Vilja stofna sérstaka Kjaratölfræðinefnd

Nefnd hefur skilað forsætisráðherra skýrslu um tillögur að umbótum í úrvinnslu og nýtingu tölfræðiupplýsinga hér á landi. Nefndin leggur meðal annars til að stofnuð verði Kjaratölfræðinefndar, sem væri samráðsvettvangur aðila í aðdraganda kjarasamninga.

14103000883_5bf97bdc66_z.jpg
Auglýsing

Nefnd á veg­um ­for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hefur nú skilað af sér skýrslu um ­til­lög­ur að umbótum á úrvinnslu og nýt­ingu töl­fræði­upp­lýs­inga hér á land­i.  ­Nefndin leggur meðal ann­ars til að stofnuð verði sér­stök Kjara­töl­fræði­nefnd, sem væri ­sam­ráðs­vett­vang­ur milli aðila í aðdrag­anda kjara­samn­inga. Auk þess leggur nefndin áherslu á að Hag­stofan ljúki við að upp­færa íslenska starfa­flokk­un­ar­kerf­ið, Í­STARF95. 

„Skýrslan og þær umbætur sem þar eru lagðar til er að mínu mati mik­il­vægt fram­lag til þeirrar víð­tæku vinnu sem nú á sér stað á vett­vangi stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Bætt launa­töl­fræði er meðal atriða sem ég hef lagt ríka áherslu á að verði bætt til fram­búðar og ég fagna sér­stak­lega til­lögu nefnd­ar­innar um stofnun Kjara­töl­fræði­nefnd­ar, sem er vett­vangur aðila í aðdrag­anda kjara­samn­inga líkt og tíðkast m.a. í Nor­eg­i,” sagði Katrín en rík­is­stjórnin fjall­aði um skýrsl­una á fundi sínum í morg­un. 

Auglýsing

Aðil­ar vinnu­mark­aðr­ins tak­ist á um efn­is­at­riði frekar en töl­fræði­legar aðferðir og nið­ur­stöður

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra skip­aði nefnd­ina í kjöl­far fundar stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins um launa­töl­fræði í jan­úar í fyrra. Nefndin var skipuð full­trúum frá for­sæt­is­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, vel­ferð­ar­ráðu­neyti, heild­ar­sam­tökum á vinnu­mark­aði, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Rík­is­sátta­semj­ara og Hag­stofu Íslands.

Katrín Jakobsdóttir skipaði nefndina.Nefndin skoð­aði sér­stak­lega hvort að taka ætti upp launa­töl­fræði­nefnd að erlendri fyr­ir­mynd. Í Nor­egi er slík nefnd sem starfað hefur með góðum árangri í rúm­lega 50 ár. Norska nefndin kall­ast TBU en hún er skipuð er full­trúum heild­ar­sam­taka á vinnu­mark­aði, stjórn­valda og Hag­stof­unn­ar. Hlut­verk TBU að greina þróun launa og efna­hags­mála til und­ir­bún­ings kjara­samn­ingum og birtir tölu­leg gögn sem leggja grunn að samn­inga­við­ræðum og tryggja þannig sam­ræmdan skiln­ing á þeim hag­tölum sem liggja til grund­vall­ar. 

Í skýrsl­unni segir að sam­bæri­leg sam­ráðs­nefnd milli aðila hér á landi myndi skapa vett­vang fyrir sam­ræður um for­sendur í aðdrag­anda kjara­samn­inga, jafnt launa­töl­fræði sem aðrar hag­tölur og auka traust milli aðila óháð því hvaða samn­ings­líkan eða fyr­ir­komu­lag lagt væri til grund­vallar kjara­samn­ingum á hverjum tíma. „Hlut­verk nefnd­ar­innar er að tryggja sam­eig­in­lega sýn aðila á stöðu og þróun launa og efna­hags­mála og ýta undir það að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins tak­ist á um efn­is­at­riði frekar en töl­fræði­legar aðferðir eða nið­ur­stöð­ur,“ segir í skýrsl­unni.

Kjara­töl­fræði­nefndin tekur ekki beinan þátt í kjara­samn­ingum

Í skýrsl­unni má nú þegar finna drög að sam­komu­lagi um stofnun Kjara­töl­fræði­nefnd­ar; „Að­ilar að sam­komu­lagi þessu eru sam­mála um að stofna til sam­starfs heild­ar­sam­taka á vinnu­mark­að­i, ­ríkis og sveit­ar­fé­laga um gerð og hag­nýt­ingu töl­fræði­gagna um launa og efna­hag til und­ir­bún­ings og eft­ir­fylgni með kjara­samn­ing­um. Nefnd­inni er ætlað að stuðla að því að aðilar sam­komu­lags­ins hafi ­sam­eig­in­legan skiln­ing á eðli, eig­in­leikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjara­samn­inga.“ 

BSRB er aðili að nefndinni

Í drög­unum segir að með hlið­sjón að fram­an­sögðu lýsi for­sæt­is­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, félags­mála­ráðu­neyti, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga, Alþýðu­sam­band Íslands, Banda­lag háskóla­manna, BSRB, Kenn­ara­sam­band Íslands, Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Hag­stofa Íslands og Rík­is­sátta­semj­ari hér með yfir stofnun Kjara­töl­fræði­nefnd­ar. 

Í drög­un­um ­segir að mark­mið nefnd­ar­innar sé að fyrir liggi áreið­an­legar upp­lýs­ingar um laun og efna­hag sem nýt­ast við und­ir­bún­ing og eft­ir­fylgni kjara­samn­inga á hverjum tíma. Kjara­töl­fræði­nefnd­in ­tekur þó engan beinan þátt í kjara­samn­ing­um. ­Nefndin á að gefa út tvær skýrslur árlega, fyrir lok mars og lok sept­em­ber og skal fyrsta skýrslan birt fyrir lok mars árið 2020. 

Vilja að Hag­stofan skoði hvernig launa­vísi­talan end­ur­spegli hækk­andi starfs­aldur og aukna menntun

Hag­stofa Íslands gefur út mán­að­ar­lega út launa­vísi­tölu á grund­velli laga. Í skýrslu nefnd­ar­innar segir hins vegar að á und­an­förn­um miss­erum hefur aðferða­fræði við gerð launa­vísi­töl­unnar verið gagn­rýnd á opin­berum vett­vangi og snýr gagn­rýnin einkum að aðferða­fræði við vinnslu verð­vísi­talna, sem byggir á svoköll­uðum pöruðum sam­an­burði. Í gagn­rýn­inni kemur fram, að talið er að sú aðferð ofmeti launa­breyt­ing­ar, meðal ann­ars vegna starfs­ald­urs­breyt­inga. 

Nefndin fékk Dr. Kim Zieschang., ­sér­fræð­ing í verð­vísi­tölum til að gera úttekt á launa­vísi­töl­unni. Nið­ur­stöður hans voru að  ­launa­vísi­tala Hag­stof­unnar sé traust afurð sem byggð sé á aðferða­fræði­lega sterkum grunni en að rétt sé að skoða ítar­lega hvort að vænta megi áhrifa af auknum gæðum vinnu­afls yfir tíma. ­Nefndin leggur því til að Hag­stofa Íslands skoði hvernig launa­vísi­talan end­ur­spegli hækk­andi starfs­aldur og aukna mennt­un. Jafn­framt er lagt til að nið­ur­stöður grein­ing­ar­innar verði birtar opin­ber­lega og brugð­ist við ef þær leiði í ljós að bjögun sé á launa­vísi­töl­unn­i. 

Mik­il­vægt að upp­færa íslenska starfa­flokk­un­ar­kerf­ið 

Launa­rann­sókn Hag­stof­unnar er helsta heim­ild opin­berrar launa­töl­fræði en einnig eru not­aðar aðrar heim­ildir eins og stað­greiðslu­gögn. Rann­sóknin nær til allra rík­is­starfs­manna en tekið er úrtak úr fyr­ir­tækjum á almenna vinnu­mark­aðn­um, með 10 eða fleiri starfs­menn, sem og hjá sveit­ar­fé­lög­um. Í skýrslu nefnd­ar­innar segir aftur á móti að þekju launa­rann­sóknar sé ábóta­vant meðal ann­ars vegna þess að rann­sóknin nær ekki til allra atvinnu­greina og tak­markar það upp­lýs­inga­gjöf. Aðilar vinnu­mark­að­ar­ins leggja ríka áherslu á að þekja rann­sókn­ar­innar sé aukin þannig að hún nái til alls vinnu­mark­að­ar­ins og eru tvær leiðir mögu­legar til að auka þekj­una. Ann­ars vegar er hægt að bæta núver­andi launa­rann­sókn og stækka úrtakið og hins vegar að fara í heild­ar­söfn­un ­launa­upp­lýs­inga líkt og gert er í Nor­eg­i. 

Í skýrsl­unni segir að starfs­hópur innan fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins skoði nú kosti þess að koma á miðl­un­ar­kerfi fyrir greiðslu launa og launa­tengdra gjalda og skila­greinum sem tengj­ast launa­upp­lýs­ing­um. „Veru­legt hag­ræði felst í því að gera launa­greið­endum kleift að ganga frá greiðslum og upp­lýs­inga­gjöf mið­lægt á einum stað í stað þess að skila til nokk­urra aðila eins og nú er gert.“ segir í skýrsl­unni. Því telur nefndin að koma eigi á heild­ar­söfn­um ­launa­upp­lýs­inga beint frá launa­greið­end­um. Nefndin leggur þó áherslu á að einnig er mik­il­vægt að efla núver­andi launa­rann­sókn sam­hliða heild­ar­gagna­söfnun til að áhætta við breytta gagna­öflun verði við­un­andi og unnt verði að brúa bilið milli ólíkra gagna og ­tímar­að­ar. 

Enn fremur segir í skýrsl­unni að á und­an­förnum árum hafi Hag­stofan unnið að mati á vinnu­tíma til að geta betur áætlað vinnu­magn að baki fram­leiðslu­þáttum í þjóð­hags­reikn­ingum og vinnu­tíma vegna launa­kostn­aðar og mun áfram vinna að úrbótum í vinnu­tíma­mæl­ing­um. Nefndin telur það því mik­il­vægt að tekið sé upp nýtt starfa­flokk­un­ar­kerfi en kerfið sem nú er not­að, Í­STARF-95, var fyrst gefið út 1994 og svo aftur aukið og end­ur­bætt árið 2009. Hag­stofan er nú þegar að vinna að upp­töku á nýju starfa­flokk­un­ar­kerfi og í skýrsl­unni segir að nefnd­in sé sam­mála um að mik­il­vægt sé að upp­færa íslenska starfa­flokk­un­ar­kerfið svo það taki betur mið af þeim störfum sem hafa breyst og orðið til á síð­ustu ára­tugum og leggur áherslu á að Hag­stofan ljúki því verk­efni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent