ASÍ svarar gagnrýni fjármálaráðherra

Alþýðusamband Íslands gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra þess efnis að tillögur sambandsins um breytingar í skattkerfinu muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðusamband Íslands seg­ir það rangt hjá Bjarna Benediktssyni, fjár­mála- og efnhagsráðherra, að til­lög­ur sam­bands­ins í skatta­mál­um muni leiða til hækk­un­ar á skatt­byrði meðal­tekju­fólks. Sambandið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi en þar segir að tillögur sambandsins geri þvert á móti ráð fyrir að skattbyrði 95 prósent vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5 prósent munu hins vegar greiða hærri skatta en nú enda sé skattbyrði þeirra tekjuhæstu sú lægsta á Norðurlöndunum. 

Þetta köllum við að nýta tekjuskattkerfið sem raunverulegt jöfnunartæki

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum á Alþingi í vikunni. Morgunblaðið greindi frá því að Logi hafi meðal annars bent Bjarna á að Sam­fylk­ing­in hefði talað fyr­ir hugmyndum ASÍ um fjölþrepa skatt­kerfi sem fjár­málaráðherra hefði ekki tekið vel í. Bjarni svaraði því og sagði að tillögur ASÍ myndu auka jaðarskatta.

„Það sem mér finnst vera ákveðin hugsanavilla hjá mörg­um í tengsl­um við upp­bygg­ingu skatt­kerf­is­ins í heild er að fara ann­ars veg­ar fram á mjög hátt frí­tekju­mark en síðan lága skatta fyr­ir þá sem koma fyrst inn í skatt­kerfið í tekju­skatt­in­um. Menn verða að velja dá­lítið á milli þess­ara tveggja kosta. Ég hefði frek­ar verið talsmaður þess að vera með lægri frí­tekju­mörk og byrja með lægri pró­sent­ur en þessi framstilling á mál­inu ger­ir það í raun og veru að verk­um að við þurf­um að hækka skatt­pró­sent­una of mikið á milli­tekju­fólkið,“ sagði Bjarni.

Alþýðusambandið segir í tilkynningu sinni að þessi ummæli Bjarna bendi til þess að hann hafi ekki kynnt sér tillögurnar nægilega vel. „Fjármálaráðherra hefur haldið því fram með gagnrýni sinni á  tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Þessi ummæli ráðherrans benda til þess að hann hafi ekki kynnt sér tillögurnar nægilega vel og því full ástæða til þess að leiðrétta þennan misskilning.“

Auglýsing

Alþýðusambandið segir að með tillögum þeirra, um breytingar á skattkerfinu, sé verið að reyna auka mest ráðstöfunartekjur þeirra sem hafi laun undir 500.000 krónum á mánuði, skattbyrði í efri millitekjum verður óbreytt en eykst hjá þeim allra tekjuhæstu. „Þetta köllum við að nýta tekjuskattskerfið sem raunverulegt jöfnunartæki. Áhyggjur fjármálaráðherrans af auknum jaðarsköttum eru einnig óþarfar því tillögurnar gera beinlínis ráð fyrir því að jaðarskattar hinna tekjulægri lækki.“ segir að lokum í tilkynningunni.

Vilja  bæta stöðu hinna tekjulægri

Alþýðusambandið hefur á undanförnum árum ítrekað gagnrýnt þróun skatt- og tilfærslukerfanna og lagði sambandið nýlega fram róttækar tillögur um breytingar á skattkerfi Íslendinga. Þar er meðal ann­ars lagt til að tekið verði upp þrepa­skipt skatt­kerfi með fjórum skatt­þrep­um, að fjórða þrepið verði hátekju­þrep, að skatt­leys­is­mörk verði hækkuð og látin fylgja launa­þróun og að breyt­ingin á skatt­kerf­inu auki ráð­stöf­un­ar­tekjur mest hjá þeim sem séu með laun undir 500 þús­und krón­ur. Þá fela til­lög­urnar í sér að end­ur­reisa þurfi hús­næð­is­stuðn­ings­kerfin og að koma þurfi í veg fyrir að sveiflur á mark­aði hafi áhrif á hús­næð­is­stuðn­ing, og þar með afkomu launa­fólks.

Í tilkynningu frá sambandinu segir að ástæðan sé einföld, þær breytingar sem gerðar hafi verið hafa ekki miðað að því að bæta stöðu hinna tekjulægri. Alþýðusambandið vísar þar í skýrslu Hagdeildar sem gefin var út haustið 2017 þar sem skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var aukin skattbyrði launafólks á síðustu áratugum og hefur þróunin komið verst niður á tekjulægri hópum sökum þróunar skattkerfis og veikingar tilfærslukerfanna. Tillögur ASÍ í skattamálum er því miðuð að því að leiðrétta þessa þróun með „einföldum aðgerðum“, samkvæmt tilkynningunni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent