Sex sóttu um að verða næsti forstjóri Barnaverndarstofu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna­mála­ráð­herra, mun á næstunni skip­a nýjan for­­stjóra ­Barna­vernd­ar­stofu til fimm ára í senn að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa nýjan forstjóra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa nýjan forstjóra.
Auglýsing

Sex sóttu um að verða næsti for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu en umsókn­ar­frestur rann út í síð­ustu viku. Á meðal þeirra sem sóttu um er Heiða Björg Pálma­dótt­ir, sem hefur gegnt starfi for­­stjóra Barna­vernd­­ar­­stofu tíma­bundið eftir að Bragi Guð­brands­son fór í leyfi. Aðrir umsækj­endur eru Birna Guð­munds­dótt­ir, Guð­laug María Júl­í­us­dótt­ir, Katrín Jóns­dótt­ir, Róbert Ragn­ars­son og Svala Ísfeld Ólafs­dótt­ir. Frá þessu er greint á vef stjórn­ar­ráðs­ins

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­­mála­ráð­herra, skip­ar for­­­stjóra ­­Barna­vernd­­ar­­stofu til fimm ára í senn að und­an­gengnu mat­i ­sér­stakrar hæfn­is­nefndar sem ráð­herra setur á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins.

Bragi Guð­brands­­son, sem hafði gegnt starf­inu árum sam­an, lét af starfi for­­stjóra í febr­­úar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­­­ar­­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Íslands hönd og tekið að sér sér­­verk­efni á vegum vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Fé­lags- og barna­­mála­ráðu­­neyt­ið vinnur að heild­­ar­end­­ur­­skoðun á barna­vernd­­ar­lög­­gjöf og fram­­kvæmd þjón­ust­unnar við börn og sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni geta breyt­ingar orðið í kjöl­farið sem hafa áhrif á starf­­sem­i ­­Barna­vernd­­ar­­stofu.

Í lok febr­­úar á síð­­asta ári til­­kynnti ráðu­­neytið að eft­ir­lit með öllu barna­vernd­­­ar­­­starfi í land­inu yrði end­­­ur­­­skoðað og ráð­ist yrði í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun barna­vernd­­­ar­laga. Þá verði settar skýrar for­m­­­kröfur um sam­­­skipta­hætti stjórn­­­­­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­­­ar. 

Í til­­kynn­ing­unni um frum­varpið kom fram að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­­­neyt­is­ins til að end­­­ur­heimta traust í kjöl­far kvart­ana frá for­­­menn ­­barna­vernd­­ar­­nefnd­anna ­­vegna sam­­­skipta við Barna­vernd­­­ar­­­stofu og for­­­stjóra hennar en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­­­sýslu mála­­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barna­vernd. 

Hlut­verk Barna­vernd­­ar­­stofu er að vinna að sam­hæf­ingu og efl­ingu barna­vernd­­ar­­starfs í land­inu og er félags­­­mála­ráð­herra til ráð­gjafar um stefn­u­­mótun í mála­­flokkn­um, sam­­kvæmt vef félags­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins. Jafn­­framt fer Barna­vernd­­ar­­stofa með  leið­bein­ingar um túlkun og fram­­kvæmd barna­vernd­­ar­laga og fræðslu og ráð­­gjöf fyrir barna­vernd­­ar­­nefndir í land­inu. Enn fremur hefur Barna­vernd­­ar­­stofa eft­ir­lit með störfum barna­vernd­­ar­­nefnda. 

Barna­vernd­­ar­­stofa ann­­ast meðal ann­­ars leyf­­is­veit­ingar til fóst­­ur­­for­eldra, tekur ákvarð­­anir og veitir barna­vernd­­ar­­nefndum lið­sinni í fóst­­ur­­mál­um, fer með yfir­­­stjórn heim­ila og stofn­ana sem rík­­inu ber að sjá til að séu til­­tæk og hlut­­ast til um að slík heim­ili og stofn­­anir verði sett á fót. Stofan hefur yfir­­um­­sjón með vistun barna á þessum heim­ilum og stofn­un­­um.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent