Bandaríkin beina spjótunum að eignum Venesúela og hóta eignaupptöku

Greint var frá því í dag að Bandaríkjastjórn væri nú að beita sér með þeim hætti, að færa auð og fjármagn frá forseta Venesúela til helsta andstæðings hans.

Nicolás Maduro tók við af Hugo Chavez. Astandið í Venesúela hefur, vægast sagt, versnað mikið í stjórnartíð hans. MYND/EPA
Auglýsing

Banda­ríkja­stjórn vinnur nú að því að beita efna­hags­þving­unum til að ýta undir stjórn­ar­skipti í Venes­ú­ela, meðal ann­ars með því að færa stjórn á olíu­hreinsi­stöð rík­is­fyr­ir­tækis Venes­ú­ela, Cit­go, til Juan Guai­dó, helsta stjórn­ar­and­stæð­ings Maduro for­seta.

Frá þessu greindi Was­hington Post í dag, en fjár­mála­ráðu­neyti Steven Munchin sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem segir að þving­unum verði beitt, og meðal ann­ars lagt hald á eignir sem til­heyra stjórn­völdum í Venes­ú­ela, ef þörf þyk­ir. 

Banda­ríkin hafa lýst því yfir að þau við­ur­kenni Guaidó sem for­seta Venes­ú­ela og hafa heitið því að breð­ast við af hörku, ef Maduro reynir að fara gegn vilja Banda­ríkj­ana, hvort sem það er í Venes­ú­ela eða ann­ars stað­ar. 

Auglýsing

Maduro hefur þegar svarað til­kynn­ingu banda­rískra stjórn­valda, og sagt að Citgo sé eign rík­is­sjóðs Venes­ú­ela og eng­inn geti tekið ákvörðun um ráð­stöfun þeirra eigna nema stjórn­völd í Venes­ú­ela. 

Donald Trump og Mike Pence. Trump viðurkennir ekki Maduro sem forseta Venesúela, og vill beita þvingunum til að koma olíufyrirtæki landsins undir réttar hendur.

Citgo er með erlendar höf­uð­stöðvar í Banda­ríkj­un­um, nánar til­tekið í olíu­rík­inu Texas. Sam­kvæmt skrifum Was­hington Post er ekki vitað með vissu, hversu miklar eignir sem til­heyra rík­is­sjóði Venes­ú­ela eru utan rík­is­ins, en megnið af þeim er í Banda­ríkj­un­um, og í olíu­tengdum iðn­að­i. 

John Bolton, þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, hefur sagt að yfir­ráð eigna verði að fara frá Maduro og til Guai­dó. Ekki sé hægt að við­ur­kenna eða styðja stjórn­völd í Venes­ú­ela undir stjórn Maduro, enda sé efna­hagur lands­ins í rúst. 

Í skrifum Was­hington Post kemur einnig fram, að stjórn Maduro hafi á und­an­förnum mán­uðum gjör­breytt við­skiptum Cit­go, sem hefur til þessa selt mikið af olíu til Banda­ríkj­anna. Í stað­inn er fyr­ir­tækið nú að ein­blína á Evr­ópu og Asíu, með Kín­verja sem helstu kaup­end­ur. 

Skuldir Citgo eru að mestu leyti í eigu banka í Banda­ríkj­un­um, en rúss­neska jarð­gas- og olíu­fyr­ir­tækið Rosn­eft er með veð í 49,9 pró­sent eign­ar­hlutaf þess eftir lán upp á 1,5 millj­arða Banda­ríkja­dala til rík­is­sjóðs Venes­ú­ela, eftir því sem Was­hington Post greinir frá. 

Efna­hagur Venes­ú­ela ein­kenn­ist þessi miss­erin af nær algjöru hruni. Heildar­í­búa­fjöldi í Venes­ú­ela er um 32 millj­ón­ir, en talið er að allt að 2,3 millj­ónir manna hafi flúið erfitt efna­hags­á­stand í land­inu á und­an­förnum árum. Óða­verð­bólga, mikið atvinnu­leysi og erf­ið­leikar fyr­ir­tækja, er það sem helst ein­kennir stöðu mála, ofan í glund­roða í stjórn­mál­u­m. 

Upp­fært: Breska rík­is­út­varpið greindi frá því rétt í þessu, að Banda­ríkja­stjórn hefði þegar beitt við­skipta­þving­unum gegn rík­is­ol­íu­fyr­ir­tæki Venes­ú­ela, PDSVA, og beini því til hers­ins í land­inu, að láta stjórn­ar­skipti í land­inu fara frið­sam­lega fram. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent