Staða forstjóra Samgöngustofu verður auglýst til umsóknar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tilkynnt forstjóra Samgöngustofu að staða hans verði auglýst til umsóknar. Þórólfur Árnason hefur gegnt stöðu forstjóra Samgöngustofu síðan ágúst 2014 og fer fimm ára skipunartíma hans því senn að ljúka.

Samgöngustofa
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, mun aug­lýsa stöðu for­stjóra Sam­göngu­stofu lausa til umsóknar á næst­unni. Þórólfur Árna­son, for­stjóri Sam­göngu­stofu, stað­festi það í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Þórólfur hefur gegnt starf­inu síðan í byrjun ágúst árið 2014 en sam­­kvæmt lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­­manna skulu þeir skip­aðir tíma­bundið til fimm ára í senn og því fer skip­un­ar­tíma Þór­ólfs senn að ljúka.

Opin­berir starfs­menn skip­aðir í fimm ár í senn

Ævi­ráðn­­ingar í stjórn­­­sýsl­unni voru afnumdar með nýjum lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­­manna sem tók gildi um mitt ár 1996. Í 23. grein lag­anna segir að emb­ætt­is­­menn séu skip­aðir í fimm ár í senn. Til­kynna þarf þeim sem situr í við­kom­andi emb­ætti um að til standi að aug­lýsa það laust til umsóknar sex mán­uðum áður en að skip­ana­­tími rennur út. Ef ráð­herra til­­kynnir ekki emb­ætt­is­­manni um að staðan verði aug­lýst innan ofan­­greinds tíma­frests þá fram­­leng­ist skip­ana­­tími þeirra sjálf­krafa í önnur fimm ár, nema þeir óski eftir að láta af störf­­um.

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Sam­göngu­stofa heyrir und­ir­ ­sam­göng­u - og sveita­stjórn­ar­ráðu­neytið og sam­kvæmt Þórólfi, for­stjóra Sam­göngu, hefur Sig­urður Ingi upp­lýst hann um að ákveðið hafi verið að aug­lýsa stöð­una lausa til umsókn­ar. ­Sitj­andi for­­stjóri þarf því að sækja um stöð­una vilji hann gegna starf­inu áfram. ­Sam­göngu­stofa fer með stjórn­sýslu sam­göngu­mála hér á landi og annast ­eft­ir­lit er varðar flug­, ­sigl­ing­ar, umferð og örygg­is­eft­ir­lit með sam­göngu­virkj­um.

Auglýsing

Túristi greindi frá því í dag að ekki feng­ust svör frá­ Ing­veldi Sæmunds­dótt­ur, aðstoð­ar­konu Sig­urður Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu­ráð­herra, hvort staðan verði aug­lýst eða hvort Þórólfur verði sjálf­krafa skip­aður for­stjóri á ný til árs­ins 2024. 

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent