Sjálfstæðisflokkurinn nú með formennsku í helmingi fastanefnda

Jón Gunnarsson tók í morgun við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Stjórnarþingmaður lagðist á sveif með þorra andstöðunnar gegn þeirri tillögu en Miðflokkurinn og einn óháður stjórnarandstöðuþingmaður gengu til liðs við stjórnarmeirihlutann.

Jón Gunnarsson er nú orðinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Jón Gunnarsson er nú orðinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Auglýsing

Eftir að Jón Gunn­ars­son tók við for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd á fundi hennar í morgun liggur fyrir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stýrir nú helm­ingi allra fasta­nefnda á Alþingi. Fyrir hafði flokk­ur­inn for­mennsku í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, þar sem Páll Magn­ús­son er for­mað­ur, í efna­hags- og við­skipta­nefnd, þar sem Óli Björn Kára­son gegnir for­mennsku, og í utan­rík­is­mála­nefnd, þar sem for­mað­ur­inn er Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir.

Hinir tveir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir hafa ein­ungis for­mennsku í sitt­hvorri fasta­nefnd­inni. Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir situr sem for­maður fyrir Vinstri græn í atvinnu­vega­nefnd og Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, er for­maður fjár­laga­nefnd­ar.

Sam­kvæmt sam­komu­lagi milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu fengu flokk­arnir sem sitja í minni­hluta for­mennsku í þremur nefndum við upp­haf þing­starfa í kjöl­far síð­ustu kosn­inga.

Auglýsing
Stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu þá með sér sam­komu­lag sem í fólst að Sam­fylk­ingin myndi stýra stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd á fyrri hluta kjör­tíma­bils, en Píratar á síð­ari hluta þess. Píratar fengu á móti for­mennsku í vel­ferð­ar­nefnd á fyrri hluta kjör­tíma­bils en sú for­mennska fer yfir til Sam­fylk­ing­ar­innar á síð­ari hluta þess.

Þriðji stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn, fékk svo for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd. Í þann for­manns­stól sett­ist Berg­þór Óla­son.

Vildu ekki að Klaust­urs­menn stýrðu nefndum

Berg­þór var einn sex­menn­ing­anna sem sat við drykkju á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og hafði sig einna mest frammi við að láta níð og gíf­ur­yrði, sum hver klám­feng­in, falla um meðal ann­ars aðra stjórn­mála­menn, sér­stak­lega kon­ur.

Hann fór í leyfi frá störfum eftir að málið var opin­berað vegna upp­töku Báru Hall­dórs­dóttur af sam­tali sex­menn­ing­anna en snéri aft­ur, ásamt Gunn­ari Braga Sveins­syni, til þing­starfa 24. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Þorri stjórnarandstöðunnar vildi ekki að Bergþór Ólason yrði áfram formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Nú er formennska hennar farin til Sjálfstæðisflokks. MYND: Bára Huld Beck.Fyrsti fundur umhverf­is- og sam­göngu­nefndar eftir end­ur­komu Berg­þórs var hald­inn 29. jan­ú­ar. Ljóst var fyrir fund­inn að mikil and­staða var hjá hluta nefnd­ar­manna, og hluta þing­heims alls, við það að einn af þeim sem sátu á Klaustri myndi gegna nefnd­ar­for­mennsku. Það væri ekki boð­legt að slíkur stýrði nefnd sem þyrfti að boða allskyns gesti fyrir sig og vinna með öllum þing­mönn­um.

Á fund­inum var lögð fram til­laga um að Berg­þór myndi víkja sem for­mað­ur. Þeirri til­lögu var vísað frá af meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar. Það var rök­stutt með því að það hlyti að vera mál stjórn­ar­and­stöð­unnar að ákveða hvernig hún skipti á milli sín for­mennsku í nefndum sem hún hefði for­mennsku í.

Eng­inn vilji er hjá þorra stjórn­ar­and­stöð­unnar að taka upp sam­komu­lag um skipt­ingu for­mennsku­emb­ætta, meðal ann­ars vegna þess að innan hennar er hræðsla við að Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjart­ar­son, nú þing­menn utan flokka, muni ganga til liðs við Mið­flokk­inn og gera hann að stærsta stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um. Sam­kvæmt hefð fengi hann þá að velja fyrstu milli for­mennsku í þeim þremur nefndum sem standa stjórn­ar­and­stöð­unni til boða. Og full­trúar Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar vilja alls ekki að það ger­ist, þar sem þeir ótt­ast að þá muni Mið­flokk­ur­inn taka við for­mennsku í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, einni valda­mestu nefnd þings­ins.

Kosið eftir nýjum víg­línum

Aftur dró til tíð­inda í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þegar Berg­þór Óla­son las upp yfir­lýs­ingu við upp­haf fundar þar sem hann til­kynnti að hann myndi víkja sem for­mað­ur. Krafa hafði verið uppi hjá meiri­hluta stjórn­ar­and­stöð­unnar að Mið­flokk­ur­inn myndi ein­fald­lega skipa annan þing­mann flokks­ins, sem hafði ekki verið á Klaustri í nóv­em­ber, sem nýjan for­mann nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing
Ekki var vilji til þess hjá Mið­flokkn­um. Því lagði Helga Vala Helga­dótt­ir, fyrir hönd minni­hlut­ans, fram til­lögu um að Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisn­ar, yrði for­maður nefnd­ar­inn­ar. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, studdi þá til­lögu. Það gerðu hins vegar aðrir full­trúar stjórn­ar­flokk­anna, Berg­þór og Karl Gauti, sem situr líka í nefnd­inni, ekki.

Því skap­að­ist sú staða að ný víg­staða skap­að­ist, sem var ekki eftir stjórn­ar- og stjórn­ar­and­stöðu­lín­um. Ari Trausti Guð­munds­son, hinn full­trúi Vinstri grænna í nefnd­inni, studdi til að mynda ekki ofan­greinda til­lögu.

Þess í stað var lögð fram ný til­laga um að Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, myndi taka tíma­bundið við for­mennsku í nefnd­inni. Ari Trausti tók við sem 1. vara­for­maður og Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, verður 2. vara­for­mað­ur.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, hafði raunar spáð þess­ari nið­ur­stöðu í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book í gær. Þar sagði hún meðal ann­ars að meiri­hlut­inn á Alþingi væri að not­færa sér „óþol okkar fyrir Berg­þóri Ólafs­­syni í for­­manns­stóli með því að taka til sín stól­inn og setur þangað Jón Gunn­­ar­s­­son, skugga­­sam­­göng­u­­mála­ráð­herra Íslands.“

Þessa til­lögu studdu allir stjórn­ar­þing­menn í nefnd­inni utan Rósu Bjarkar auk Berg­þórs og Karls Gauta. Í stað þess að halda for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, með því að skipa annan þing­mann sinn í emb­ætt­ið, studdi Mið­flokk­ur­inn það að þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins fengi for­manns­sæt­ið. Sem þýðir að sá flokkur stýrir nú helm­ingi allra fasta­nefnda á þingi.

Til við­bótar fer Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með fimm af ell­efu ráð­herra­stól­um, eða 45 pró­sent allra ráðu­neyta. Þar á meðal er fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, stýrt af Bjarna Bene­dikts­syni, sem heldur utan um rík­is­budd­una og hefur því áhrif á það fjár­magn sem fer til allra hinna ráðu­neyt­ana.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 25,3 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ingum og mæld­ist með 23,4 pró­sent fylgi í síð­ustu könnun Gallup á fylgi stjórn­mála­flokka.

„Af­staða hins nýja meiri­hluta liggur nú fyr­ir“

Upp­lýs­inga­full­trúi Vinstri grænna sendi til­kynn­ingu fyrir hönd flokks síns, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks vegna for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, í morgun eftir að nið­ur­staða lá fyrir um að Jón myndi taka við for­mennsku henn­ar.Rósa Björk Brynjólfsdóttir kaus gegn formennsku Jóns í nefndinni. Hún var eini stjórnarþingmaðurinn sem það gerði. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þar sagði að umhverf­is- og sam­göngu­nefnd hefði verið óstarfs­hæf um tíma og að það hefði truflað störf Alþing­is. Þing­flokks­for­menn hefðu leitað leiða til að vinna úr stöð­unni en það hefði ekki skilað árangri. Mið­flokk­ur­inn hafi auk þess heldur ekki viljað skipta um sinn full­trúa í nefnd­inni.

Í til­kynn­ing­unni segir síða að að sé hluti af ábyrgð þeirra sem hafi meiri­hluta á Alþingi að tryggja að störf þings­ins geti gengið eðli­lega fyrir sig. Því hafi þing­menn stjórn­ar­flokk­anna talið eðli­legt að kjósa Jón sem for­mann á meðan að ekki næð­ist sam­komu­lag um annað fyr­ir­komu­lag. „Það er öllum ljóst að um tíma­bundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefnd­ar­innar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breyt­ast eru stjórn­ar­flokk­arnir reiðu­búnir að end­ur­skoða þessa stöðu og telja raunar mik­il­vægt að slíkt end­ur­mat eigi sér stað fyrir þing­lok. Þar sem hér er um tíma­bundna ráð­stöfun að ræða líta stjórn­ar­flokk­arnir ekki svo á að taka þurfi upp allt sam­komu­lag stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu um for­mennsku í fasta­nefndum Alþingis að svo stödd­u.“

Til­kynn­ingin var send út í nafni allra þriggja stjórn­ar­flokk­anna þrátt fyrir að Rósa Björk, annar nefnd­ar­maður Vinstri grænna í nefnd­inni, hefði ekki stutt til­lög­una um að gera Jón að for­manni henn­ar.

Síðar í dag var send út til­kynn­ing frá Sam­fylk­ingu, Píröt­um, Við­reisn og Flokk fólks­ins vegna for­mann­skipta í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd. Þar lýstu flokk­arnir fjórir yfir „miklum von­brigðum með að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir VG, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn, hafi stutt til­lögu Mið­flokks­ins sem lagði til brot á sam­komu­lagi stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu um skipt­ingu á for­mennsku í nefnd­um.“

Full­trúar minni­hlut­ans hefðu marg­sinnis lagt til að Mið­flokkur til­nefndi ein­hvern þeirra þriggja þing­manna flokks­ins sem ekki höfðu tekið þátt í sam­kom­unni á Klaustri í for­manns­stól­inn eða að for­manns­emb­ættið færð­ist til á næsta flokk í stjórn­ar­and­stöð­unni, sem væri Við­reisn, á meðan Mið­flokk­ur­inn leysti ekki úr sínum mál­um. „Full­trúi Mið­flokks kaus hins vegar að leggja til að for­mennska færi heldur til stjórn­ar­liða sem meiri­hlut­inn sam­þykkt­i[...]Af­staða hins nýja meiri­hluta liggur nú fyr­ir. Stjórn­ar­flokk­arnir nýta sér þær for­dæma­lausu aðstæður sem uppi eru og varða virð­ingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varð­andi sam­komu­lag við stjórn­ar­and­stöð­una um skipt­ingu for­mennsku í nefnd­um.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar