Rósa Björk: Þurfum að klára Klaustursmálið með sóma

Þingmaður Vinstri grænna kaus með stjórnarandstöðunni.

Þingmenn, Rósa Björk og Oddný - Þingsetning 14/12/2017
Auglýsing

„Ég kaus með til­lögu minni­hlut­ans í morgun á fundi umhverf­is-og sam­göngu­nefndar því mér finnst mik­il­vægt að styðja við til­lögu minni­hlut­ans um for­mennsku í nefnd­inn­i,“ segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í færslu á Face­book síðu sinn­i. 

Eins og greint var frá fyrr í dag, þá tók Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd af Berg­þóri Óla­syni, þing­manni Mið­flokks­ins, en hann tók sér tíma­bundið leyfi frá þing­stöfum eftir að hafa verið stað­inn að því að úthúða mörgum sam­starfs­mönnum sínum á Alþingi, drukk­inn, á Klaustur bar, eins og kunn­ugt er. 

Með honum á barnum voru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Gunnar Bragi Sveins­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, úr Mið­flokki, og Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, sem nú eru utan flokka eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólks­ins, í kjöl­far þess að upp­tökur af sam­tölum þing­mann­anna voru gerðar opin­ber­ar. 

Auglýsing

Þingmennirnir sem komu við sögu í Klaustursmálinu.

Gunnar Bragi og Berg­þór voru þeir sem höfðu uppi verstu ummæl­in. Þeir hafa beðist afsök­unar á þeim. Meðal ummæla sem féllu hjá Gunn­ari Braga Sveins­syni, voru þau að kalla Lilju Dögg Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, „hel­vítis tík“.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nú með for­mennsku í helm­ingi fasta­nefnda.

Rósa Björk segir stöð­una á Alþingi langt í frá lýð­ræð­is­lega. „Staðan á þingi er auð­vitað langt í frá lýð­ræð­is­leg, því með þess­ari kosn­ingu í morgun er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn end­an­lega komin með töglin og hald­irnar á nefndum Alþing­is. Ég er ansi hrædd um að það sé langt frá því lýð­ræð­is­legt. Svo raun­gerð­ist það í morgun hversu mikið Sjálf­stæði­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn eru að nudda sér upp við hvern ann­an. Þrátt fyrir þau póli­tísku atlot, þurfum við að klára Klaust­urs­málið með sóma fyrir Alþingi Íslend­inga, því þó að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé orðin leiður á mál­inu og fleiri þing­menn hans, þá vilja kon­ur, fórn­ar­lömb kven­fyr­ir­litn­ing­ar, fem­inistar af öllum kynjum og við öll sem höfum samúð með minni­hluta­hópum að Alþingi gefi skýr skila­boð um algjöra and­stöðu sína og for­dæm­ingu á ósæmi­legri hegðun Klaust­urs­þing­manna fyrir nokkrum vik­um,“ segir Rósa Björk.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent