Eysteinn, Hanna, Heiðar Már og Róberti Ingi hlutu nýsköpunarverðlaunin

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent í dag.

Allir tilnefndir (1).jpg
Auglýsing

Nýsköp­un­ar­verð­laun for­seta Íslands voru afhent við hátíð­lega athöfn á Bessa­stöðum í dag. Eysteinn Gunn­laugs­son, meist­ara­nemi í tölv­un­ar­fræði við Kungliga Tekniska hög­skolan í Sví­þjóð, Hanna Ragn­ars­dótt­ir, nemi við tölv­un­ar­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík, Heiðar Már Þrá­ins­son, nemi á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands og Róbert Ingi Huld­ars­son, nemi á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands hlutu verð­launin fyrir verk­efnið Þróun á algrími til að finna örvökur í sof­andi ein­stak­lingum með því að skoða önnur líf­merki en heila­rit og sann­prófun á aðferð til að greina orsakir kæfisvefns með stóru gagna­safni.

Leið­bein­endur þeirra voru Halla Helga­dóttir og Jón Skírnir Ágústs­son, yfir­menn á rann­sókn­ar­sviði Nox Med­ical.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, afhenti fjór­menn­ing­unum verð­laun­in.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu segir að verk­efnið hafi falið í sér þróun á nýrri sjálf­virkri grein­ing­ar­að­ferð, sem bygg­ist á gervi­greind, til að finna örvökur í svefni. „Örvökur eru stutt tíma­bil í svefni sem ein­kenn­ast af breyt­ingu í heila­virkni, og er grein­ing þeirra mik­il­væg til að meta svefn­gæði og svefn­tengda sjúk­dóma. Í hefð­bund­inni svefn­rann­sókn eru tekin upp ýmis líf­merki og eru þau greind af sér­fræð­ingi til að finna meðal ann­ars örvök­ur. Þetta ferli er bæði tíma­frekt og óná­kvæmt og eru því sjálf­virkar grein­ingar afar mik­il­vægar til að spara tíma og auka nákvæmni. Sjálf­virk grein­ing á örvökum er sér­stak­lega erfið þar sem ein­kenni örvaka geta verið ólík milli ein­stak­linga og tölu­vert ósam­ræmi er í grein­ingum sér­fræð­inga. Einnig eru örvökur stuttir atburðir og lít­ill hluti af heildar svefni, sem gerir gervi­greindar aðferðum erfitt fyrir að læra ein­kenni þeirra. Ein­hverjar rann­sóknir hafa verið gerðar á sjálfvirkri grein­ingu örvaka með mis­góðum árangri, en vanda­málið er í raun enn illa leyst. Því til stuðn­ings má nefna að PhysioNet, sem sér um að halda árlegar keppnir í gagna­vinnslu, ákvað að verk­efni keppn­innar í ár væri sjálf­virk grein­ing á örvök­um, en verk­efnin sem eru valin eru alltaf klínískt mik­il­væg og ann­að­hvort óleyst eða tor­leyst. Sjálf­virka grein­ing­ar­að­ferðin okkar felur í sér að vinna úr líf­merkj­um, svo sem  önd­un­ar­merkjum og heila­línu­riti, og reikna úr þeim ýmsa töl­fræði­lega eig­in­leika. End­ur­tækt­ ­gervi­tauga­net var þróað og þjálfað til þess að spá fyrir um örvöku­svæði út frá útreikn­uðu ein­kenn­un­um. Algrímið var þróað og prófað á tveimur gagna­söfn­um, ann­ars vegar opnu gagna­safni frá Physionet, og hins vegar á gagna­safni frá Nox Med­ical. Nið­ur­stöður voru hvetj­andi, en aðferðin okkar lenti í öðru sæti í alþjóð­legu PhysioNet keppn­inni, en meðal kepp­enda voru lið frá helstu háskólum heims, sem og fyr­ir­tækjum eins og Phil­ips. Algrímið virkar einnig vel á gögn Nox Med­ical, nákvæmni sjálf­virku grein­ing­ar­innar er sam­bæri­leg og nákvæmni milli sér­fræð­inga, en sjálf­virka aðferðin skilar nið­ur­stöðum mun hrað­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Forsetinn með verðlaunahöfum í dag.

Nýsköp­un­ar­verð­laun for­seta Íslands eru veitt árlega þeim náms­mönnum sem hafa unnið fram­úr­skar­andi starf við úrlausn verk­efnis sem styrkt var af Nýsköp­un­ar­sjóði náms­manna sum­arið áður. Verð­launin voru fyrst veitt 1996 og eru því nú veitt í tuttug­asta og fjórða sinn.

Fjögur önnur verk­efni hlutu við­ur­kenn­ingu.

Áhættu­reiknir fyrir bráðar end­ur­inn­lagnir sjúk­linga á legu­deildir geðsviðs Land­spít­ala

Verk­efnið var unnið af Brynjólfi Gauta Jóns­syni nema á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands og Þór­arni Jón­munds­syni, nema við raun­vís­inda­deild Háskóla Íslands. Leið­bein­endur voru Ragnar Pétur Ólafs­son, dós­ent á heil­brigð­is­vís­inda­sviði Háskóla Íslands, Sig­rún Helga Lund,  töl­fræð­ingur hjá Íslenskri erfða­grein­ingu og Thor Aspelund, pró­fessor á heil­brigð­is­vís­inda­sviði Háskóla Íslands.

Hlut­verk heila­himnumast­frumna í mígreni

Verk­efnið var unnið af Val­gerði Jak­obínu Hjalta­lín, nema á verk- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands. Leið­bein­andi var Pétur Henry Pet­er­sen, dós­ent á heil­brigð­isi­vís­inda­sviði Háskóla Íslands.

Hug­bún­aður til aðstoðar við röðun skurð­að­gerða

Verk­efnið var unnið af Andra Páli Alfreðs­syni, Gunn­ari Kol­beins­syni og Helga Hilm­ars­syni nemum á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands. Leið­bein­endur voru Rögn­valdur Jóhann Sæmunds­son, dós­ent á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands, Tómas Philip Rún­ars­son, pró­fessor á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands og Vig­dís Hall­gríms­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri á aðgerða­sviði Land­spítla - háskóla­sjúkra­húsi.

Nýjar leiðir í inn­nleið­ing­ar­ferli stefnu­mót­unar við efl­ingu máls og læsis á frí­stunda­heim­ilum

Verk­efnið var unnið af Fatou N’dure Babou­dóttur og Tinnu Björk Helga­dótt­ur, nem­endum á félags­vís­inda­sviði Háskóla Íslands, í sam­starfi við og með stuðn­ingi skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Umsjón­ar­maður verk­efn­is­ins var Mar­grét S. Björns­dótt­ir, aðjúnkt við stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands.

Verð­launin í ár eru Urban Nomad vegg­hill­urnar eftir Jón Helga Hólm­geirs­son vöru­hönn­uð. Jón Helgi útskrif­að­ist sem vöru­hönn­uður úr Lista­há­skóla Íslands 2012 og með meistara­gráðu í sam­skipta­hönnun frá Malmö Uni­versity 2015. Jón Helgi hefur frá útskrift unnið að fjöl­mörgum hönn­un­ar­tengdum verk­efnum fyrir fyr­ir­tæki eins og IKEA, Bility og Hring eftir Hring. Hönnun hans hefur verið sýnd á sýn­ingum í Stokk­hólmi, Berlín og París auk þess sem umfjöllun hefur birst í tíma­ritum á borð við Wired, Frame og Elle Decor. Jón Helgi starfar nú sem yfir­hönn­uður frum­kvöðla­fyr­ir­tæk­isis Genki Instru­ments auk þess sem að vinna að nýrri hönnun fyrir FÓLK.

„FÓLK er nýtt hönn­un­ar­fyr­ir­tæki sem starfar á mörkum hönn­unar og sjálf­bærni. Mark­mið FÓLKs er að þróa vörur sem ýta undir sjálf­bær­ari lífstíl í sam­tali og sam­starfi við hönn­uði. Með hönnun má þróa lausnir sem stuðla að betri og líf­væn­legri heims­mynd á margan hátt og mik­il­vægt er að sam­talið vari frá upp­hafi lífs­fer­ils vör­unnar til enda. Sam­starf Jóns Helga og FÓLKs er dæmi um það,“ segir í til­kynn­ingu.

FÓLK og Jón Helgi Hólm­geirs­son vöru­hönn­uður hófu sam­starf um hönnun Urban Nomad vegg­hill­anna. Í upp­hafi sam­starfs­ins var lagt upp með að hanna vöru sem færi eftir við­miðum um sjálf­bærni í hönnun (e. ‘susta­ina­ble design princip­les’). Sam­fé­lag okkar breyt­ist hratt og hönnun og vöru­þróun veita ein­stakt tæki­færi til að svara marg­vís­legum breyt­ing­um. URBAN NOMAD vegg­hillur og fylgi­hlutir eru ekki síst hann­aðar með þarfir nýrra kyn­slóða í huga, menntað ungt fólk býr í stór­borg­um, á færri fer­metrum en áður og flytja oftar innan borga eða milli landa og er umhugað um umhverf­is­mál. Mark­miðið með Urban Nomad vör­unum er að skapa vörur sem eru umhverf­is- og sam­fé­lags­vænar og henta þeim hópi fólks sem færir sig oft úr stað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent