Drífa: Á Íslandi þrífst þrælahald

Forseti ASÍ segir ömurleg kjör rúmenskra verkamanna ekki einsdæmi og leggur hún áherslu á að stöðva þurfi þetta ástand strax.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, fjallar um ömur­leg kjör og aðbúnað fjölda rúm­enskra verka­manna í viku­legum pistli sínum í dag. Þar vísar hún í frétt Stöðvar 2 frá því í gær­kvöldi en í henni kom fram að laun hefðu ekki verið greidd og aðbún­aður væri allur hinn versti. Þeir byggju saman sex í einu her­bergi og ættu ekki pen­inga fyrir nauð­synj­um.

„Þetta er ekki eins­dæmi og því miður ber­ast örugg­lega ekki öll svona mál til okkar því margir fara til síns heima aftur eftir að hafa verið beittir atvinnu­of­beldi. Bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar til margra ára gegn félags­legum und­ir­boðum og glæp­a­starf­semi á vinnu­mark­aði er ekki úr lausu lofti gripin og það er hreint hörmu­legt að ekki sé enn komin aðgerð­ar­á­ætlun í mansals­málum og skipu­lagt sam­ræmt eft­ir­lit með öfl­ugri eft­ir­fylgni sem hefur að mark­miði að upp­ræta þessa brota­starf­semi með öllum til­tækum ráðum,“ segir Drífa í pistli sín­um.

Hún segir enn fremur að þegar svona mál komi til stétt­ar­fé­lag­anna bráð­vanti að geta haft sam­band við ein­hvern ábyrgan aðila sem sam­ræmir aðgerðir og mætir þörfum þolenda. Það þurfi að tryggja öryggi fólks, redda hús­næði, mat og stundum heil­brigð­is­þjón­ustu auk þess að skipu­leggja aðgerðir yfir­valda gegn fyr­ir­tækj­um. Allt þetta þurfi að ger­ast fljótt, örugg­lega og fum­laust. 

Auglýsing

„Í dag höfum við ekki þetta skipu­lag og glæpa­menn sem eru svo fégráð­ugir að þeim er sama um grund­vallar mann­rétt­indi geta þannig vaðið uppi nán­ast óáreitt­ir. Þessi glæpa­fyr­ir­tæki geta svo boðið lágt verð í fram­kvæmd­ir, jafn­vel á vegum ríkis og sveit­ar­fé­laga því það er sann­an­lega ódýr­ara að fá þræla til verks­ins en fólk sem krefst launa,“ segir hún. 

Drífa leggur áherslu á að stöðva þurfi þetta ástand strax. „Fjár­mögnum aðgerð­ar­á­ætlun gegn mansali, komum á keðju­á­byrgð, stöðvum kenni­tölu­flakk, styrkjum útboðs­skil­yrði og þéttum og sam­ræmum eft­ir­lit og aðgerðir gegn brota­fyr­ir­tækj­um! Ef við grípum ekki til aðgerða getum við allt eins gefið út yfir­lýs­ingu um að okkur sé sama um að hér þrí­fist þræla­hald. Allt þetta og meira til er að finna í til­lögum í tengslum við kjara­samn­inga gegn félags­legum und­ir­boðum og brota­starf­semi á vinnu­mark­aði. En það á ekki að þurfa þrýst­ing sem lausir kjara­samn­ingar bjóða uppá til að taka á grund­vallar mann­rétt­ind­um. Það er mæli­kvarði á sið­menntað sam­fé­lag hvernig við komum fram við þau sem eru í við­kvæm­ustu stöð­unn­i.“

Benda má á ítar­lega umfjöll­un um mál­efni erlendra verka­manna og starfs­manna­leigur í frétta­skýr­ing­ar­þætt­inum Kveik sem birt­ist í haust.Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent