Vill draga úr gjaldeyrisáhættu hjá norska olíusjóðnum

Sjóðsstjóri norska olíusjóðsins er í sjaldgæfu ítarlegu viðtali við Bloomberg Markets, tímarit Bloomberg. Hann stýrir stærsta fjárfestingasjóði heimsins.

slyngstad.jpg
Auglýsing

Yngve Slyngd­stad, sjóðs­stjóri norska olíu­sjóðs­ins, segir að það sé áherslu­mál hjá sjóðnum að minnka gjald­eyr­is­á­hættu sjóðs­ins, og ein­angra hana að mestu við Banda­ríkja­dal, evru og breskt pund. Um 90 pró­sent af gjald­eyr­is­forða heims­ins er í Banda­ríkja­dal og evru, þannig að stærsta gjald­eyr­is­á­hættan hjá norska olíu­sjóðn­um, stærsta fjár­fest­inga­sjóði í heimi, liggur alltaf í þessum tveimur mynt­u­m. 

Í bréfi sem Slyngstad skrif­aði til fjár­mála­ráð­herra Nor­egs, og gert að umtals­efni í ítar­legu við­tali við Slyngstad í Bloomberg Markets, segir hann að sjóð­ur­inn hafi áhættu í sínu eigna­safni í 23 gjald­miðl­um, en að það sé stefna sjóðs­ins að minnka hana. 

Slyngstad, sem er heim­spek­ingur að mennt, með fram­halds­nám í stjórn­mála- og lög­fræði, segir sjóð­inn vera nú með um 70 pró­sent af eignum í hluta­bréf­um, en 30 pró­sent í öðrum eign­um, mest rík­is­skulda­bréf­um. 

Auglýsing

Sjóð­ur­inn á um 1,3 pró­sent af öllum skráðum skulda­bréfum í heim­in­um, og nema heild­ar­eignir hans nú meira en þús­und millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 120 þús­und millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur um 23 millj­ónum á hvern Norð­mann. 

Slyngstad segir að það sé ein­læg trú hans, og stefna sjóðs­ins, að hið mikla tekju­streymi sem kemur úr Norð­ur­sjóð, úr olíu­auð­lindum Nor­egs, verði áfram til staðar fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Það hafi í reynd alltaf verið þarna, en verk­efnið sé að vernda það og kom­andi kyn­slóðir Nor­egs. 

Hann nefnir sem dæmi, að vegna sjóðs­ins, hafi eng­inn efast um það á fjár­mála­mörk­uð­um, að Nor­egur gæti stutt fjár­mála­kerfi lands­ins, þegar alþjóða­mark­aðir gengum í gegnum storm­inn mikla, 2008 og 2009.

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent