Útgefin Alþingistíðindi frá 1845 til 2009 hafa verið skönnuð inn og eru nú aðgengileg blaðsíðu fyrir blaðsíðu á vefnum www.althingistidindi.is.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þetta við upphaf þingfundar í dag.
Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að saman gefa vefirnir www.althingi.is og www.althingistidindi.is fyllri mynd af störfum alþingismanna og störfum Alþingis allt frá endurreisn þess.
Á vefsíðunni kemur fram að útgáfa þingskjala og þingfunda á alþingistíðindi.is sé opinber lokaútgáfa og sé efni hvers löggjafarþings birt þar að þingi loknu. Undir hverju þingi sé yfirlit yfir störf og skipan hvers þings, efnisyfirlit fyrir efni þingfunda og þingskjala og heildarútgáfa þingfunda og þingskjala.