Heimilisnotkun raforku mun aukast næstu áratugina vegna rafbílavæðingar

Ný skýrsla raforkuhóps Orkuspárnefndar er komin út en þar eru dregnar fram þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun 2018 til 2050.

Möstur
Auglýsing

Ef orkuskipti í samgöngum á landi ganga hraðar fyrir sig en reiknað er með í raforkuspá verður raforkunotkun meiri næstu árin og áratugina en spáin gerir ráð fyrir en notkunin verður þó í lok spátímans svipuð og gert var ráð fyrir. Ekki eru talin nein vandkvæði á að afla orku fyrir aukna almenna notkun, samkvæmt spám. Þó þarf að bæta við orkuöflun sem svarar til tveggja Búrfellsvirkjana I. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.

Jafnframt kemur fram að síðasta raforkuspá hafi verið gerð árið 2015 og sé uppreiknuð árlega en endurskoðuð frá grunni á fimm ára fresti. Á síðasta ári hafi verið sýndar há- og lágspár, til hliðar við spá um raforkunotkun. Í nýjum endurreikningi sem miðast við raforkunotkun á síðasta ári og ýmsar upplýsingar sem fram hafa komið síðan síðasti endurreikningur gerður séu sýndar þrjár sviðsmyndir til hliðar við raforkuspá. Meðal annars sé litið til stefnu stjórnvalda um orkuskipti og umhverfismál og spár Hagstofu Íslands um áætlaðan fólksfjölda.

Í skýrslu Orkustofnunar kemur fram að vel sé þekkt að veigamiklar forsendur varðandi raforkunotkun geti breyst snögglega. Á það til dæmis við um stórnotkun sem geti haft veruleg áhrif á heildarnotkun. Að sama skapi hafi notkun rafbíla aukist mikið á undanförnum árum hérlendis sem erlendis og margir greiningaraðilar hafi bent á mikla möguleika rafdrifinna bíla í framtíðinni á kostnað hinna hefðbundnu bíla sem notast við jarðefnaeldsneyti. „Um allan heim er leitað leiða til að skipta út sem mestu af notkun jarðefnaeldsneytis fyrir umhverfisvænni kosti og nánast allar leiðir sem þar koma til greina kalla á verulega raforkunotkun sem þá er mikilvægt að komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir í skýrslunni. 

Auglýsing

Raforkunotkun hvers heimilis hefur minnkað á síðustu árum

Jón Vilhjálmsson, sviðsstjóri orku hjá verkfræðistofunni Eflu, sem vinnur með raforkuhópi orkuspárnefndar, segir í samtali við Morgunblaðið að heildarnotkun breytist lítið frá fyrri spám. Þó sé meiri breytileiki í spánum vegna þess að betur hafi verið farið ofan í orkuskipti í samgöngum á landi. Raforkunotkun hvers heimilis fór lengi vaxandi ár frá ári. Á allra síðustu árum hefur hún minnkað, meðal annars vegna aukinnar notkunar sparneytnari heimilistækja og lýsingar. Jón segir að gert sé ráð fyrir að þessi þróun gangi yfir og fari síðan að aukast með fjölgun rafbíla sem hlaðnir eru á heimilum.

Fyrsta sviðsmyndin sem tilgreind er kallast „hægar framfarir“. Þar er gert ráð fyrir minni hagvexti en í raforkuspá og minni áhersla á orkuskipti. Hún sýnir 0,9 prósent árlegan vöxt að meðaltali, samanborið við 1,7 prósent vöxt í raforkuspá. Í sviðsmyndinni „grænni framtíð“ er gert ráð fyrir meiri hagvexti auk þess sem miðað er við meiri áherslu á umhverfismál, meðal annars hraðari orkuskipti. Þessi sviðsmynd sýnir 2,2 prósent aukningu á ári að meðaltali og mun almenn raforkunotkun rúmlega tvöfaldast til loka spátímabilsins. Þriðja sviðsmyndin er „aukin stórnotkun“. Hún grundvallast á þróuninni frá árinu 2008. Samkvæmt þessari forsendu verður aflþörf stórnotenda orðin rúmlega 3.000 MW árið 2050 og samanlögð orkuþörf almenna markaðarins og stórnotenda 33.400 gígavattstundir.

Rafbílahleðslustöð

Á næsta ári verður gefin út ný raforkuspá, endurskoðuð frá grunni. Jón segir í samtali við Morgunblaðið að líklegt þyki að hún nái tíu árum lengra fram í tímann, til ársins 2060. Jón telur að vöxturinn framundan sé svipaður og orkufyrirtækin þekki frá undanförnum áratugum og eigi vel að ráða við að sinna með virkjunum, orkuflutningum og dreifingu. Að minnsta kosti fyrir almenna notkun sem raunar er aðeins hluti af heildarnotkuninni. Þá reiknar hann með að hægt verði að stýra notkuninni betur í framtíðinni með framförum í tækni. Nefnir hann sérstaklega tækni til að stýra hleðslu rafbíla í fjölbýlishúsum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent