Sex sóttu um að verða næsti forstjóri Barnaverndarstofu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna­mála­ráð­herra, mun á næstunni skip­a nýjan for­­stjóra ­Barna­vernd­ar­stofu til fimm ára í senn að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa nýjan forstjóra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa nýjan forstjóra.
Auglýsing

Sex sóttu um að verða næsti for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu en umsókn­ar­frestur rann út í síð­ustu viku. Á meðal þeirra sem sóttu um er Heiða Björg Pálma­dótt­ir, sem hefur gegnt starfi for­­stjóra Barna­vernd­­ar­­stofu tíma­bundið eftir að Bragi Guð­brands­son fór í leyfi. Aðrir umsækj­endur eru Birna Guð­munds­dótt­ir, Guð­laug María Júl­í­us­dótt­ir, Katrín Jóns­dótt­ir, Róbert Ragn­ars­son og Svala Ísfeld Ólafs­dótt­ir. Frá þessu er greint á vef stjórn­ar­ráðs­ins

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­­mála­ráð­herra, skip­ar for­­­stjóra ­­Barna­vernd­­ar­­stofu til fimm ára í senn að und­an­gengnu mat­i ­sér­stakrar hæfn­is­nefndar sem ráð­herra setur á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins.

Bragi Guð­brands­­son, sem hafði gegnt starf­inu árum sam­an, lét af starfi for­­stjóra í febr­­úar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­­­ar­­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Íslands hönd og tekið að sér sér­­verk­efni á vegum vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Fé­lags- og barna­­mála­ráðu­­neyt­ið vinnur að heild­­ar­end­­ur­­skoðun á barna­vernd­­ar­lög­­gjöf og fram­­kvæmd þjón­ust­unnar við börn og sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni geta breyt­ingar orðið í kjöl­farið sem hafa áhrif á starf­­sem­i ­­Barna­vernd­­ar­­stofu.

Í lok febr­­úar á síð­­asta ári til­­kynnti ráðu­­neytið að eft­ir­lit með öllu barna­vernd­­­ar­­­starfi í land­inu yrði end­­­ur­­­skoðað og ráð­ist yrði í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun barna­vernd­­­ar­laga. Þá verði settar skýrar for­m­­­kröfur um sam­­­skipta­hætti stjórn­­­­­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­­­ar. 

Í til­­kynn­ing­unni um frum­varpið kom fram að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­­­neyt­is­ins til að end­­­ur­heimta traust í kjöl­far kvart­ana frá for­­­menn ­­barna­vernd­­ar­­nefnd­anna ­­vegna sam­­­skipta við Barna­vernd­­­ar­­­stofu og for­­­stjóra hennar en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­­­sýslu mála­­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barna­vernd. 

Hlut­verk Barna­vernd­­ar­­stofu er að vinna að sam­hæf­ingu og efl­ingu barna­vernd­­ar­­starfs í land­inu og er félags­­­mála­ráð­herra til ráð­gjafar um stefn­u­­mótun í mála­­flokkn­um, sam­­kvæmt vef félags­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins. Jafn­­framt fer Barna­vernd­­ar­­stofa með  leið­bein­ingar um túlkun og fram­­kvæmd barna­vernd­­ar­laga og fræðslu og ráð­­gjöf fyrir barna­vernd­­ar­­nefndir í land­inu. Enn fremur hefur Barna­vernd­­ar­­stofa eft­ir­lit með störfum barna­vernd­­ar­­nefnda. 

Barna­vernd­­ar­­stofa ann­­ast meðal ann­­ars leyf­­is­veit­ingar til fóst­­ur­­for­eldra, tekur ákvarð­­anir og veitir barna­vernd­­ar­­nefndum lið­sinni í fóst­­ur­­mál­um, fer með yfir­­­stjórn heim­ila og stofn­ana sem rík­­inu ber að sjá til að séu til­­tæk og hlut­­ast til um að slík heim­ili og stofn­­anir verði sett á fót. Stofan hefur yfir­­um­­sjón með vistun barna á þessum heim­ilum og stofn­un­­um.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent