Rósa Björk: Þurfum að klára Klaustursmálið með sóma

Þingmaður Vinstri grænna kaus með stjórnarandstöðunni.

Þingmenn, Rósa Björk og Oddný - Þingsetning 14/12/2017
Auglýsing

„Ég kaus með til­lögu minni­hlut­ans í morgun á fundi umhverf­is-og sam­göngu­nefndar því mér finnst mik­il­vægt að styðja við til­lögu minni­hlut­ans um for­mennsku í nefnd­inn­i,“ segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í færslu á Face­book síðu sinn­i. 

Eins og greint var frá fyrr í dag, þá tók Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd af Berg­þóri Óla­syni, þing­manni Mið­flokks­ins, en hann tók sér tíma­bundið leyfi frá þing­stöfum eftir að hafa verið stað­inn að því að úthúða mörgum sam­starfs­mönnum sínum á Alþingi, drukk­inn, á Klaustur bar, eins og kunn­ugt er. 

Með honum á barnum voru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Gunnar Bragi Sveins­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, úr Mið­flokki, og Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, sem nú eru utan flokka eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólks­ins, í kjöl­far þess að upp­tökur af sam­tölum þing­mann­anna voru gerðar opin­ber­ar. 

Auglýsing

Þingmennirnir sem komu við sögu í Klaustursmálinu.

Gunnar Bragi og Berg­þór voru þeir sem höfðu uppi verstu ummæl­in. Þeir hafa beðist afsök­unar á þeim. Meðal ummæla sem féllu hjá Gunn­ari Braga Sveins­syni, voru þau að kalla Lilju Dögg Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, „hel­vítis tík“.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nú með for­mennsku í helm­ingi fasta­nefnda.

Rósa Björk segir stöð­una á Alþingi langt í frá lýð­ræð­is­lega. „Staðan á þingi er auð­vitað langt í frá lýð­ræð­is­leg, því með þess­ari kosn­ingu í morgun er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn end­an­lega komin með töglin og hald­irnar á nefndum Alþing­is. Ég er ansi hrædd um að það sé langt frá því lýð­ræð­is­legt. Svo raun­gerð­ist það í morgun hversu mikið Sjálf­stæði­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn eru að nudda sér upp við hvern ann­an. Þrátt fyrir þau póli­tísku atlot, þurfum við að klára Klaust­urs­málið með sóma fyrir Alþingi Íslend­inga, því þó að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé orðin leiður á mál­inu og fleiri þing­menn hans, þá vilja kon­ur, fórn­ar­lömb kven­fyr­ir­litn­ing­ar, fem­inistar af öllum kynjum og við öll sem höfum samúð með minni­hluta­hópum að Alþingi gefi skýr skila­boð um algjöra and­stöðu sína og for­dæm­ingu á ósæmi­legri hegðun Klaust­urs­þing­manna fyrir nokkrum vik­um,“ segir Rósa Björk.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent