Samþykkt að starfstími Bankasýslu ríkisins verði ótímabundinn

Þverpólitísk samstaða var um að fella ákvæði úr lögum um Bankasýslu ríkisins sem setti tímaramma utan um starfsemi hennar. Þess í stað verður sett inn bráðabirgðaákvæði um að hana skuli leggja niður þegar verkefnum hennar verði lokið.

Bankasýsla ríkisins heyrir undir Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýsla ríkisins heyrir undir Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Efna­hags- og við­skipta­nefnd hefur ein­róma fall­ist á að sam­þykkja frum­varp sem gerir starfs­tíma Banka­sýslu rík­is­ins ótíma­bundna óbreytt með öllum greiddum atkvæðum þvert á flokka.

Stjórn­ar­for­maður Banka­sýsl­unn­ar, Lárus L. Blön­dal, og for­stjóri henn­ar, Jón G. Jóns­son, sendu inn umsögn vegna máls­ins til nefnd­ar­innar þar sem þeir sögð­ust fagna frum­varp­inu og styðja það. Þar sagði enn fremur að starf­semi stofn­un­ar­innar hefði auk­ist veru­lega á liðnum árum, meðal ann­ars með til­komu á umsýslu með allan eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Stofn­unin hafi einnig hlut­verki að gegna við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd á sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. „Með útgáfu Hvít­bókar um fram­tíð­ar­sýn um fjár­mála­kerfið telur stofn­unin lík­legt að verk­efni stofn­un­ar­innar muni aukast að umfangi næstu árin.“ 

Auglýsing
Lárus L. Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, var for­maður starfs­hóps­ins sem vann þá Hvít­bók.

Átti að starfa í fimm ár

Þegar lög um Banka­­sýslu rík­­is­ins voru sett árið 2009 var sett í þau ákvæði um að stofn­unin skuli hafa lokið störfum eigi síður en fimm árum eftir að hún var sett á fót. Þegar þeim störfum lyki yrði „hún þá lögð nið­­ur“.

Áður en sá fimm ára frestur rann út lét fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið vinna lög­­fræð­i­­lega skoðun á því hvaða þýð­ingu umrætt ákvæði hefði á starf­­semi Banka­­sýslu rík­­is­ins ef hún myndi starfa í lengur en fimm ár, sem hún hefur sann­­ar­­lega gert. Nið­­ur­­staða hennar var sú að ekki yrði ráðið með ótví­­ræðum hætti af laga­­grein­inni að starf­­semi Banka­­sýsl­unnar legð­ist sjálf­krafa af að liðnum fimm árum frá því að stofn­unin tók til starfa.

Á fundi rík­­is­­stjórnar Íslands í lok nóv­em­ber 2018 kynnti Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, hins vegar frum­varp um breyt­ingar á lögum um Banka­­sýslu rík­­is­ins. Það snýst ein­vörð­ungu um breyt­ingar á nið­­ur­lagn­ing­­ar­á­­kvæð­inu.

Í svari ráðu­­neyt­is­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um málið sagði að ljóst væri að verk­efnum Banka­­sýslu rík­­is­ins sé ekki lokið og ekki lægi fyrir hvenær þeim ljúki. Ríkið á enda nær allt hlutafé í tveimur bönk­­um, Lands­­bank­­anum og Íslands­­­banka og ekk­ert lægi fyrir um hvenær þeir eign­­ar­hlutir verði settir í sölu­­með­­­ferð. Í svar­inu segir að þótt ekki sé talið að vafi leiki á því hjá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu að stofn­unin hafi traustan laga­grund­­völl „var ákveðið að leggja til að hún verði felld brott en þess í stað bætt við ákvæði til bráða­birgða um að leggja skuli stofn­un­ina niður þegar verk­efnum hennar er lok­ið.“

Frum­varp átti að leggja niður stofn­un­ina

Banka­­sýsla rík­­is­ins var sett á fót af rík­­is­­stjórn Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dóttur til að halda á hlutum rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­­um. Þá stóð til að stofn­unin yrði starf­­rækt í fimm ár.

Þegar ný rík­­is­­stjórn, undir for­­sæti Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, tók við hófst vinna við að breyta þessu skipu­lagi mála. Bjarni Bene­dikts­­son sat þá sem nú í fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu og lagði vorið 2015 fram frum­varp um með­­­ferð og sölu á eign­­ar­hlutum rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­­um. Sam­­kvæmt frum­varp­inu yrði Banka­­sýsla rík­­is­ins lögð niður og eign­­­ar­hlutir rík­­­is­ins í fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækjum færðir undir fjár­­­­­mála- og efna­hags­­­mála­ráð­herra. Hann átti að setja sér­­­staka eig­anda­­­stefnu rík­­­is­ins sem tæki til þeirra fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja sem ríkið á eign­­­ar­hluti í, skipa þriggja manna ráð­gjaf­­­ar­­­nefnd, án til­nefn­inga, til að veita honum ráð­­­gjöf um með­­­­­ferð eign­­­ar­hluta í fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækjum og und­ir­­­búa sölu og sölu­­­með­­­­­ferð þeirra eign­­­ar­hluta. Þetta frum­varp varð á end­­anum ekki að lögum og Banka­­sýslan hefur haldið áfram störfum umfram þann líf­­tíma sem henni var upp­­haf­­lega ætl­­að.

Auglýsing
Eftir að stöð­ug­­leika­­samn­ing­­arnir voru gerðir eign­að­ist íslenska ríkið allt hlutafé í Íslands­­­banka og stóran hlut í Arion banka, sem nú hefur verið seld­­ur. Hluta­bréfin í Íslands­­­banka voru færð til Banka­­sýsl­unn­­ar.

Um nokk­­urra ára skeið hefur verið heim­ild í fjár­­lögum til að selja allt hlutafé rík­­is­ins í Íslands­­­banka og allt að 30 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um.

Stefnt að því að selja banka

Í Hvít­­­­bók um fram­­­­tíð­­­­ar­­­­sýn fyrir fjár­­­­­­­mála­­­­kerfið er fjallað ítar­­­­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­­­­is­­­­bönk­­­­un­um, Lands­­­­bank­­­­anum og Íslands­­­­­­­banka, og er horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­­­­ur­­­­skipu­­­­leggja eign­­­­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­­­­ar­hald verði hluti af fjár­­­­­­­mála­­­­kerf­inu til fram­­­­tíð­­­­ar.

Þá er einnig lagt til að það verði skoðað gaum­­­­gæfi­­­­lega hvernig megi efla sam­­­­starf bank­anna á sviði inn­­­­viða í fjár­­­­­­­mála­­­­kerf­inu, til að auka hag­ræð­ingu í banka­­­­kerf­inu og bæta þannig kjör til neyt­enda.

Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra sagði við RÚV fyrr í þessum mán­uði að hún sæi ekki fyrir sér að rík­­­is­­­bank­­­arnir yrðu seldir á þessu ári. Hún sagði það þó ekki hafa verið sína sýn né rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar að halda Íslands­­­­­banka. Það sem skipti máli sé að ríkið verði áfram leið­andi fjár­­­­­festir í Lands­­­bank­an­­­um.

Bjarni sagði nokkrum dögum síðar í við­tali við sama miðil að hann væri þeirrar skoð­unar að til lengri tíma litið eigi ríkið að draga sig úr því umfangs­­mikla eign­­ar­haldi sem það er með á bönk­­­um. Það þurfi meðal ann­­ars að gera vegna þeirrar áhættu sem fylgi svo umfangs­­miklu eign­­ar­haldi. Þá sagð­ist Bjarni hafa talað fyrir því að ríkið verði áfram aðal­­eig­andi Lands­­bank­ans, og eigi áfram 35 til 40 pró­­sent hlut í þeim banka. Hann vilji þó að ríkið fari út úr eign­­ar­haldi á Íslands­­­banka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Fordómar Sapiens
Kjarninn 10. ágúst 2020
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent