Ástandið í Venesúela býr til fylkingar í alþjóðasamfélaginu

Íslensk stjórnvöld eru í hópi með fjölmörgum ríkjum, sem hafa að undanförnu lýst yfir stuðningi við Juan Guadió sem forseta Venesúela til bráðabirgða.

Nicolás Maduro tók við af Hugo Chavez. Astandið í Venesúela hefur, vægast sagt, versnað mikið í stjórnartíð hans. MYND/EPA
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa lýst yfir stuðn­ingi við Juan Guad­ió, and­stæð­ing Maduro for­seta í Venes­ú­ela, og hvatt til þess að kosn­ingar fari fram hið fyrsta. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, lýsti því yfir stuðn­ingi við Guadió á Twitter í gær.

Kunn­ug­legar fylk­ingar eru að teikn­ast upp í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Ástandið í Venes­ú­ela er skelfi­legt og til marks um það spáir Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, að lands­fram­leiðsla muni halda áfram að drag­ast hratt saman í ár en sam­drátt­ur­inn er um 50 pró­sent frá árinu 2013. Hinn 5. mars það ár lést Hugo Chavez og tók Maduro, náinn banda­maður hans og utan­rík­is­ráð­herra frá árinu 2006, við stjórn­ar­taumun­um.

Auglýsing

Upp­lausn

Efna­hagur lands­ins er í rúst um þessar mund­ir. Óða­verð­bólga, fjölda­gjald­þrota lít­illa fyr­ir­tækja, heil­brigð­is­kerfi óskil­virkt og skóla­starf víða í mol­um. Upp­lausn er kannski það orð sem lýsir ástand­inu best.

Það á ekki síst við hið póli­tíska svið, þar sem Mudor og Juan Guad­ió, helsti and­stæð­ingur hans, takast á um völd­in, og óhætt er að segja að alþjóða­sam­fé­lagið sé farið að blanda sér með beinum hætti í stöðu mála.

Reuters greindi frá því seinni part­inn í dag, að portú­galski bank­inn Novo Banco hefði komið í veg fyrir að 1,2 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 150 millj­arðar króna, hefðu verið færðir frá bank­anum inn á reikn­inga í Úrug­væ, að skipan Maduro og stjórnar hans.Guadió hefur fengið vax­andi stuðn­ing til að verða leið­togi lands­ins sem for­seti frá Evr­ópu­ríkjum að und­an­förnu. Íslensk stjórn­völd bætt­ust í hóp margra ríkja í gær, með yfir­lýs­ingu. „Ís­lensk stjórn­­völd lýsa áhyggjum af stöðu þings­ins í Venes­ú­ela og stöðu mann­rétt­inda. Með yfir­­lýs­ing­unni  er verið að ítreka mik­il­vægi þess að lýð­ræð­is­­legar kosn­­ingar fari fram sem fyrst og lýsa yfir stuðn­­ingi við að for­­seti rétt­­kjör­ins þjóð­­þings verði for­­seti lands­ins til bráða­birgða. Ísland gengur með þessu skemur en mörg ríki sem for­m­­lega við­­ur­­kenna Juan Guaidó sem for­­seta, eins og til dæmis Dan­­mörk. Í yfir­­lýs­ing­unni felst eng­inn stuðn­­ingur við hót­­­anir ann­­arra ríkja um hern­að­­ar­í­hlutun í Venes­ú­ela eða önnur slík inn­­­grip,“ ­sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, í við­tali við Kjarn­ann í dag.

Banda­ríkin beita þrýst­ingi

Hér sést hvar Venesúela er í Suður-Ameríku.Banda­ríkin hafa beitt sér veru­lega í mál­efnum Venes­ú­ela, meðal ann­ars með efna­hags­þving­un­um. Ein verð­mætasta eign Venes­ú­ela utan lands­ins er fyr­ir­tækið Cit­go, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki rík­is­ol­íu­fé­lags­ins PDVSA. 

Citgo ein­blínir á olíu­flutn­inga, olíu­hreinsun og aðrar stoð­þjón­ustu við olíu­iðnað og er með höf­uð­stöðvar í Texas. Banda­rísk stjórn­völd hafa hótað því að gera eignir félags­ins upp­tækar og hefta færslur á fjár­magni frá félag­inu til Venes­ú­ela ef Maduro fer ekki frá sem for­seti, og Guadió tekur við völd­um. 

Maduro hefur brugð­ist æfur við afskiptum Banda­ríkj­anna og segir þau vera að ræna almenn­ing í Venes­ú­ela og reyna að kom­ast yfir olíu­lindir lands­ins, sem eru þær mestu í heim­in­um, sem hafa verið stað­festar með rann­sókn­um.

Hann kall­aði eftir því í dag, að ef Banda­ríkin vildu hjálpa til við að leysa úr efna­hags­vanda Venes­ú­ela, þá ættu þau að aflétta við­skipta­þving­unum áður en lengra yrði hald­ið, af því er fram kom í umfjöllun Bloomberg.

Kína, Rúss­land og Norð­ur­-Kórea í stuðn­ings­lið­inu

Maduro hefur opin­berar stuðn­ing nokk­urra ríkja í heim­in­um. Þar á meðal eru Kína, Rúss­land, Tyrk­land, Sýr­land, Norð­ur­-Kórea og nágranna­ríkið Bólivía, svo dæmi séu nefnd. Segja má að þarna sé að teikn­ast upp kunn­ug­legar línur í alþjóð­stjórn­mál­un­um.

Mörg ríki hafa bæst í hóp þeirra sem styðja það að Guadió verði for­seti lands­ins til bráða­birgða, og að kosn­ingar fari fram hið fyrsta, sam­kvæmt umfjöllun NPR. Þar á meðal eru Spánn, Frakk­land, Þýska­land, Bret­land, Lett­land, Lit­há­en, Tékk­land, Holland, Portú­gal, Sví­þjóð og Finn­land, svo nefnd séu nokkur dæmi. Flest nágranna­ríki Venes­ú­ela styðja ekki Maduro, og eru þar stærstu ríki Suð­ur­-Am­er­íku, Brasilía og Argent­ína, bæði á sama báti.

Utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, Jer­emy Hunt, sagði í færstu á Twitter að Maduro hefði ekki boðað til kosn­inga innan þess átta daga frests sem gef­inn var, og því sé ekki lengu hægt að líta á hann sem leið­toga Venes­ú­ela.Í Venes­ú­ela búa tæp­lega 32 millj­ónir manna, en talið er að yfir 2,5 millj­ónir manna hafi flúið heim­ili sín á und­an­förnum árum, og hefur flótti frá land­inu auk­ist jafnt og þétt und­an­farin miss­eri. Sér­stak­lega er staðan alvar­leg í úthverfum höf­uð­borg­ar­innar Caracas, sem er með tvær millj­ónir íbúa, en séu nágranna­byggðir teknar með í reikn­ing­inn, eru íbúar yfir 6 millj­ón­ir. Á þessu svæði er upp­lausn­ar­á­stand víða, vöru­skortur og inn­viðir að grotna nið­ur. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent