Sex sóttu um að verða næsti forstjóri Barnaverndarstofu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna­mála­ráð­herra, mun á næstunni skip­a nýjan for­­stjóra ­Barna­vernd­ar­stofu til fimm ára í senn að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa nýjan forstjóra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa nýjan forstjóra.
Auglýsing

Sex sóttu um að verða næsti for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu en umsókn­ar­frestur rann út í síð­ustu viku. Á meðal þeirra sem sóttu um er Heiða Björg Pálma­dótt­ir, sem hefur gegnt starfi for­­stjóra Barna­vernd­­ar­­stofu tíma­bundið eftir að Bragi Guð­brands­son fór í leyfi. Aðrir umsækj­endur eru Birna Guð­munds­dótt­ir, Guð­laug María Júl­í­us­dótt­ir, Katrín Jóns­dótt­ir, Róbert Ragn­ars­son og Svala Ísfeld Ólafs­dótt­ir. Frá þessu er greint á vef stjórn­ar­ráðs­ins

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­­mála­ráð­herra, skip­ar for­­­stjóra ­­Barna­vernd­­ar­­stofu til fimm ára í senn að und­an­gengnu mat­i ­sér­stakrar hæfn­is­nefndar sem ráð­herra setur á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins.

Bragi Guð­brands­­son, sem hafði gegnt starf­inu árum sam­an, lét af starfi for­­stjóra í febr­­úar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­­­ar­­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Íslands hönd og tekið að sér sér­­verk­efni á vegum vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Fé­lags- og barna­­mála­ráðu­­neyt­ið vinnur að heild­­ar­end­­ur­­skoðun á barna­vernd­­ar­lög­­gjöf og fram­­kvæmd þjón­ust­unnar við börn og sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni geta breyt­ingar orðið í kjöl­farið sem hafa áhrif á starf­­sem­i ­­Barna­vernd­­ar­­stofu.

Í lok febr­­úar á síð­­asta ári til­­kynnti ráðu­­neytið að eft­ir­lit með öllu barna­vernd­­­ar­­­starfi í land­inu yrði end­­­ur­­­skoðað og ráð­ist yrði í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun barna­vernd­­­ar­laga. Þá verði settar skýrar for­m­­­kröfur um sam­­­skipta­hætti stjórn­­­­­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­­­ar. 

Í til­­kynn­ing­unni um frum­varpið kom fram að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­­­neyt­is­ins til að end­­­ur­heimta traust í kjöl­far kvart­ana frá for­­­menn ­­barna­vernd­­ar­­nefnd­anna ­­vegna sam­­­skipta við Barna­vernd­­­ar­­­stofu og for­­­stjóra hennar en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­­­sýslu mála­­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barna­vernd. 

Hlut­verk Barna­vernd­­ar­­stofu er að vinna að sam­hæf­ingu og efl­ingu barna­vernd­­ar­­starfs í land­inu og er félags­­­mála­ráð­herra til ráð­gjafar um stefn­u­­mótun í mála­­flokkn­um, sam­­kvæmt vef félags­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins. Jafn­­framt fer Barna­vernd­­ar­­stofa með  leið­bein­ingar um túlkun og fram­­kvæmd barna­vernd­­ar­laga og fræðslu og ráð­­gjöf fyrir barna­vernd­­ar­­nefndir í land­inu. Enn fremur hefur Barna­vernd­­ar­­stofa eft­ir­lit með störfum barna­vernd­­ar­­nefnda. 

Barna­vernd­­ar­­stofa ann­­ast meðal ann­­ars leyf­­is­veit­ingar til fóst­­ur­­for­eldra, tekur ákvarð­­anir og veitir barna­vernd­­ar­­nefndum lið­sinni í fóst­­ur­­mál­um, fer með yfir­­­stjórn heim­ila og stofn­ana sem rík­­inu ber að sjá til að séu til­­tæk og hlut­­ast til um að slík heim­ili og stofn­­anir verði sett á fót. Stofan hefur yfir­­um­­sjón með vistun barna á þessum heim­ilum og stofn­un­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent