Vextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga.

selabankinn_15367564864_o.jpg
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, verða því áfram 4,5 pró­sent.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans sem birt er í febr­ú­ar­hefti Pen­inga­mála er gert ráð fyrir að tölu­vert hægi á hag­vexti í ár og að hann verði 1,8 pró­sent. Þetta er um 1 pró­sentu minni vöxtur en bank­inn gerði ráð fyrir í nóv­em­ber og gangi það eftir yrði það minnsti hag­vöxtur sem mælst hefur frá árinu 2012. Hæg­ari vöxtur stafar einkum af sam­drætti í ferða­þjón­ustu, sam­kvæmt Seðla­bank­an­um. Horfur séu því á að spenna í þjóð­ar­bú­skapnum minnki hraðar en áður hafi verið talið.

Auglýsing

Verð­bólga jókst eftir því sem leið á síð­asta ár og mæld­ist 3,7 pró­sent í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Áhrif hækk­unar inn­flutn­ings­verðs vegna geng­is­lækk­unar krón­unnar á haust­mán­uðum síð­asta árs vega þar þyngst, segir í til­kynn­ing­unni. „Þótt verð­bólga hafi minnkað í 3,4 pró­sent í jan­úar og gengi krón­unnar hækkað frá des­em­berfundi pen­inga­stefnu­nefndar eru horfur á að verð­bólga auk­ist fram eftir ári og verði yfir mark­miði fram á seinni hluta næsta árs.“

Verð­bólgu­vænt­ingar mark­aðs­að­ila og verð­bólgu­á­lag á skulda­bréfa­mark­aði hafa lækkað frá des­em­berfund­in­um. Taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar, eins og það mælist í raun­vöxtum Seðla­bank­ans, hefur því auk­ist á ný.

Sam­kvæmt bank­anum mun pen­inga­stefnan á næst­unni ráð­ast af sam­spili minni spennu í þjóð­ar­bú­skapn­um, launa­á­kvarð­ana og þró­unar verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­inga.

Fram kemur í til­kynn­ingu Seðla­bank­ans að pen­inga­stefnu­nefnd ítreki að hún hafi bæði vilja og þau tæki sem þurfi til að halda verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­ingum við mark­mið til lengri tíma lit­ið. „Það gæti kallað á harð­ara taum­hald pen­inga­stefn­unnar á kom­andi mán­uð­um. Aðrar ákvarð­an­ir, einkum á vinnu­mark­aði og í rík­is­fjár­mál­um, munu skipta miklu um hvort svo verður og hafa áhrif á hversu mik­ill fórn­ar­kostn­aður verður í lægra atvinnustig­i.“

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent