Rósa Björk: Þurfum að klára Klaustursmálið með sóma

Þingmaður Vinstri grænna kaus með stjórnarandstöðunni.

Þingmenn, Rósa Björk og Oddný - Þingsetning 14/12/2017
Auglýsing

„Ég kaus með til­lögu minni­hlut­ans í morgun á fundi umhverf­is-og sam­göngu­nefndar því mér finnst mik­il­vægt að styðja við til­lögu minni­hlut­ans um for­mennsku í nefnd­inn­i,“ segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í færslu á Face­book síðu sinn­i. 

Eins og greint var frá fyrr í dag, þá tók Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd af Berg­þóri Óla­syni, þing­manni Mið­flokks­ins, en hann tók sér tíma­bundið leyfi frá þing­stöfum eftir að hafa verið stað­inn að því að úthúða mörgum sam­starfs­mönnum sínum á Alþingi, drukk­inn, á Klaustur bar, eins og kunn­ugt er. 

Með honum á barnum voru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Gunnar Bragi Sveins­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, úr Mið­flokki, og Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, sem nú eru utan flokka eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólks­ins, í kjöl­far þess að upp­tökur af sam­tölum þing­mann­anna voru gerðar opin­ber­ar. 

Auglýsing

Þingmennirnir sem komu við sögu í Klaustursmálinu.

Gunnar Bragi og Berg­þór voru þeir sem höfðu uppi verstu ummæl­in. Þeir hafa beðist afsök­unar á þeim. Meðal ummæla sem féllu hjá Gunn­ari Braga Sveins­syni, voru þau að kalla Lilju Dögg Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, „hel­vítis tík“.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nú með for­mennsku í helm­ingi fasta­nefnda.

Rósa Björk segir stöð­una á Alþingi langt í frá lýð­ræð­is­lega. „Staðan á þingi er auð­vitað langt í frá lýð­ræð­is­leg, því með þess­ari kosn­ingu í morgun er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn end­an­lega komin með töglin og hald­irnar á nefndum Alþing­is. Ég er ansi hrædd um að það sé langt frá því lýð­ræð­is­legt. Svo raun­gerð­ist það í morgun hversu mikið Sjálf­stæði­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn eru að nudda sér upp við hvern ann­an. Þrátt fyrir þau póli­tísku atlot, þurfum við að klára Klaust­urs­málið með sóma fyrir Alþingi Íslend­inga, því þó að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé orðin leiður á mál­inu og fleiri þing­menn hans, þá vilja kon­ur, fórn­ar­lömb kven­fyr­ir­litn­ing­ar, fem­inistar af öllum kynjum og við öll sem höfum samúð með minni­hluta­hópum að Alþingi gefi skýr skila­boð um algjöra and­stöðu sína og for­dæm­ingu á ósæmi­legri hegðun Klaust­urs­þing­manna fyrir nokkrum vik­um,“ segir Rósa Björk.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent