Drífa: Á Íslandi þrífst þrælahald

Forseti ASÍ segir ömurleg kjör rúmenskra verkamanna ekki einsdæmi og leggur hún áherslu á að stöðva þurfi þetta ástand strax.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, fjallar um ömur­leg kjör og aðbúnað fjölda rúm­enskra verka­manna í viku­legum pistli sínum í dag. Þar vísar hún í frétt Stöðvar 2 frá því í gær­kvöldi en í henni kom fram að laun hefðu ekki verið greidd og aðbún­aður væri allur hinn versti. Þeir byggju saman sex í einu her­bergi og ættu ekki pen­inga fyrir nauð­synj­um.

„Þetta er ekki eins­dæmi og því miður ber­ast örugg­lega ekki öll svona mál til okkar því margir fara til síns heima aftur eftir að hafa verið beittir atvinnu­of­beldi. Bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar til margra ára gegn félags­legum und­ir­boðum og glæp­a­starf­semi á vinnu­mark­aði er ekki úr lausu lofti gripin og það er hreint hörmu­legt að ekki sé enn komin aðgerð­ar­á­ætlun í mansals­málum og skipu­lagt sam­ræmt eft­ir­lit með öfl­ugri eft­ir­fylgni sem hefur að mark­miði að upp­ræta þessa brota­starf­semi með öllum til­tækum ráðum,“ segir Drífa í pistli sín­um.

Hún segir enn fremur að þegar svona mál komi til stétt­ar­fé­lag­anna bráð­vanti að geta haft sam­band við ein­hvern ábyrgan aðila sem sam­ræmir aðgerðir og mætir þörfum þolenda. Það þurfi að tryggja öryggi fólks, redda hús­næði, mat og stundum heil­brigð­is­þjón­ustu auk þess að skipu­leggja aðgerðir yfir­valda gegn fyr­ir­tækj­um. Allt þetta þurfi að ger­ast fljótt, örugg­lega og fum­laust. 

Auglýsing

„Í dag höfum við ekki þetta skipu­lag og glæpa­menn sem eru svo fégráð­ugir að þeim er sama um grund­vallar mann­rétt­indi geta þannig vaðið uppi nán­ast óáreitt­ir. Þessi glæpa­fyr­ir­tæki geta svo boðið lágt verð í fram­kvæmd­ir, jafn­vel á vegum ríkis og sveit­ar­fé­laga því það er sann­an­lega ódýr­ara að fá þræla til verks­ins en fólk sem krefst launa,“ segir hún. 

Drífa leggur áherslu á að stöðva þurfi þetta ástand strax. „Fjár­mögnum aðgerð­ar­á­ætlun gegn mansali, komum á keðju­á­byrgð, stöðvum kenni­tölu­flakk, styrkjum útboðs­skil­yrði og þéttum og sam­ræmum eft­ir­lit og aðgerðir gegn brota­fyr­ir­tækj­um! Ef við grípum ekki til aðgerða getum við allt eins gefið út yfir­lýs­ingu um að okkur sé sama um að hér þrí­fist þræla­hald. Allt þetta og meira til er að finna í til­lögum í tengslum við kjara­samn­inga gegn félags­legum und­ir­boðum og brota­starf­semi á vinnu­mark­aði. En það á ekki að þurfa þrýst­ing sem lausir kjara­samn­ingar bjóða uppá til að taka á grund­vallar mann­rétt­ind­um. Það er mæli­kvarði á sið­menntað sam­fé­lag hvernig við komum fram við þau sem eru í við­kvæm­ustu stöð­unn­i.“

Benda má á ítar­lega umfjöll­un um mál­efni erlendra verka­manna og starfs­manna­leigur í frétta­skýr­ing­ar­þætt­inum Kveik sem birt­ist í haust.FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent