Ástandið í Venesúela býr til fylkingar í alþjóðasamfélaginu

Íslensk stjórnvöld eru í hópi með fjölmörgum ríkjum, sem hafa að undanförnu lýst yfir stuðningi við Juan Guadió sem forseta Venesúela til bráðabirgða.

Nicolás Maduro tók við af Hugo Chavez. Astandið í Venesúela hefur, vægast sagt, versnað mikið í stjórnartíð hans. MYND/EPA
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa lýst yfir stuðn­ingi við Juan Guad­ió, and­stæð­ing Maduro for­seta í Venes­ú­ela, og hvatt til þess að kosn­ingar fari fram hið fyrsta. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, lýsti því yfir stuðn­ingi við Guadió á Twitter í gær.

Kunn­ug­legar fylk­ingar eru að teikn­ast upp í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Ástandið í Venes­ú­ela er skelfi­legt og til marks um það spáir Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, að lands­fram­leiðsla muni halda áfram að drag­ast hratt saman í ár en sam­drátt­ur­inn er um 50 pró­sent frá árinu 2013. Hinn 5. mars það ár lést Hugo Chavez og tók Maduro, náinn banda­maður hans og utan­rík­is­ráð­herra frá árinu 2006, við stjórn­ar­taumun­um.

Auglýsing

Upp­lausn

Efna­hagur lands­ins er í rúst um þessar mund­ir. Óða­verð­bólga, fjölda­gjald­þrota lít­illa fyr­ir­tækja, heil­brigð­is­kerfi óskil­virkt og skóla­starf víða í mol­um. Upp­lausn er kannski það orð sem lýsir ástand­inu best.

Það á ekki síst við hið póli­tíska svið, þar sem Mudor og Juan Guad­ió, helsti and­stæð­ingur hans, takast á um völd­in, og óhætt er að segja að alþjóða­sam­fé­lagið sé farið að blanda sér með beinum hætti í stöðu mála.

Reuters greindi frá því seinni part­inn í dag, að portú­galski bank­inn Novo Banco hefði komið í veg fyrir að 1,2 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 150 millj­arðar króna, hefðu verið færðir frá bank­anum inn á reikn­inga í Úrug­væ, að skipan Maduro og stjórnar hans.



Guadió hefur fengið vax­andi stuðn­ing til að verða leið­togi lands­ins sem for­seti frá Evr­ópu­ríkjum að und­an­förnu. Íslensk stjórn­völd bætt­ust í hóp margra ríkja í gær, með yfir­lýs­ingu. „Ís­lensk stjórn­­völd lýsa áhyggjum af stöðu þings­ins í Venes­ú­ela og stöðu mann­rétt­inda. Með yfir­­lýs­ing­unni  er verið að ítreka mik­il­vægi þess að lýð­ræð­is­­legar kosn­­ingar fari fram sem fyrst og lýsa yfir stuðn­­ingi við að for­­seti rétt­­kjör­ins þjóð­­þings verði for­­seti lands­ins til bráða­birgða. Ísland gengur með þessu skemur en mörg ríki sem for­m­­lega við­­ur­­kenna Juan Guaidó sem for­­seta, eins og til dæmis Dan­­mörk. Í yfir­­lýs­ing­unni felst eng­inn stuðn­­ingur við hót­­­anir ann­­arra ríkja um hern­að­­ar­í­hlutun í Venes­ú­ela eða önnur slík inn­­­grip,“ ­sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, í við­tali við Kjarn­ann í dag.

Banda­ríkin beita þrýst­ingi

Hér sést hvar Venesúela er í Suður-Ameríku.Banda­ríkin hafa beitt sér veru­lega í mál­efnum Venes­ú­ela, meðal ann­ars með efna­hags­þving­un­um. Ein verð­mætasta eign Venes­ú­ela utan lands­ins er fyr­ir­tækið Cit­go, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki rík­is­ol­íu­fé­lags­ins PDVSA. 

Citgo ein­blínir á olíu­flutn­inga, olíu­hreinsun og aðrar stoð­þjón­ustu við olíu­iðnað og er með höf­uð­stöðvar í Texas. Banda­rísk stjórn­völd hafa hótað því að gera eignir félags­ins upp­tækar og hefta færslur á fjár­magni frá félag­inu til Venes­ú­ela ef Maduro fer ekki frá sem for­seti, og Guadió tekur við völd­um. 

Maduro hefur brugð­ist æfur við afskiptum Banda­ríkj­anna og segir þau vera að ræna almenn­ing í Venes­ú­ela og reyna að kom­ast yfir olíu­lindir lands­ins, sem eru þær mestu í heim­in­um, sem hafa verið stað­festar með rann­sókn­um.

Hann kall­aði eftir því í dag, að ef Banda­ríkin vildu hjálpa til við að leysa úr efna­hags­vanda Venes­ú­ela, þá ættu þau að aflétta við­skipta­þving­unum áður en lengra yrði hald­ið, af því er fram kom í umfjöllun Bloomberg.

Kína, Rúss­land og Norð­ur­-Kórea í stuðn­ings­lið­inu

Maduro hefur opin­berar stuðn­ing nokk­urra ríkja í heim­in­um. Þar á meðal eru Kína, Rúss­land, Tyrk­land, Sýr­land, Norð­ur­-Kórea og nágranna­ríkið Bólivía, svo dæmi séu nefnd. Segja má að þarna sé að teikn­ast upp kunn­ug­legar línur í alþjóð­stjórn­mál­un­um.

Mörg ríki hafa bæst í hóp þeirra sem styðja það að Guadió verði for­seti lands­ins til bráða­birgða, og að kosn­ingar fari fram hið fyrsta, sam­kvæmt umfjöllun NPR. Þar á meðal eru Spánn, Frakk­land, Þýska­land, Bret­land, Lett­land, Lit­há­en, Tékk­land, Holland, Portú­gal, Sví­þjóð og Finn­land, svo nefnd séu nokkur dæmi. Flest nágranna­ríki Venes­ú­ela styðja ekki Maduro, og eru þar stærstu ríki Suð­ur­-Am­er­íku, Brasilía og Argent­ína, bæði á sama báti.

Utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, Jer­emy Hunt, sagði í færstu á Twitter að Maduro hefði ekki boðað til kosn­inga innan þess átta daga frests sem gef­inn var, og því sé ekki lengu hægt að líta á hann sem leið­toga Venes­ú­ela.



Í Venes­ú­ela búa tæp­lega 32 millj­ónir manna, en talið er að yfir 2,5 millj­ónir manna hafi flúið heim­ili sín á und­an­förnum árum, og hefur flótti frá land­inu auk­ist jafnt og þétt und­an­farin miss­eri. Sér­stak­lega er staðan alvar­leg í úthverfum höf­uð­borg­ar­innar Caracas, sem er með tvær millj­ónir íbúa, en séu nágranna­byggðir teknar með í reikn­ing­inn, eru íbúar yfir 6 millj­ón­ir. Á þessu svæði er upp­lausn­ar­á­stand víða, vöru­skortur og inn­viðir að grotna nið­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent