Sex sóttu um að verða næsti forstjóri Barnaverndarstofu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna­mála­ráð­herra, mun á næstunni skip­a nýjan for­­stjóra ­Barna­vernd­ar­stofu til fimm ára í senn að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa nýjan forstjóra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa nýjan forstjóra.
Auglýsing

Sex sóttu um að verða næsti for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu en umsókn­ar­frestur rann út í síð­ustu viku. Á meðal þeirra sem sóttu um er Heiða Björg Pálma­dótt­ir, sem hefur gegnt starfi for­­stjóra Barna­vernd­­ar­­stofu tíma­bundið eftir að Bragi Guð­brands­son fór í leyfi. Aðrir umsækj­endur eru Birna Guð­munds­dótt­ir, Guð­laug María Júl­í­us­dótt­ir, Katrín Jóns­dótt­ir, Róbert Ragn­ars­son og Svala Ísfeld Ólafs­dótt­ir. Frá þessu er greint á vef stjórn­ar­ráðs­ins

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­­mála­ráð­herra, skip­ar for­­­stjóra ­­Barna­vernd­­ar­­stofu til fimm ára í senn að und­an­gengnu mat­i ­sér­stakrar hæfn­is­nefndar sem ráð­herra setur á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins.

Bragi Guð­brands­­son, sem hafði gegnt starf­inu árum sam­an, lét af starfi for­­stjóra í febr­­úar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­­­ar­­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Íslands hönd og tekið að sér sér­­verk­efni á vegum vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Fé­lags- og barna­­mála­ráðu­­neyt­ið vinnur að heild­­ar­end­­ur­­skoðun á barna­vernd­­ar­lög­­gjöf og fram­­kvæmd þjón­ust­unnar við börn og sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni geta breyt­ingar orðið í kjöl­farið sem hafa áhrif á starf­­sem­i ­­Barna­vernd­­ar­­stofu.

Í lok febr­­úar á síð­­asta ári til­­kynnti ráðu­­neytið að eft­ir­lit með öllu barna­vernd­­­ar­­­starfi í land­inu yrði end­­­ur­­­skoðað og ráð­ist yrði í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun barna­vernd­­­ar­laga. Þá verði settar skýrar for­m­­­kröfur um sam­­­skipta­hætti stjórn­­­­­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­­­ar. 

Í til­­kynn­ing­unni um frum­varpið kom fram að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­­­neyt­is­ins til að end­­­ur­heimta traust í kjöl­far kvart­ana frá for­­­menn ­­barna­vernd­­ar­­nefnd­anna ­­vegna sam­­­skipta við Barna­vernd­­­ar­­­stofu og for­­­stjóra hennar en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­­­sýslu mála­­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barna­vernd. 

Hlut­verk Barna­vernd­­ar­­stofu er að vinna að sam­hæf­ingu og efl­ingu barna­vernd­­ar­­starfs í land­inu og er félags­­­mála­ráð­herra til ráð­gjafar um stefn­u­­mótun í mála­­flokkn­um, sam­­kvæmt vef félags­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins. Jafn­­framt fer Barna­vernd­­ar­­stofa með  leið­bein­ingar um túlkun og fram­­kvæmd barna­vernd­­ar­laga og fræðslu og ráð­­gjöf fyrir barna­vernd­­ar­­nefndir í land­inu. Enn fremur hefur Barna­vernd­­ar­­stofa eft­ir­lit með störfum barna­vernd­­ar­­nefnda. 

Barna­vernd­­ar­­stofa ann­­ast meðal ann­­ars leyf­­is­veit­ingar til fóst­­ur­­for­eldra, tekur ákvarð­­anir og veitir barna­vernd­­ar­­nefndum lið­sinni í fóst­­ur­­mál­um, fer með yfir­­­stjórn heim­ila og stofn­ana sem rík­­inu ber að sjá til að séu til­­tæk og hlut­­ast til um að slík heim­ili og stofn­­anir verði sett á fót. Stofan hefur yfir­­um­­sjón með vistun barna á þessum heim­ilum og stofn­un­­um.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent