hlut í hluta­fjár­út­boð­i ­Arion ­banka á síð­asta ári.

Auglýsing

Stærsti hlut­hafi Vog­unar er Venus með rúm­lega 30 pró­senta hlut en það félag er í eigu Krist­jáns og Birnu Lofts­dótt­ur. Krist­ján Lofts­son er stjórn­ar­for­mað­ur­ HB Granda og for­stjóri Hvals, en hann var tekju­hæsti ein­stak­ling­ur­inn í sjáv­ar­út­vegi árið 2018, sam­kvæmt Tekju­blaði DV í júní í fyrra. Mán­að­ar­laun Krist­jáns námu 4,7 millj­ónum í júní í fyrra. 

Hvalur 8Hvalur hf. rekur hval­­stöð­ina í Hval­­firði, gerir út hval­veið­i­­­skip og vinnur afurð­irn­­ar. Hvalur átti eignir upp á 19,6 millj­arða í lok sept­em­ber 2017 en skuld­irnar námu á sama tíma 2,3 millj­örð­um, sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins. Eigið fé félags­ins var því um 17,3 millj­arð­ar. Hvalur hagn­að­ist um tæp­lega 1,5 millj­arða á síð­asta rekstr­ar­ári og dróst hagn­að­ur­inn saman um ríf­lega 515 millj­ónir frá fyrra ári.

Hluta­bréfa­verð Mar­els hækk­aði um 15 pró­sent í fyrra 

Stærsti hlut­hafi Mar­els er Eyrir Invest með tæp­lega 28 pró­senta hlut. Þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt um 38 pró­senta hlut. Í umfjöllun Mark­að­ar­ins segir að sjóður í stýr­ingu Amer­ican Funds, dótt­ur­fé­lags banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Capi­tal Group, hafi verið að bæta við sig í Marel að und­an­förnu og er orð­inn níundi stærsti hlut­haf­inn með tveggja pró­senta hlut.

Hluta­bréfa­verð Mar­els hækk­aði um tæp 15 pró­sent í fyrra og miðað við núver­andi gengi bréfa félags­ins, sem er 393 krónur á hlut, nemur mark­aðsvirði þess um 268 millj­örðum króna. Sam­kvæmt Mark­að­inum vinna stjórn­endur Mar­els vinna nú að því að skrá félagið tví­hliða í erlenda kaup­höll.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent